Andra Snæ Magnason sem forsætisráðherra!

Hagfræðinga í Seðlabankann og þingmenn valdir upp úr símaskránni! Værum við verr sett? Embættiskerfið og stjórnsýslan er með krabbamein. Krabbamein sem heitir flokkshyggja. Valdsýki og firring gagnvart þörfum og hagsmunum almennings kemur í ljós í hrunadansinum sem nú er stiginn. Við búum við einræði. Jafnvel einræði manns sem er ekki einu sinni á þingi! Bláa höndin hefur gegnumsýrt þjóðfélagið með græðgisvæðingunni. Ljósmæður sem bæta á sig 2ja ára viðbótarnámi þykir sjálfsagt að séu á lægri launum en fyrir aukamenntunina. Það gæti kollsteypt þjóðfélaginu og undirstöðum þess að greiða þeim fyrir að læra meira. Á sama tíma eru laun fjármálamógúla réttlætt með ábyrgð. Sem er í dag hver?

Gjaldþrot stjórnmálaflokkanna blasir við. Þeir eru ekki til fyrir fólkið í landinu. Þeir eru til fyrir sig og flokksmeðlimi. Þetta gildir ekki um suma flokka þetta gildir um þá alla. Embættisveitingar og sporslur til kunningja sanna þetta. Ef einhver vill gagnrýna þetta get ég tekið mér tíma í að týna til tugi tilfella til að sanna mitt mál. En við erum búin að fara í gegnum það áður. Málið er það að við erum búin að þegja og láta þetta yfir okkur ganga í gegnum tíðina. En ekki lengur!

Við höfum sl. vikur orðið vitni að því að forsætisráðherra kemur fram á nokkrum fréttamannafundum og segir okkur að framundan séu skelfilegir tímar. En við komum til með að komast í gegnum þá. Síðan að ástandið sé alvarlegra en að mestu skipti að verið sé að vinna í málinu!

Hvaða skelfilegu tímar? Gerðum við eitthvað af okkur? Frömdum við einhvern glæp sem við vissum ekki um? Og svo hættir hann að halda fundi. Og við höldum áfram að vera eins og spurningarmerki í framan af því að við erum ekki alveg að skilja hvað er í gangi. Annað en það að við erum að missa atvinnuna og húsnæðið.

Auðútrásarliðið er farið erlendis í snekkjusiglingu og nennir ekki að taka þátt í bullinu hér. Það er ekkert meira á okkur að græða.

En við sitjum uppi með reikninga þeirra mistök og ósvífni. Við sitjum líka uppi með hræðileg mistök og óvarlegt gaspur ráðamanna. Og seðlabankastjóra. Ég efa að nokkur maður hafi nokkru sinni skaðað Ísland og íslenska hagsmuni eins mikið og Davíð Oddsson sl. vikur.

Það hafa sl. vikur komið fram mikið af fólki sem var ekki að skipta sér af pólitík en er orðið pólitískt. Pabbi minn sagði við mig fyrir áratugum síðan: Pólitík er mannskemmandi! Hann er trillusjómaður sem kvótakerfið lék grátt. Hann vill bara geta farið út á sjó, veitt og komið í land og landað aflanum. Ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að það sé of mikið af Þorski um borð. Ekki þurfa að eyða tímanum sínum í að fylla út alls konar skýrslur fyrir einhver möppudýr í Reykjavík. Og missa leyfi til að veiða af því að möppudýrin fengu skýrsluna korteri of seint.

Ég byrjaði að blogga út af náttúrunauðgun Landsvirkjunar. Ætlaði ekki að skipta mér af pólitík. Þannig er um marga aðra hér.  Á borgarafundi sl. laugardag var fullt af slíku fólki. Fólk sem vill bara vinna sína vinnu, borga sínar skuldir og lifa sínu lífi. En það er búið að svipta okkur þessu!

Og hverjir eru búnir að svipta okkur þessu? Við fáum engin svör! Hvorki við því né neinu öðru. Okkur er haldið í svartamyrkri þar sem engin leið er að átta sig á hvert skal halda.

Ef að það er ekki falleinkun fyrir stjórnmál dagsins í dag er ekkert það! Ísland og stjórnun þess ER GJALDÞROTA! Þjóðin er það ekki. Við eigum fullt af lausnum, kraft, þor og þrek. 

Burt með stjórnmálamenn, spillinguna möppudýrakerfið og báknið sem Sjálfstæðismenn hafa ofalið!

Síðasta silfur Egils

Bréf um krónubrask, skuldir stórfyrirtækja og sanna áfallahjálp

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Ég er það líka.

Heidi Strand, 9.11.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Góður og geðhreinsandi pistill.

Annað en má segja um bréfið sem þú vísar í Þó ég vilji ekki trúa því þá voru sögusagnir um að þetta væri nákvæmlega svona eins og þarna segir. Fjárglöggir einstaklingar töluðu líka um þessa undarlegu þróun, einkum hvernig bankarnir réttu sig alltaf af við hvert uppgjör.

Þetta verður að rannsaka! Það verður að sækja þetta lið til saka. Er ég reið? Auðvitað! Þessi glæpalýður, sem fór svona að ráði, sínu virðist eiga að komast upp með að láta afleiðingarnar af þessu glannalega fjárhættuspili bitna á mér og öðrum almenningi sem er svo saklaus að hann neitaði að trúa að svona sipspilling væri til!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:51

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hjartanlega sammála og nú þurfum við að fara að tala um kvótann og orkulindirnar sem sagt er að IMF ætli að tryggja erlendum stórfyrirtækjum.

María Kristjánsdóttir, 9.11.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Finnar seldu stóran part af Nokia á slikk í sinni kreppu. Við komum ekki til með að ráða neinu með kvótann. Hann er veðsettur allt til ófæddra þorska árið 2027. En það fer fram uppgjör. Ísland verður aldrei aftur eins spillingarrotið eins og nú. Eða allavega ekki næstu árin. Ef við komum spillingarbælinu frá.

Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 23:36

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir góðan pistil.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 05:33

6 identicon

Ég vil Andra Snæ, ásamt nokkrum öðrum.  Heiðarlega einstaklinga, sem vinna fyrir fólkið.  Flokkakerfið er algerlega ónýtt.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 09:03

7 Smámynd: Neo

Algerlega sammála, takk fyrir þennan góða pistil!

Neo, 10.11.2008 kl. 09:54

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Breiðfylkingu um heiðarlegt fólk sem væri tilbúið að taka við og byggja upp samfélag nýrra gilda.

Samfélag fólks á Íslandi en ekki Ísland sem huggulegan ránsfeng handa drullusokkum.

Árni Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband