Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.7.2010 | 14:53
Glæpir gagnvart þjóðinni.
Eins og í fyrri samantekt minni (hér) eru þetta bútar sem ég hef safnað héðan og þaðan. Ef að einhverjum ofurflokkshollum finnst hallað á sína verður hann að eiga það við sig. Það skiptir ekki máli hvaðan spillingin eða fyrirgreiðslupólitíkin kemur heldur það að uppræta þetta krabbamein á íslensku þjóðinni.
Jón og séra Jón:
Héraðsdómur hafnaði kröfu Ríkislögreglustjóra um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Friðjóni Þórðarsyni forstöðumanni hjá verðbréfamiðlun Virðingar. Friðjón var handtekinn í fyrradag vegna gruns um stófelld auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Og sonur hvers er maðurinn? visir.is
Í því tilfelli var það Björn Bjarnason sem hringdi í gsm símann minn. Hann var sömuleiðis að skamma mig fyrir umfjöllun í Speglinum. Benti mér sömuleiðis á að ég skyldi vara mig á því að þetta væri ríkisfjölmiðill og því ekki sjálfsagt að vera með umfjöllun þar sem gagnrýndi stjórnvöld svona. Undir lá vissulega að hann hefði völd til að láta mig fara. Þetta var á þeim tíma sem Spegillinn átti fótum sínum fjör að launa í samskiptum við útvarpssstjórann Markús Örn Antonsson og fleiri innanhússmenn sem ég nenni ekki að nefna.
Eftir viðtalið, sem snérist meðal annars um þátttöku okkar í árárinni á Írak, missti Halldór stjórn á skapi sínu og ákvað að lesa yfir hausamótunum á fjölmiðlakonunni. Hvernig við voguðum okkur að halda uppi þessum áróðri í ríkisútvarpinu, að við værum greinilega í persónulegu agenda varðandi þetta stríð og að við yrðum að gæta okkar verandi hjá ríkisfjölmiðli. eyjan.is/helgavala
Fé án hirðis í vörslu Finns Ingólfssonar og samspillingarflokksmanna - hreinræktuð eignaupptaka! Eigið fé Giftar var 30 milljarðar króna í fyrrasumar. Félagið mun hafa tapað á fimmta tug milljarða á Kaupþingi og Exista. Um 55 þúsund manns hafa búist við hlut í Gift frá því í fyrrasumar. visir.is
Stjórnmálaklíkuskapur í mannaráðningum og embættaveitingum á vegum ríkis og sveitarfélaga er alvarlegt þjóðfélagsböl á Íslandi og hefur verið það alla þessa öld. Margar mikilvægar stofnanir þjóðfélagsins eru verr mannaðar en þær þyrftu að vera og væru, ef stjórnendur þeirra og aðrir starfsmenn hefðu verið ráðnir eftir menntun, reynslu og öðrum verðleikum, en ekki í gegnum klíkuskap. Vandinn hér er ekki bundinn við alvarleg mistök, sem óhæfum stjórnendum og starfsmönnum hafa orðið á -- til dæmis í rekstri banka og sjóða, sem hafa tapað stórfé á liðnum árum vegna viðskipta við fyrirtæki, sem ábyrgðarlausir stjórnmálamenn höfðu velþóknun á. Nei, vandinn er meiri en svo. Hann er líka fólginn í því ranglæti, sem hæfir starfsmenn eru beittir, þegar aðrir lakari menn eru teknir fram yfir þá í gegnum stjórnmálasambönd. www3.hi.is/~gylfason
Bjarni Harðarson:
Stærstur glæpur Framsóknarflokksins og sá sem ef til vill á mest í hinum þráláta spillingarstimpli er þó smæð flokksins og mikil völd hans þrátt fyrir smæðina. Er þar komið að hinu gamalkunna að hver sá sem tapar í kosningum hefur vitaskuld haft rangt við! bjarnihardar.blog.is
Fréttamynd ársins
Á broti úr sekúndu missa þeir andlitið, Ólafur og Finnur, og við sjáum glitta í óneitanlega nokkuð drýgindalega en um leið barnslega ánægju þeirra með gjöfina. ogmundur.is
Flétta Framsóknarmanna við sölu á Landssímanum er að ganga upp. Bakkavararbræður keyptu Landssímann á spottprís og eru nú að greiða Halldóri og félögum fyrir greiðann með kaupum á VÍS og losa um Finn Ingólfsson þegar Halldóri hefur tekist að rústa Framsókn. Sjálfur hagnast hann umtalsvert á sölu á VÍS. malefnin.com
Jóhannes Geir Sigurgeirsson verður settur af sem stjórnarformaður Landsvirkjunar á aðalfundi á morgun, gegn vilja sínum. Við tekur Páll Magnússon, fyrrverandi aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur. Ólga er innan Framsóknarflokksins vegna málsins og kom til snarpra orðaskipta milli ráðherra flokksins í gær en formannsskiptin eru talin gerð að undirlagi Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins og iðnaðarráðherra. þegar Sigurður E. Guðmundsson forstjóri Húsnæðisstofnunar var settur af á sínum tíma - hann var kallaður til Páls Péturssonar ráðherra og beðinn að segja af sér - en vildi það ekki - þá var ákveðið að leggja Húsnæðisstofnun niður og þar með var Sigurður ekki lengur forstjóri - við niðurlagningu Húsnæðisstofnunar og stofnun Íbúðalánasjóðs var lýst yfir þeirri stefnu stjórnvalda að færa húsnæðislánakerfið allt út á hinn almenna markað. Þannig yrði til ný sjálfstæð stofnun, sem gæti starfað þar. Þessi nýja stofnun átti að vera svo laus við að vera ríkisstofnun, að forstjóri hennar (Guðmundur Bjarnason ráðherra var skipaður í það embætti) var tekinn út úr launakerfi ríkisstarfsmanna og stórhækkaður í launum. Hið sama var gert fyrir forstjóra hins (þá) nýja Fjármálaeftirlits, Pál ráðherrason Pálsson (Péturssonar), nú forstjóra Samkeppniseftirlits. Finnur Ingólfsson þá viðskiptaráðherra, skipaði hann í embættið og tók hann um leið út úr launakerfi ríkisstarfsmanna, svo að hægt væri að hækka hann í launum. Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppniseftirlits, var settur út til þess að koma tryggum framsóknarmanni að, Páli ráðherrasyni. asagreta.blog.is
Hann hefði til dæmis haldið fram að S-hópurinn hefði keypt hlut Landsbankans í VÍS á 11 milljarða eða svo þegar Valgerður flokkssystir hans og eftirmaður á ráðherrastóli bankamála hefði upplýst á Alþingi að S-hópur Finns hefði fengið að kaupa hlutinn á 6,8 milljarða. Hver lýgur og hver segir satt? Hver er spilltur og hver er með hreina áru? Vel að merkja. Finnur Ingólfsson sagði við Sigmund Erni að það hefði verið alger tilviljun að annar ríkisbankanna hefði komist í hendur Sjálfstæðismanna en hinn í hendur Framsóknarmanna! dv.is/blogg/johann-hauksson
Finnur sagði að S hópurinn hafi átt hæsta boð og fengið Búnaðarbankann en Samson hafi ekki átt hæsta boð þegar Landsbankinn var seldur en samt fengið að kaupa bankann. Og ekki nóg með það, heldur hafi verið gefinn 700 milljón kr afsláttur í ofanálag. Hann gaf að mínu mati sterklega í skyn að óhreint mjöl hafi verið í því pokahorni en ekki þegar S hópurinn keypti BÍ. Verð að segja að mér þótti athyglisvert að Finnur af öllum hafi nefnt þessar staðreyndir og gefið þetta í skyn að spillingin væri í raun hjá D. malefnin.com
Segir leitun að spilltari stjórnmálamanni!
Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir leitun að spilltari stjórnmálamanni en Finni Ingólfssyni fyrrverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, en Finnur gagnrýndi Sverri harkalega í þættinum Mannamál á Stöð 2 í gær. Horfa á myndskeið með frétt
"Norvik, eignahaldsfélag BYKO, keypti 25 prósent hlutafjár í VÍS af Keri fyrir 3,4 milljarða króna en seldi hlutinn til Hesteyrar nokkrum dögum síðar í skiptum fyrir hlut Hesteyrar í Keri. Hesteyri var í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Skinneyjar Þinganess, sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á hlut í.
Fréttablaðið 31 maí 2005
Finnur er gerandi en ekki verandi. Ekki hljómar það sannfærandi að hann hafi setið auðum höndum uppi í Seðlabanka, eins og hann gaf í skyn, á meðan Halldór Ásgrímsson sat á fundum um hvernig koma mætti málum þannig fyrir, að okkar fyrirtæki eins og Valgerður Sverrisdóttir bankamálaráðherra nefndi einhverju sinni fyrirtæki sem Framsóknarmenn réðu, fengju feitustu bitana. ogmundur.is
Um Gísla Martein:
hann er hæfilega búinn að setja sig inn í málin þegar hann hleypur burt! Og til að kóróna skömmina ætlar hann að sækja borgarstjórnarfundi einu sinni í mánuði en búa samt utanlands, væntanlega til að halda launum sínum sem borgarfulltrúi! www.malefnin.com
Matsmenn GRECO, nefndar Evrópuráðsins sem lítur til með spillingu og mútuþægni, komu hingað til lands árið 2001. Þeir settu þó fram tillögur til úrbóta hér á landi og höfðu áhyggjur af smæðinni, frændhyglinni og ógagnsæi í fjármálum stjórnmálaflokkanna.
Þessar efasemdir settu þeir fram þótt svo að þeir hefðu í mörgum tilvikum aflað upplýsina hjá mönnum sem ef til vill voru komnir á sína pósta í embættismannakerfinu í krafti frændhygli eða eftir pólitískum leiðum.
Hvar fengu þeir upplýsingar?
Jú, meðal annars hjá dómsmálaráðuneytinu, ríkissaksóknaraembættinu, viðskiptaráðuneytinu, ríkislögreglustjóraembættinu og Framkvæmdasýslu ríkisins.
Hvað mundir þú, hlustandi góður, segja eftirlitsmönnum frá Evrópuráðinu um spillingu og frændhygli í íslenska stjórnkerfinu, ef þú hefðir komist í embætti þitt á pólitískum forsendum?
Þú gætir svarað með annarri spurningu: Hvað, er ekki allt í fína lagi? utvarpsaga.is
Guðbjörg Matthíasdóttir hafi selt lungann úr 1,71 prósenta hlut sínum í Glitni laust fyrir þjóðnýtingu bankans. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, sem verið hefur fjármálaráðgjafi Guðbjargar, segir tímasetninguna vera tilviljun. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson er náinn vinur Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra og var til að mynda veislustjóri í fimmtugsafmæli hans. Sonur Guðbjargar, Einar Sigurðsson, vinnur í Glitni," dv.is
Allar reglur þverbrotnar í samrunaferli REI og GGE
Forsendur borgarráðs fyrir því að hafna samruna Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy eru fyrst og fremst tvær, að mati Svandísar Svavarsdóttur, formanns stýrihóps um samruna REI og GGE. Meðal annars að allar reglur hafi verið þverbrotnar, umboð farið fyrir ofan garð og neðan auk þess sem kynningu og opinberri umræðu hefði verið ábótavant. Hannes Smárason, stjórnarformaður Geysir Green, segist þurfa að fara yfir málið með lögmönnum félagsins og telur samninga standa þar til annað kemur í ljós. Það eru samningar í gildi á milli aðila sem hljóta að standa þar til menn semja sig frá þeim eða einhver utanaðkomandi verður fenginn til að kveða upp dóm í þeim efnum."
Ítrekað var reynt að ná í Bjarna Ármannsson, stjórnarformann REI, vegna málsins en án árangurs. Í fréttum Stöðvar 2 sagði Bjarni hins vegar að ákvörðunin ylli sér þungum vonbrigðum og sér sýndist að verið væri að kasta verulegum fjármunum á glæ. www.mdagatal.is/mm/frettir/
OR skuldbundin REI í áratugi! Ákveði Hafnfirðingar að selja Orkuveitu Reykjavíkur hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, þá skuldbindur Orkuveitan sig til þess að framselja hlutinn til sameinaðs félags Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy. Í samrunasamningi fyrirtækjanna er ákvæði um að kljúfa hitaveituna í tvennt. Orkuveitan skuldbindur sig til að láta Reykjavík Energy Invest fá allar upplýsingar og ábendingar sem fyrirtækið fær um hagnýtingu jarðhita hvar sem er í heiminum næstu 20 árin. ruv.is
Alþjóðabankinn í sæng með REI
Frumherji fékk svo að kaupa keppinautinn!
Eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta hefur keypt allt hlutafé í fyrirtækjunum Frumherja hf. og Frumorku ehf. Frumherji rekur m.a. bifreiðaskoðun og skoðun skipa og rafmagns. Þá sér fyrirtækið um öll ökupróf á landinu og sinnir notkunarmælingum á raforku, heitu vatni og köldu vatni fyrir orkuveitur. Alls starfa um 100 manns hjá félaginu. Finnur Ingólfsson hefur verið formaður stjórnar Icelandair Group undanfarið ár. Hann var áður forstjóri VÍS, bankastjóri Seðlabankans og iðnðar- og viðskiptaráðherra. mbl.is
Vilja rannsaka laxveiðiboð
Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar vill allar upplýsingar upp á borðið um laxveiðiboð sem Viljálmur Þ Vilhjálmsson þáverandi borgarstjóri og Björn Ingi Hrafnsson þáverandi oddviti Framsóknarflokksins þáður skömmu áður en tilkynnt var um samruna Geysis Green og REI. Hann segir að æðstu embættismönnum, þar á meðal borgarstjóra, sé óheimilt að þiggja slík boð af þeim sem borgin eigi viðskipti við. myndskeið!
Sjálfstæðisflokkurinn í nútíð og framtíð
Þetta er frá nóv. 2008 endurbirting.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2010 | 19:56
Samskipti sonar míns við SP-Fjárkúgun með hans orðum.
Langaði bara að deila með ykkur sögu minni af SP fjármögnun. Þannig er það að ég keypti nýjan bíl frá heklu á 2,4m.kr árið 2006, þá á 21 aldursári. Stóð í góðum skilum allt þar til um síðustu áramót en þá varð ég fyrir því óláni að missa vinnuna og vera tekjulaus í svolítinn tíma.
Engu að síður var ég duglegur að tala við SP og var í góðu sambandi við þá og hélt áfram að borga en var engu að síður kominn í vanskil. Ég spurði þá hvað ég gæti til bragðs tekið og þau sögðu mér að ég gæti farið í greiðslujöfnun og látið þessa mánuði sem væru í vanskilum afturfyrir í greiðsluröðinni svo þeir myndu bara bætast aftan á samninginn. Ok flott, hugsaði ég og fer og greiði elsta mánuðinn þar sem einungis var hægt að færa 3 mánuði aftur fyrir en ég var kominn með gjalddaga á 4 mánuðinn.
Hér var ég ný kominn með nýja vinnu sem varla nær að afla mér meira en nóg til að borga einn mánuð af bílnum og rekstur af honum og tryggingar.
Svo mæti ég niður í SP og ég ætla að ganga frá þessu. Þá spyr hún hvort að bílinn sé ekki skoðaður sem hann var ekki. Þá var ekki hægt að ganga frá þessu nema skoða hann svo ég fer að reyna að bjarga því og kem 2 dögum seinna og í það skipti gubbar hún upp úr sér að ég þurfi líka að vera með tryggingarnar í lagi. Annað vandamál fyrir mig því að ég skuldaði um 54þús í tryggingar. Á meðan ég bjargaði því var kominn annar gjalddagi á bílnum og þá var ég loksins búinn að koma bílnum í það stand að hann gæti gengist undir þessa greiðslujöfnun.
Rétt er að geta þess að nokkru áður fékk ég sendan heim seðil þess efnis að þeir hefðu nú verið svo góðir og lækkað höfuðstólinn minn úr rétt rúmum 2m.kr niður í 1.7m.kr án þess að ég hefði beðið um eitt né neitt.
Allavega, þá er mér rétt hjálparhönd frá móður minni svo ég gæti borgað elsta mánuðinn og sótt um greiðslujöfnunina. Loksins þegar við mætum þá eru þeir tregir til að veita þessa greiðslujöfnun nema við borgum líka einn mánuð í viðbót þar sem svo stutt sé í næsta gjalddaga, þ.e.a.s. akkurat vika en þeir segja að þetta taki allt að viku svo það sé vissara að hafa þetta þannig. Mín örláta móðir vildi bara ganga frá þessu svo það var ekkert spurning um einn mánuð til eða frá svo við græjuðum þetta og nú á föstudaginn fyrir viku síðan fékk ég svo samninginn sendan heim þar sem ég átti að skrifa undir hann.
Það fyrsta sem ég tók eftir var að höfuðstólinn var orðinn hærri eða 2m.kr aftur sem mér fannst óheyrilega furðulegt þar sem gengi ísl. krónunnar hefur styrkt sig verulega frá því að ég fékk höfuðstólslækkunina. Annað sem mér fannst líka mikilvægt var að þarna var talað um að breyta láninu í íslenskt lán. Ekki eitt orð höfðu þessir ráðgjafar SP látið út úr sér hvað það varðar. Þegar ég hugsa til þess þá notuðu þeir sem fæst orð til að lýsa þessari greiðslujöfnun og voru ekkert að benda mér á eitt né neitt.
Svo var tekin sameiginleg ákvörðun á mínu heimili, um að skrifa ekki undir þennan samning heldur fara og athuga hjá SP ýmis mál og fá greiðsluyfirlit og annað og sjá svo hvernig dómur mun falla í málinu sem er nú í gangi gegn fjármögnunarfyrirtækjunum. Endilega ef þið hafið einhvað um þetta að segja þá hikið ekki við að commenta og ég vildi gjarnan frá ráðleggingar frá ykkur sem meira vit hafið á þessu en ég. - Takk
Við þetta bréf sonar míns vil ég bæta að bíla vinar míns á að hirða af honum á miðvikudaginn þrátt fyrir að lögmæti þessarra samninga sé í úrskurði fyrir hæstarétti. Þessi félög hafa öll stofnað ný félög með nýjum kennitölum og eu að reyna að lágmarka tap sitt fyrir fyrirsjáanlegt gjaldþrot. Og þetta virðist allt gert með samþykki og velvild félagsmálaráðherrajakkalakkans. Eins og Þórdís Sigurþórsdóttir bendir á hér um bókhaldsbrot SP Fjárkúgunar hafa ekki verið gefnir út löglegir reikningar fyrir viðskiptunum. Sjá einnig þessar fréttir: SP fjármögnun var ekki með starfsleyfi til gjaldeyrisviðskipta í eigin reikning - #16. Hugleiðingar um lánastarfsemi SP-Fjármögnunar - 11. hluti. - #7. Hugleiðingar um lánastarfsemi SP - 4. hluti Erlingur Alfreð Jónsson - Þetta sannar að Deutche bank stjórnar ekki félagsmálaráðherragínan. Frá Gandra: SP-fjármögnun vísað frá dómi óljós og ruglingsleg krafa.
Ég heyrði þessa sögu af SP fjárkúgun um daginn: Maður með Range Rover á láni frá SP skilar bílnum að kröfu þeirri. Áður lét hann þrífa hann og bóna. Fór með hann í ástandsskoðun og lét laga það sem var að. Einnig fór hann á sprautuverkstæði og lét yfirfara lakkið. Hann fékk vottorð frá þessum aðilum um að allt væri í toppstandi. Viku eftir að hann skilaði bílnum fékk hann 500.000 kr. reikning fyrir viðgerð á bílnum! Þeir að vísu lyppuðust niður og drógu reikninginn til baka þegar hann lagði fram sín skjöl. En þetta sýnir okkur hvaða hugarfar er í gangi þarna.
Þessi fyrirtæki vita að lánin þeirra verða dæmd ólögleg. Þau vita líka að það kemur enginn heilvita maður til með að eiga viðskipti við þau aftur. Þau eru dauðadæmd og aðgerðir þeirra nú eru eingöngu til að ná inn sem mestu fé áður en þau rúlla yfir.
Er ekki kominn tími á aðgerðir gegn þessum ólöglegu innheimtum fyrirtækja sem virðast hafa starfað eftir eigin lögum og reglum?
Bílalánafyrirtækin skipta um kennitölur
Eignaleigufyrirtæki mega ekki vörslusvipta án dómsúrskurðar.
Fjármálafyrirtæki vissu árið 2001 að gengistrygging lána var óheimil
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég ætla að birta hérna gamlar bloggfærslur frá drápum zíonista á saklausum borgurum Gaza. Myndir af ólöglegum vopnum sem þeir nota. Myndir af afleiðingum þess hrottaskapar sem þeir sýndu þá. Þetta kemur mér ekki á óvart hvernig þeir drápu fólk vopnað bareflum óhikað. Sameinuðu þjóðirnar kvarta og nokkrar ríkisstjórnir en USA sér til þess að Öryggisráð sameinuðu þjóðanna samþykkir ekki refsiaðgerðir. Hversu lengi eiga þessir hryðjuverkamenn að komast upp með að vera taldir meðal vestrænna og siðmenntaðra þjóða? Ath.sum myndböndin eru ekki fyrir viðkvæma.
Hvenær drepur maður börn? - Slítum stjórnmálasambandi við þessa morðingja!
Nokkur dæmi um miskunnarleysi ísraela
Fréttamiðill eða útibú zionista?
Fyrir okkur að vera varkárir þýðir drepum þau öll!
Hugrökk kona og af-fréttaflutningur vesturlanda
18 mánuðir síðan nasistar... afsakið gyðingar ætluðu að ráðast þar inn....
Hvað er rangt við þessa frétt?
Ódýrt blóð og dýrmætt - þú sem Íslendingur berð ábyrgð á því sem er að gerast!
Auðvitað eigum við að slíta stjórnmálasambandi við drápsvélina.
Fjöldamorðin og réttlætingin - ekki fyrir viðkvæma!
Eru fréttirnar ættaðar frá bandaríska sendiráðinu?
Hrikalegir atburðir | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
25.5.2010 | 21:49
SP-fjárkúgun beitir blekkingum.
Það er raunarlegt ef fólk, sérstaklega þeir sem eru með lán hjá þeim láti þetta blekkja sig og skrifi undir nýja samninga. SP fjárkúgun veit að lán þeirra verða dæmd ólögleg og skaðabótaskyldan sem myndast setur fyrirtækið á hausinn. Eins eru ekki nokkrar líkur á að nokkur heilvita maður skipti aftur við þetta fyrirtæki í ljósi reynslunnar.
Félagsmálaráðherra er búinn að vera að væla í þessum fyrirtækjum eins og raddlaus hvolpur um að rétta skuldurum snuð til að geta sagst vera að berjast fyrir hagsmunum kjósenda sinna.
En hann er ekkert að eiga við íslensk fjármögnunarfyrirtæki. Hann er að eiga við bankana sem lánuðu þeim. Sennilega er Deutche Bank þar stærstur. Hvort skyldi sá banki eða Jógrímur vera í betra sambandi við Alþjóða rányrkjusjóðinn?
Það er hvorki Steingrímur né Jóhanna eða félagsmálahvolpurinn hennar sem stýra för. Það eru erlendir bankar sem ráða Íslandi í dag. Og enginn 4 flokkanna kemur til með að breyta því.
ps. Veit ég ætlaði að halda kjafti en mátti til.
Lækka bílalán um 20-40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2010 | 21:27
Samfélagshrunið eftir bankahrun.
Bankahrunið og afleiðingar þess ásamt skýrslu rannsóknarnefndar hafa svipt hulunni af íslensku samfélagi og birtingarmyndin er sóðalega ljót. Hvernig getur heilt samfélag orðið svona spillt og rotið án þess að eftir sé tekið? Hvernig gátum við flotið sofandi að feigðarós? Bankarnir hefðu aldrei getað blekkt svona án meðvirkni. Meðvirkni sem fólst ma. í eftirfarandi:
1. Gegnumsýrt embættismannakerfi vina- og kunningjasamfélags flokkanna. Skipan Davíðs í seðlabankastjórastól, sonar hans illfæran í dómarastól ásamt vini og frænda í hæstarétt og briddsfélaga í ráðuneytisstól eru bara toppur á ísjaka þúsunda bittlingaráðninga í pólitískum þú klórar mér og ég þér ráðningum.
2. Fjölmiðlar. Ábyrgðin var bankanna var fyrirsögn Morgunblaðsins eftir birtingu skýrslunnar. Önnur umfjöllun blaðsins og hver er ritstjóri gefa ekki ástæðu til að halda að þar fari hlutlaus umfjöllun um bankahrunið. Eignarhald Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis.is sem fjallar aðallega um appelsínuhúð og brjóstaskorur, er ekki tilfallið til trausts. Pressan, Amx og flestir aðrir vefmiðlar að Eyjunni undanskilinni eru samofnar pólitískum skoðunum eigenda og ómarktækir. Niðurstaðan: Við fáum ekki hlutlausar fréttir eða rannsóknarblaðamennsku sem tekur á spillingunni.
3. Ránsmenn Íslands. Þó einhver fyrirtækja hafa farið í þrot eru eignir útrásaraðalsins svo gríðarlegar að enginn Íslendingur kemst hjá því að eiga viðskipti við þá. Þannig á eða átti td. Pálmi Haraldsson Ávaxtahúsið, Banana ehf. Ferðaskrifstofu Íslands, Plúsferðir, Grænt ehf. Ágæti hf. Skeljung hf. Bensínorkuna. Securitas. Grænn markaður ehf. Ísland Express ehf. Svo dæmi séu tekin. Hitaveitumælinn heima hjá þér á Finnur Ingólfsson. Hann keypti þá af Orkuveitunni á 200 milljónir og leigir Orkuveitunni fyrir sömu upphæð árlega. Um þetta er ekki fjallað.
4. Stjórnmálamenn. Meðan heimili landsins brunnu stunduðu stjórnmálamenn ræðukeppni og Morfísæfingar um Icesave. Mál sem tæpum tveimum árum seinna er á upphafsreit. Vilhjálmur Árnason heimspekiprófessor og formaður siðfræðihóps rannsóknarnefndar Alþingis játar að það hafi komið sér á óvart í störfum fyrir rannsóknarnefndina í hve ríkum mæli daglegur veruleiki sé hannaður af sérhagsmunaöflum og hve lítið viðnám hafi verið gegn slíkri iðju. Hann gagnrýnir harðlega skotgrafahernað og kappræðusiði á Alþingi. (DV.is 6.maí 2010)
Þessir sömu stjórnmálamenn beita blygðunarlaust sömu taktík gagnvart almenningi við að réttlæta styrki og kúlulán sín og neita að viðurkenna dómgreindarbrest sinn. Er það fólk best fallið til að endurvekja traust á stjórnmálaflokkunum og Alþingi?
5. Eftirlitsstofnanir. Seðlabanki og FME. Rannsóknarnefndin gefur þeim falleinkunn. Enginn kannast við ábyrgð. Samkeppniseftirlit, samkeppnisstofnun og Neytendastofa virðast líka tannlausir kettlingar í störfum sínum. Ef rannsakað yrði á hvaða forsendum fólk hafi verið ráðið til þessarra stofnanna kæmi hvað í ljós? Sama og þegar Finnur Ingólfsson var metinn hæfastur í stöðu Seðlabankastjóra?
6. Sérfræðingarnir. Íslenskt menntakerfi hefur alið af sér ófáa sérfæðinga í hag- lög- og viðskiptafræðum. Var allt þetta fólk meðvirkt eða þorði ekki? Var Vilhjálmur Bjarnason sá eini sem hafði rétt fyrir sér eða var hinum haldið í heljargreipum óttans um stöðu- og ærusviptingu? Höfðu háskólar landsins enga skoðun á hagstjórninni og spillingunni eða hag af henni?
7. Fjármálastofnanir. Yfirmenn og eigendur bankanna létu starfsfólk sitt blekkja innistæðueigendur til að setja fé sitt í áhættusama sjóði sem þeir kynntu sem nánast 100% trausta. Sjóði sem þeir þurrusu í eigin þágu. Að megninu til stýrir þetta sama fólk þessum stofnunum. Kaupleigusamningar fjármögnunarfyrirtækjanna halda ekki vatni við nánari skoðun skv. dómum og þau komast samt upp með að halda áfram vörslusviptingum og ósvífnum uppgjörum samninga. Tilraunir félagsmála- og viðskiptaráðherra við að koma böndum á fyrirtækin eru hliðstæð því að ausa Atlandshafið með skaftpott.
8. Við. Hvernig gátum við látið þetta gerast? Hvað gerir heila þjóð svona meðvirka og heiladauða að hún láti ræna sig og ófædda afkomendur lífi og tilveru fyrir framan sig? Var það af því að pólitísk þátttaka okkar var bara á 4 ára frest? 90% þjóðarinnar stillir á American Idol, ropar og rekur við og vonast til þess að þessir atvinnuleysingjar hætti þessu væli. Flatskjáakaupendur geti sjálfum sér um kennt!
Erum við svona heimsk? 25-36% þjóðarinnar ætlar að kjósa í næstu kosningum flokkinn sem boðaði áfram ábyrga efnahagsstjórn. Álíka magn kjósenda ætla að kjósa flokk sem boðaði Fagra Ísland með tilheyrandi útfærslum á umhverfismálum sem hurfu eftir kosningarnar. Geir H. Haarde mat 90% húsnæðislánakosningaloforð Framsóknar sem ásættanlegan fórnarkostnað fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsetu þrátt fyrir gríðarlegt efnahagslegt tap fyrir þjóðina. Kárahnjúkavirkjun var annað svona dæmi. ALLT TIL AÐ SITJA AÐ VÖLDUM!
Og það er enn til fólk sem treystir stjórnmálaflokkunum? Ég er farinn að hallast á það að aðalsökudólgar hruns íslensks efnahagslífs séum VIÐ íslenskir heimskir meðaljónar! Þjóðin sæmir sér vel í Jerry Springer þætti. Þetta er mín síðasta færsla hér um sinn. Meðan þjóðin ætlar að láta leiða sig glórulaust til slátrunar vegna ólaga Íslands hefur það ekkert að segja að vera að þenja sig hér eða á Austurvelli. Við sem reynum að mótmæla erum of fá. Fjölmiðlar hundsa okkur sem og stjórnmálamenn. Þannig hefur ENGINN þeirra svarað þessu bréfi. Það er gott að loksins virðist vera eitthvað að gerast gagnvart landráðamönnunum. En það er of seint. Innviðir samfélagsins eru í rúst. Orðið traust hefur tapað merkingu í íslenskri tungu.Nauðungarsölu- og gjaldþrotahrinan framundan á eftir að kosta mörg mannslíf. Kosta hrun heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Kosta ríkisstjórnina völdin og hrunflokkana að kjötkötlunum.
Kannski fáum við Hannes Hólmstein sem félagsmálaráðherra. Hann getur varla gert verr en núverandi. En að öllu gamni slepptu. Það er nóg komið. Þorgerður Katrín orðaði þetta þannig að það væru spennandi tímar framundan. Við skulum sjá til með hversu spennandi þeir verða.
http://www.youtube.com/watch?v=3l1-QbsU5gA&feature=related
Mun sýna fullan samstarfsvilja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.5.2010 | 15:29
2% innistæðueigenda eiga 1530 milljarða sem þú hér með ábyrgist.
Hvaða 2% eru þetta? Hvaða menn? Eru þetta kannski þeir sömu og ryksuguðu upp bankanna? Hafði ríkisstjórn Geirs Haarde lagalegar heimildir til að ábyrgjast innistæðurnar. Skv. þessu má ætla að ef hann hefði látið duga að ábyrgjast eftir reglum ESB værum við bæði laus við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og Icesave. Og við erum ekki að tala um 2% þjóðarinnar. Við erum að tala um 2% INNISTÆÐUEIGENDA sem Geir sagði að þeir gætu verið áhyggjulausir um milljarðana sína. Íslenska þjóðin ábyrgist það.
Það birtist ekki bofs um þetta mál á mbl.is en Eyjan og Fréttablaðið fjalla um þetta EFTIR að Gandri vakti fyrst máls á því. Ef þetta verður ekki rannsakað frekar er ljóst að krabbamein stjórnmálanna er ólæknanlegt.
Hefði ríkisstjórn Geirs H. Haarde miðað hámarksvernd innstæðna í bönkum og sparisjóðum við fimm milljónir króna hefði inneign 95 prósent einstaklinga og 90 prósent lögaðila verið tryggð að fullu.
Þetta hefði falið í sér 555 milljarða króna skuldbindingu. Full vernd allra innstæðna fól hins vegar í sér 2.318 milljarða króna skuldbindingu fyrir ríkið, miðað við upplýsingar sem fyrir lágu í maí 2008. Tveir þriðju hlutar af þeirri skuldbindingu fólust í því að vernda innstæður tveggja prósent einstaklinga og sjö prósent fyrirtækja sem áttu meira en 10 milljónir króna, eða samtals um 1.763 milljarða króna.
-
Samkvæmt tilskipun ESB var aðeins skylt að tryggja innstæður upp að 20.887 evrum, sem svaraði til um 1,7 milljóna króna í maí 2008. Ríkisstjórn Íslands tryggði innstæður að fullu með yfirlýsingu sem gefin var út 6. október 2008. Úr rannsóknarskýrslunni.
Hreiðar Már handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.5.2010 | 11:01
Lífeyrissóðar og meðreiðarsveinar
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvernig mennirnir sem tóku að sér að vernda og ávaxta lífeyrissjóði landsmanna tóku þátt í kókaínhugsun innrásarvíkinganna sem sviptu okkur eðlilegum lífsgæðum. Þeir tóku þátt í partíum með Tinu Turner og Elton John fluttir þangað í einkaþotum fjárvana hrokagikkja. Töpuðu milljörðum fyrir vikið á þeim sömu mönnum um leið og þeir þiggja tugir milljóna fyrir setu sína í sjóðum sem þeir rýra svo mikið að almennur félagsmaður verður fyrir áþreifanlegri skerðingu.
Þessir sömu menn eru núna að tilkynna að lífeyrisréttindi þurfi að skerða. Þeir voga sér að segja það á sama tíma og skýrsla rannsóknarnefndar upplýsir hversu mjög þeir sömu sleyktu afturenda innrásarvíkingana og gerðu þeim kleyft að ræna landið.
Þessa menn á að húðstrýkja opinberlega. Þeir tóku að sér að stjórna bestu ávöxtun lífeyrissjóðanna á ÁBYRGAN hátt. Sjá til þess að umbjóðendur þeirra nytu bestu ávaxta og kjara sem í boði væru. Þeir fóru á tripp með siðlausum glæpamönnum. Keyrðu um á jafn flottum jeppum og þeir. Sömdu um jafnflotta starfslokasamninga og þeir. Það ömurlegasta við þessa upptalningu er það að við erum að tala um verkalýðsforystuna. Foringja okkar í baráttunni gegn auðvaldinu. Þessi auma forysta sem sagði ekki orð til að mótmæla ráni gjaldþrota banka á heimilum okkar eða fáránlegri stökkbreytingu erlendra lán.
Verkalýðsforystan er búin að skrifa sig út sem part af alþýðunni. Hún er bara til fyrir sig, sína lífeyrissjóði og valdahlutverk sitt gagnvart fjórflokkakerfinu. Alveg eins og fjórflokkarnir eru game over er þessi ömurlega blekkingarstofnun sem kallast verkalýðshreyfing komin yfir síðasta söludag.
Gylfi blekkir engan með því að segjast vilja óháða rannsókn. Ekki frekar en Samfylkingin með sinni óháðu nefnd. Almenningur veit að þarna eru kattaklórsnefndir að störfum.
Óháð rannsókn á lífeyrissjóðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2010 | 22:46
Snærisþjófar á sauðskinnsskóm.
Ætlum við virkilega að láta sauðaþjófa nútíðarinnar samviskuhöfða okkur og sprikla með í því að bera ábyrgð á mesta glæp Íslandssögunnar. Mér virðist meginhluti landsmanna vera tilbúinn til að sætta sig við það. Kjósa ógeðisflokkana sem blekktu okkur og fjármögnuðu sig með gríðarlegu fé frá aðiluðum sem áttu hagsmuna að gæta um að réttir flokkar væru við völd.
Lífeyrissjóðir stjórnuðum af atvinnurekendasamtökum og verkalýðsfélög með æviráðna verkalýðsforystu eru ekki að gera sig. Við erum búin að vita það lengi. En skaði þessa er núna að koma best í ljós. Verkalýðshreyfingin eða það sem þykist vera hún hefur fyrir löngu svikið almenning. Fólkið sem borgar í djúpa sjóði þessa bákns. Bákns sem eins og embættismannakerfisins snerist frá því að vera til fyrir félagsmenn yfir í að vera til fyrir sig. Brást eins og íslenska stjórnsýslan.
Það að almennir félagsmenn lífeyrissjóðs geti sett fram vantrausttillögu eins og gerðist með lífeyrissjóð Gildis en EKKI greitt atkvæði um tillöguna segir allt sem segja þarf um þetta siðspillta kerfi. Af hverju geta þeir einir sem eru sekir dæmt í eigin sök?
HVAR er verkalýðsforystan búin að halda sig frá hruni? Hvar eru úrræðin, kröfurnar, hagsmunagæslan? Nei, verkalýðshreyfingareigendurnir og lífeyrirssóðar þeirra hafa fyrir löngu fyrirgert rétti sínum til að segjast berjast fyrir hagsmunum almennings. Til þess þarf að sjást árangur.
Aldrei meira atvinnuleysi en í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2010 | 11:54
Forgangsröð lögregluríkis.
Í ákæruskjali er mótmælendum gefið að sök að hafa veist að sex þingvörðum og lögreglumanni með ofbeldi, hótun um ofbeldi og ofríki í þeim tilgangi að komast upp á þingpalla. Ok hugsum þetta aðeins lengra. Fólk sem ætlar sér að komast á þingpallana byrjar ekki á því að ráðast á þingverði og lögreglu. Það reynir að komast á þingpalla og þingverðir og lögregla reyna að stöðva þá. Er það löglegt? Hafa ekki allir Íslendingar rétt á því að fylgjast með störfum þingsins? Staðreyndin er sú að lögreglan beitir sér af hörku gagnvart öllum aðgerðum svokallaðra aðgerðarsinna. Fólks sem sýnir af sér borgaralega óhlýðni við að mótmæla.
Refsiramminn sem svokölluð brot þessa fólks spannar er frá 1-16 ára fangelsisdómur! Ráðherrar og aðrir þeir sem ollu hruninu gætu að hámarki fengið 2ja ára dóm fyrir sín afbrot gagnvart heillri þjóð. Sem við vitum öll að muni ekki gerast.
Enn hefur enginn verið ákærður úr banka- og útrásarmafíunni. Nokkrir þingmenn farið tímabundið í felur. Það er allt. Þetta dómsmál er yfirvöldum til háborinnar skammar í ljósi þess að allir sem grunaðir eru um miklu alvarlegri glæpi skuli enn halda um alla þræði þjóðlífsins. Þetta er forgangsröð lögreglu- og lénsveldis gamla Íslands.
Viðbúnaður í héraðsdómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2010 | 10:32
Á bakvið bankatjöldin bíða hrægammar
Þetta er búið að vera að gerast lengi og á eftir að stóraukast. Á það jafnt við um góðar jarðir sem fyrirtæki og aðrar eignir. Og hverjir eignast þetta? Ef ekki er þörf á að auglýsa eignirnar hljóta bankarnir að hafa kaupendur tilbúna til að stökkva á bráðina við fyrsta tækifæri. Og hverjir skildu það vera? Getur verið að það séu sömu menn og ryksuguðu upp gömlu bankanna og félög tengd þeim?
Ég veit um lífvænlegt fyrirtæki sem lenti í erfiðleikum í hruninu en stóð lengstum í skilum og eigandinn bar sig vel þrátt fyrir 40% samdrátt í sölu. Í rúmt ár hefur hann samt enga fyrirgreiðslu eða aðstoð fengið frá bankanum. Hvorki til að leysa út nýjar vörur eða hagræða skuldamálum. Maður veltir fyrir sér hvað gangi bankanum til. Er hann þegar kominn með kaupanda að fyrirtækinu?
Jörðin seld án auglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |