Fréttamiðill eða útibú zionista?

Það er erfitt að fá fréttir frá Gaza meðan zíonistar einoka fréttamennsku þaðan. En svona fréttamennska: „Hamas-samtökin eru einnig á krossgötum. Fallist þau á vopnahlé verður Gaza-búum hlíft við enn meiri blóðsúthellingum og eyðileggingu,“ og þetta: „og knýja þau til að fallast á vopnahlé samkvæmt skilmálum Ísraela. Þetta myndi leiða til enn meiri blóðsúthellinga og hörmunga meðal Palestínumanna“

Þetta er ömurleg fréttamennska þess sem vinnur ekki vinnuna sína. Zíonistar hafa þegar kallað fram hluta af varaliði sínu. Þeir eru einnig með málaliða í hernum vegna þess að venjulegir ísraelar eru ekki sáttir við zíonískar lausnir ráðamanna. IDF eða eins og þeir kalla sig Israeli Defence Force eru ekkert að vandræðast með að drepa barn eða börn í viðbót. En meðan áróðursdeildir þeirra eru að tapa stríðinu um almenningsálitið halda þeir aftur af sér.

Morgunblaðið eins og aðrir fjölmiðlar hér, ef þeir vilja láta taka sig alvarlega eiga að reka sjálfstæða fréttamennsku. Ekki lepja upp Bandarískan áróður frá þeim sem stjórna þarlendum miðlum.


mbl.is Ísraelar á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Alþjóðasamfélagið stendur með Ísrael í þessu máli. Jafnvel Mubarak Egyptalandsforseti hefur átalið Hamas. Og Vesturlönd eru á bandi Ísraelsmanna þótt þau hafi hvatt þá til að gæta hófsemi. Ég vona að það verði friðvænlegt þegar búið er að berja mesta vindinn úr Hamas. Tony Blair er að vinna í málinu.

Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 00:12

2 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Morgunblaðið er fréttamiðill, en ekki útibú Zionista, enda ekkert að því að benda á að Hamas þarf einnig að axla ábyrgð og taka ákvarðanir.

Ég þekki all mörg dæmi um að aðsendar greinar til Moggans, til varnar Ísraelum, hafi ekki verið birtar, hér áður. Á sama tíma voru stórar opna greinar eftir meðlimi Ísland/Palestínu á ástandið. Kannski var greinunum sem hafnað var, hafnað með réttu, en Mogginn er ekki útibú Zionista. http://www.sindri79.blog.is/blog/sindri79/entry/769644/

Hér er annars gömul grein eftir mig sem heitir "Mogginn fegrar Hamas".

Sindri Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 00:26

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ekki misskilja mig. Hvorki Hamas né Fatah virðist vera hliðholl þegnum sínum.  Og spilling Fatah á sér engar líkingar. En þrátt fyrir það haga Zíonistar sér eins og bandarískir landnemar gerðu þegar þeir útrýmdu indjánum. Og enginn mótmælir. Tony Blair er að vinna í málefnum ESB sem stunda mikil viðskipti við Zíonista. Ekki halda að gerðir hans snúist um mannréttindi. Þau snúast um buisness.

Ævar Rafn Kjartansson, 13.1.2009 kl. 00:29

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég held að það sé full sterkt til orða tekið að Zionistar hagi sér eins og þegar bandarískir landnemur útrýmdu indjánum. Það eru hins vegar menn þar inn um sem myndu vilja ná í tætarana og drepa alla, og margir trúaröfgamenn sem telja sig eiga allt landið, og meira til, vegna orða Biblíunar. Ísraelsríki gæti verið búið að því fyrir löngu, en þeir hafa ekki gert það. 800 af 1,5 milljón er t.a.m. ekki saman að jafna við meðferðina sem var á indjánum.

Sindri Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 00:59

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er rétt sem bent er á í pistlinum að Israel er búið að tapa áróðusstríðinu.  Þ.e.  Þrátt fyrir alla áróðusmaskínu Israela hefur almenningur heimsins hafna hryðjuverknaði þeirra.  (nema kannski BNA menn)

Palestínumenn hafa auðvitað enga áróðursmaskínu samanborið við Israel.  Israel hefur fullkomnustu óróðursmaskinu sem þróuð hefur verið ever.

Svona fréttamennska eins og hjá mbl.is hefði etv gengið fínt í gamla daga.  Fyrir tíma upplýsingabyltingar.  En nú til dags gengur hún ekki.  

Allt upplýst fólk veit hvað er að gerast.  IDF er að myrða börn, konur og almenna borgara á barbarískann hátt.  Barbarískann.

(Það er samt aðeins ruv sem stendur sig stundum sæmilega varðandi erlendar fréttir yfirleitt.  Aðrir Islenskir fjölmiðlar standa sig hörmulega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.1.2009 kl. 02:02

6 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég þakka Valdimar Thor fyrir að segja mannfyrilitningu og mannhatur skína úr skrifum mínum. Einnig finnst mér magnað að hann skuli vita hversu mikla eða litla reynslu ég hef af fréttalestri mbl.is. Valdimar, þetta er ekki beint málefnalegt hjá þér, er það?

Hvað hefur þú til dæmis efnislega að segja um pistilinn minn, Mogginn fegrar Hamas?

http://ihald.blog.is/blog/ihald/entry/43614/

Ómar, hvaða áróðursmaskínu er á bandi Ísraela, og á móti Palestínu?

Ég rökræddi stundum þessi mál við vin minn, sem sá um erlendar fréttir á RUV. Hann var mjög andvígur ísrael, og harður Palestínustuðningsmaður.

Samkvæmt rannsókn sem gerð var á fréttaflutningi Reuters árið 2003 kom eftirfarandi í ljós:

Þegar ofbeldisverk voru framin af Ísraelum, var Ísrael nefnt í 100% fyrirsagna Reuters, og sagnorðið í fyrirsögninni var alltaf í germynd: ,,Ísraelskar hersveitir drápu Palestínumann á Vesturbakkanum.”

Þegar ofbeldisverk voru framin af Palestínumönnum, var gerandinn, eða orðið Palestína, Palestínumenn o.s.frv, aðeins notað í 33% af fyrirsögnum Reuters, og sagnorð fyrirsagnarinnar í þolmynd: ,,Strætisvagn springur í Jerúsalem.”

Sindri Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 02:38

7 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ég var að hlusta á fréttir um daginn á leiðinni heim af borðtennis æfingu. Þar var sagt að Hamas væru mannúðarsamtök, og það væri þeirra aðal markmið, en Hamas væri með hernaðararm. Mér blöskraði þessi "frétt". Af hverju er þá bara einu sinni minnst á velferð/mannúð í sáttmála Hamas, en 36 sinnum í 35 greinum talað um heilagt stríð?

Sindri Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 02:42

8 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Ómar, best að ég haldi áfram, þar sem ég er á annað borð andvaka:

Þegar að heilsa Arafats var endanlega að bresta, og hann fluttur með þyrlu til Parísar, fór Barbara Plett, fréttaritari BBC að gráta. Eins og hún sagði sjálf frá í fréttaútsendingu, að þá gat hún ekki ráðið við tárin. Var þetta hlutlaus fréttaritari BBC á Gaza svæðinu?

Tom Paulin, þáttastjórnandi BBC sagði opinberlega að Ísraelar væru Nasistar og Rasistar sem ætti að skjóta. Hann starfar enn hjá BBC. Hins vegar var Robert Kilroy -Silk, sem sá um morgunþátt á BBC rekinn fyrir að hafa látið hafa eftir sér ófögur orð í garð arabaríkja í blaðagrein. 

Annar fréttaritar BBC sagði á opnum fundi í Palestínu árið 2001: ,,Palestínumenn, fjölmiðlamenn og fréttastöðvar berjast saman hlið við hlið”

Sindri Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 02:52

9 Smámynd: Sindri Guðjónsson



Vafrinn styður e.t.v. ekki birtingu þessarar myndar. 

Sindri Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 02:54

10 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Þess má geta að ég tel ekki að um einhverskonar alheimssamsæri fréttamanna sé að ræða, hvorki í þágu Palestínumanna eða Ísraela. Fjölmiðlar og blaðamenn eru einfaldlega misjafnir, og dæmin sem ég hef tekið er bara til að hrekja samsæriskenninguna um Zíoniska fjölmiðla.

Sindri Guðjónsson, 13.1.2009 kl. 03:02

11 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Skrítið því mér finnst eins og að allir fjölmiðlar Íslands eru partur al jazara

Alexander Kristófer Gústafsson, 13.1.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband