2% innistæðueigenda eiga 1530 milljarða sem þú hér með ábyrgist.

 Hvaða 2% eru þetta? Hvaða menn? Eru þetta kannski þeir sömu og ryksuguðu upp bankanna? Hafði ríkisstjórn Geirs Haarde lagalegar heimildir til að ábyrgjast innistæðurnar. Skv. þessu má ætla að ef hann hefði látið duga að ábyrgjast eftir reglum ESB værum við bæði laus við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og Icesave. Og við erum ekki að tala um 2% þjóðarinnar. Við erum að tala um 2% INNISTÆÐUEIGENDA sem Geir sagði að þeir gætu verið áhyggjulausir um milljarðana sína. Íslenska þjóðin ábyrgist það.

Það birtist ekki bofs um þetta mál á mbl.is en Eyjan og Fréttablaðið fjalla um þetta EFTIR  að Gandri vakti fyrst máls á því. Ef þetta verður ekki rannsakað frekar er ljóst að krabbamein stjórnmálanna er ólæknanlegt.

„Hefði ríkisstjórn Geirs H. Haarde miðað hámarksvernd innstæðna í bönkum og sparisjóðum við fimm milljónir króna hefði inneign 95 prósent einstaklinga og 90 prósent lögaðila verið tryggð að fullu.

Þetta hefði falið í sér 555 milljarða króna skuldbindingu. Full vernd allra innstæðna fól hins vegar í sér 2.318 milljarða króna skuldbindingu fyrir ríkið, miðað við upplýsingar sem fyrir lágu í maí 2008. Tveir þriðju hlutar af þeirri skuldbindingu fólust í því að vernda innstæður tveggja prósent einstaklinga og sjö prósent fyrirtækja sem áttu meira en 10 milljónir króna, eða samtals um 1.763 milljarða króna.
-
Samkvæmt tilskipun ESB var aðeins skylt að tryggja innstæður upp að 20.887 evrum, sem svaraði til um 1,7 milljóna króna í maí 2008. Ríkisstjórn Íslands tryggði innstæður að fullu með yfirlýsingu sem gefin var út 6. október 2008.“
Úr rannsóknarskýrslunni.

 


mbl.is Hreiðar Már handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Já, það var hægt að bjarga 1.530 milljörðum ríkustu einstaklinga og fyrirtækja landsins.  Þetta er sú fásinna sem ég hef m.a. verið að benda ítrekað á í pistlum mínum.  Bara með því að sleppa verðbótum og ávöxtun frá 1.1.2008 hefði fengist meira en nóg til að lækka öll lán heimilanna um 15% ef ekki meira.  Það hefði verið hægt að lækka skatta á landsmenn um yfir 250 milljarða í staðinn fyrir að hækka þá um 80 milljarða.  Þetta er stærstu afglöp ríkisstjórnar Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Marinó G. Njálsson, 6.5.2010 kl. 15:40

2 identicon

Vonandi verður Geir h haarde handtekin fyri að vera Vitlaus

og Davíð Oddson fyrir að vera Davíð Oddson

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 15:46

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Finnur Ingólfsson á að vera efstur á blaði í þessu en hann er fyrrum pólitíkus og veit margt um alþingismenn, eins og hverjir fengu hinar og þessar sporslur, sér fyrirgreiðslu, vaxtalaus lán fyrir vini og vandamenn, kúlulán ofl fyrir að horfa í hina áttina meðan hann rændi og ruplaði eigum almennings og er því ósnertanlegur, en ég vona að svo verði ekki.

Sævar Einarsson, 6.5.2010 kl. 16:15

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Finnur kemur örsjaldan fyrir í skýrslu nefndarinnar eins og þetta komi honum ekki við þó hann hafi verið einn aðalhugmyndafræðingurinn á bank við alla þessa einkavinavæðingu. Hann á td. heitavatnsmælinn heima hjá þér en hann keypti þá alla af vini sínum Alfreð Þorsteinssyni á umm 200 milljónir og leigir svo orkuveitunni til baka á svipaða upphæð pr. ár. Þó ég viti ekki fyrir víst hefur mér einnig verið sagt að sami Alfreð sé með einkaumboð á þeim mælum sem notaðir eru.

Ég held að það þurfi að rannsaka málin langt aftur hvort sem afbrot séu fyrnd eða ekki. Það er þá kannski hægt að svipta þessa menn lífeyri.

Marinó þessum staðreyndum verður að halda á lofti þar til það ber árangur. Ótrúlegt hvernig átti að þagga þetta niður.

Ævar Rafn Kjartansson, 6.5.2010 kl. 16:22

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Já það er óskiljanlegt, fróðleg lesning um hann hér t.d. http://tidarandinn.is/taxonomy/term/161

Sævar Einarsson, 6.5.2010 kl. 16:32

6 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Æsir, Ekki gleyma Ingibjörgu Sólrúnu !

Hún fylgir þessum tveim glæponum sem þú nefndir !

Var jú í stjórn þegar allt hrundi.

Birgir Örn Guðjónsson, 6.5.2010 kl. 20:58

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það væri nú allt í lagi að Egill Helgason eyddi svona einu Silfri í þessa umræðu.

Árni Gunnarsson, 9.5.2010 kl. 13:12

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hann hefur lagt þætti undir léttvægari mál.

Ævar Rafn Kjartansson, 9.5.2010 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband