Snærisþjófar á sauðskinnsskóm.

Ætlum við virkilega að láta sauðaþjófa nútíðarinnar samviskuhöfða okkur og sprikla með í því að bera ábyrgð á mesta glæp Íslandssögunnar. Mér virðist meginhluti landsmanna vera tilbúinn til að sætta sig við það. Kjósa ógeðisflokkana sem blekktu okkur og  fjármögnuðu sig með gríðarlegu fé frá aðiluðum sem áttu hagsmuna að gæta um að réttir flokkar væru við völd.

Lífeyrissjóðir stjórnuðum af atvinnurekendasamtökum og verkalýðsfélög með æviráðna verkalýðsforystu eru ekki að gera sig. Við erum búin að vita það lengi. En skaði þessa er núna að koma best í ljós. Verkalýðshreyfingin eða það sem þykist vera hún hefur fyrir löngu svikið almenning. Fólkið sem borgar í djúpa sjóði þessa bákns. Bákns sem eins og embættismannakerfisins snerist frá því að vera til fyrir félagsmenn yfir í að vera til fyrir sig. Brást eins og íslenska stjórnsýslan.

Það að almennir félagsmenn lífeyrissjóðs geti sett fram vantrausttillögu eins og gerðist með lífeyrissjóð Gildis en EKKI greitt atkvæði um tillöguna segir allt sem segja þarf um þetta siðspillta kerfi. Af hverju geta þeir einir sem eru sekir dæmt í eigin sök?

HVAR er verkalýðsforystan búin að halda sig frá hruni?  Hvar eru úrræðin, kröfurnar, hagsmunagæslan? Nei, verkalýðshreyfingareigendurnir og lífeyrirssóðar þeirra hafa fyrir löngu fyrirgert rétti sínum til að segjast berjast fyrir hagsmunum almennings. Til þess þarf að sjást árangur.


mbl.is Aldrei meira atvinnuleysi en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þetta eru orð í tíma töluð,og veru lega þörf ámynning,og snörp hugvekja fyrir okkur þessa þjóð sem erum steinsofandi fyrir ræningja flokkunum sem vaða uppi hvert sem litið er.Þetta var eftir öðru í sambandi við þessa fjandans Ránlífeyrissjóði!semsagt,hinn almenni maður hefur ekki athvæðisrétt í þessu ríki í ríkinu.Þetta er alveg makalaus andskoti ég get ekki annað sagt,það þarf að moka þarna út það er ekki spurning.

Þórarinn Baldursson, 5.5.2010 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband