Stríðið er byrjað!

Þeir 95 einstaklingar sem hindruðu útburðinn í dag eru byrjunin. Kannski verða þeir 200 í næstu aðgerðum. Kannski 1000. En þeim fer fjölgandi sem geta ekki lengur sætt sig við úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar og blóðsúthellingar bankanna. Ef það á að steypa tugum þúsunda Íslendinga í glötun og skuldafangelsiþarft þú að taka afstöðu. Með réttlæti og sanngjörnu þjóðfélagi. Eða þjóðfélagi arðrána græðgi og spillingar. Það er engin hliðarlína hlut- og áhugaleysis til lengur.

 Þarna á staðnum var staddur maður með plagg frá Frjálsa fjárfestingabankanum. Hann hafði skuldað þeim 31.000.000.- Þeir vildu að hann kvittaði upp á að skulda þeim í dag 81.000.000.- Þar af 9.900.000.- í dráttarvexti og lögfræðikostnað!

frelsissvipt.jpg

Það er auðvelt að skera okkur niður eitt og eitt í sláturhúsum glæpafyrirtækja sem kalla sig banka en með samstöðu getum við flutt fjöll. Og verðtryggingin, forsendubrestur lána og græðgi bankanna eru ekki fjöll. Þetta eru steinar í götu okkar sem þarf að velta við. Ryðja af braut.

Í hvoru liðinu ert þú?

fangelsi.jpg


mbl.is Ætla að stöðva útburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ævar, þetta er nú meira svaka bullið, er þetta það Ísland sem við viljum byggja upp?

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 3.11.2010 kl. 00:13

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Nei Helgi það er um tvennt að ræða. Flytja héðan eða breyta þessu. Með byltingu ef það þarf.

Ævar Rafn Kjartansson, 3.11.2010 kl. 11:19

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Ævar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2010 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.