Samfélagshrunið eftir bankahrun.

Bankahrunið og afleiðingar þess ásamt skýrslu rannsóknarnefndar hafa svipt hulunni af íslensku samfélagi og birtingarmyndin er sóðalega ljót. Hvernig getur heilt samfélag orðið svona spillt og rotið án þess að eftir sé tekið? Hvernig gátum við flotið sofandi að feigðarós? Bankarnir hefðu aldrei getað blekkt svona án meðvirkni. Meðvirkni sem fólst ma. í eftirfarandi:

1. Gegnumsýrt embættismannakerfi vina- og kunningjasamfélags flokkanna. Skipan Davíðs í seðlabankastjórastól, sonar hans illfæran í dómarastól ásamt vini og frænda í hæstarétt og briddsfélaga í ráðuneytisstól eru bara toppur á ísjaka þúsunda bittlingaráðninga í pólitískum þú klórar mér og ég þér ráðningum.

2. Fjölmiðlar. „Ábyrgðin var bankanna“ var fyrirsögn Morgunblaðsins eftir birtingu skýrslunnar.  Önnur umfjöllun blaðsins og hver er ritstjóri gefa ekki ástæðu til að halda að þar fari hlutlaus umfjöllun um bankahrunið. Eignarhald Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis.is sem fjallar aðallega um appelsínuhúð og brjóstaskorur, er ekki tilfallið til trausts. Pressan, Amx og flestir aðrir vefmiðlar að Eyjunni undanskilinni eru samofnar pólitískum skoðunum eigenda og ómarktækir. Niðurstaðan: Við fáum ekki hlutlausar fréttir eða rannsóknarblaðamennsku sem tekur á spillingunni.

 3. Ránsmenn Íslands. Þó einhver fyrirtækja hafa farið í þrot eru eignir útrásaraðalsins svo gríðarlegar að enginn Íslendingur kemst hjá því að eiga viðskipti við þá. Þannig á eða átti td. Pálmi Haraldsson Ávaxtahúsið, Banana ehf. Ferðaskrifstofu Íslands, Plúsferðir, Grænt ehf. Ágæti hf. Skeljung hf. Bensínorkuna. Securitas. Grænn markaður ehf.  Ísland Express ehf. Svo dæmi séu tekin. Hitaveitumælinn heima hjá þér á Finnur Ingólfsson. Hann keypti þá af Orkuveitunni á 200 milljónir og leigir Orkuveitunni fyrir sömu upphæð árlega. Um þetta er ekki fjallað.

4. Stjórnmálamenn. Meðan heimili landsins brunnu stunduðu stjórnmálamenn ræðukeppni og Morfísæfingar um Icesave. Mál sem tæpum tveimum árum seinna er á upphafsreit. „Vilhjálmur Árnason heimspekiprófessor og formaður siðfræðihóps rannsóknarnefndar Alþingis játar að það hafi komið sér á óvart í störfum fyrir rannsóknarnefndina í hve ríkum mæli daglegur veruleiki sé hannaður af sérhagsmunaöflum og hve lítið viðnám hafi verið gegn slíkri iðju. Hann gagnrýnir harðlega skotgrafahernað og kappræðusiði á Alþingi“. (DV.is 6.maí 2010)

Þessir sömu stjórnmálamenn beita blygðunarlaust sömu taktík gagnvart almenningi  við að réttlæta styrki og kúlulán sín og neita að viðurkenna dómgreindarbrest sinn. Er það fólk best fallið til að endurvekja traust á stjórnmálaflokkunum og Alþingi?

5. Eftirlitsstofnanir. Seðlabanki og FME. Rannsóknarnefndin gefur þeim falleinkunn. Enginn kannast við ábyrgð. Samkeppniseftirlit, samkeppnisstofnun og Neytendastofa virðast líka tannlausir kettlingar í störfum sínum. Ef rannsakað yrði á hvaða forsendum fólk hafi verið ráðið til þessarra stofnanna kæmi hvað í ljós? Sama og þegar Finnur Ingólfsson var metinn hæfastur í stöðu Seðlabankastjóra?

6. Sérfræðingarnir. Íslenskt menntakerfi hefur alið af sér ófáa sérfæðinga í hag- lög- og viðskiptafræðum. Var allt þetta fólk meðvirkt eða þorði ekki? Var Vilhjálmur Bjarnason sá eini sem hafði rétt fyrir sér eða var hinum haldið í heljargreipum óttans um stöðu- og ærusviptingu? Höfðu háskólar landsins enga skoðun á hagstjórninni og spillingunni eða hag af henni?

 7. Fjármálastofnanir.  Yfirmenn og eigendur bankanna létu starfsfólk sitt blekkja innistæðueigendur til að setja fé sitt í áhættusama sjóði sem þeir kynntu sem „nánast“ 100% trausta. Sjóði sem þeir þurrusu í eigin þágu. Að megninu til stýrir þetta sama fólk þessum stofnunum. Kaupleigusamningar fjármögnunarfyrirtækjanna halda ekki vatni við nánari skoðun skv. dómum og þau komast samt upp með að halda áfram vörslusviptingum og ósvífnum uppgjörum samninga. Tilraunir félagsmála- og viðskiptaráðherra við að koma böndum á fyrirtækin eru hliðstæð því að ausa Atlandshafið með skaftpott.

8. Við. Hvernig gátum við látið þetta gerast? Hvað gerir heila þjóð svona meðvirka og heiladauða að hún láti ræna sig og ófædda afkomendur lífi og tilveru fyrir framan sig? Var það af því að pólitísk þátttaka okkar var bara á 4 ára frest? 90% þjóðarinnar stillir á American Idol, ropar og rekur við og vonast til þess að þessir atvinnuleysingjar hætti þessu væli. Flatskjáakaupendur geti sjálfum sér um kennt!

Erum við svona heimsk? 25-36% þjóðarinnar ætlar að kjósa í næstu kosningum flokkinn sem boðaði „áfram“ ábyrga efnahagsstjórn. Álíka magn kjósenda ætla að kjósa flokk sem boðaði „Fagra Ísland“ með tilheyrandi útfærslum á umhverfismálum sem hurfu eftir kosningarnar.  Geir H. Haarde mat 90% húsnæðislánakosningaloforð Framsóknar sem ásættanlegan fórnarkostnað fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsetu þrátt fyrir gríðarlegt efnahagslegt tap fyrir þjóðina. Kárahnjúkavirkjun var annað svona dæmi. ALLT TIL AÐ SITJA AÐ VÖLDUM!

Og það er enn til fólk sem treystir stjórnmálaflokkunum? Ég er farinn að hallast á það að aðalsökudólgar hruns íslensks efnahagslífs séum VIÐ íslenskir heimskir meðaljónar! Þjóðin sæmir sér vel í Jerry Springer þætti. Þetta er mín síðasta færsla hér um sinn. Meðan þjóðin ætlar að láta leiða sig glórulaust til slátrunar vegna ólaga Íslands hefur það ekkert að segja að vera að þenja sig hér eða á Austurvelli. Við sem reynum að mótmæla erum of fá. Fjölmiðlar hundsa okkur sem og stjórnmálamenn. Þannig hefur ENGINN þeirra svarað þessu bréfi. Það er gott að loksins virðist vera eitthvað að gerast gagnvart landráðamönnunum. En það er of seint. Innviðir samfélagsins eru í rúst. Orðið traust hefur tapað merkingu í íslenskri tungu.Nauðungarsölu- og gjaldþrotahrinan framundan á eftir að kosta mörg mannslíf. Kosta hrun heilbrigðis- og félagsþjónustunnar. Kosta ríkisstjórnina völdin og hrunflokkana að kjötkötlunum.

Kannski fáum við Hannes Hólmstein sem félagsmálaráðherra. Hann getur varla gert verr en núverandi. En að öllu gamni slepptu. Það er nóg komið. Þorgerður Katrín orðaði þetta þannig að „það væru spennandi tímar framundan“. Við skulum sjá til með hversu spennandi þeir verða.

http://www.youtube.com/watch?v=3l1-QbsU5gA&feature=related


mbl.is Mun sýna fullan samstarfsvilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

mögnuð færsla

mikið skil ég þig vel

takk fyrir baráttuna þína Ævar

Birgitta Jónsdóttir, 14.5.2010 kl. 21:48

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Mátt ekki gleyma Ragnari Önundarsyni og Jóhannesi Birni á vald.org

Viggó Jörgensson, 14.5.2010 kl. 23:27

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka skelegga kveðjuræðu Ævar. Það er full þörf á mönnum eins og þér og ekki síst ef grunur minn um það sem nú muni vera í vændum rætist.

Árni Gunnarsson, 14.5.2010 kl. 23:56

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir Ævar góður pistill og ekki hætta við þörfnumst þín við megum aldrei gefast upp fyrir þeim öflum sem eru að tröllríða þjóðfélaginu, lyfi lýðræðið niður með flokksræði spillingar og einkavinavæðingar!

Sigurður Haraldsson, 15.5.2010 kl. 00:44

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sannleikurinn í hnotskurn.

Takk !

Anna Einarsdóttir, 15.5.2010 kl. 00:48

6 identicon

Heill og sæll Ævar Rafn; sem og þið önnur - hér, á síðu hans !

Um leið; og ég vil þakka þér fyrir ærlega ráðninguna, vil ég taka fram, að ég bauð spjallvinum mínum; sem og öðrum Íslendingum upp á, að setja sig í samband við mig, á síðu minni, fyrir skömmu (Gsm: 618 - 5748 / oskarhelgi1958@gmail.com), en einungis þrjú vina minna, vildu skoða, hvað ég hefði í hyggju.

Skemmst er frá að segja; að fyrir mér vakir, að koma á fót Byltingarráðum - víðs vegar um land, sem hefji TAFARLAUSA gagnsókn, gegn valdastéttinni íslenzku, og minni hana á, að við getum tekið á henni, líkt og Frakkar, í Júlí 1789, þegar þeir steyptu Versala hyskinu, af makræðis stólum sínum.

Ég er að minnsta kosti reiðubúinn; Ævar Rafn, til grimmilegra hefnda, gegn óvættunum, ágæti drengur !

Tek undir; með öðrum skrifurum, þess efnis, að þú haldir ótrauður áfram þínum snörpu skrifum.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 01:39

7 Smámynd: Elínborg

Þakka þér alveg stórgóðan pistil Ævar. Mér finnst einmitt afar sorglegt,hve fáir íslendingar virðast hugsa undir yfirborðið.Lítið um gagnrýninn huga. Gleypt við flestu umhugsunarlaust,sérstaklega orðum stjórnmálaaflanna. Mér blöskrar fáfræðin.....

Og svo annað, hver skyldi ástæðan vera fyrir allri þessarri notkun þunglyndislyfja hér??? Það skyldi þó ekki eiga einhverjar rætur í  þessu spillta umhverfi sem hér hefur þrifist svo lengi?

Ég skora á fólk að lesa vald.org og TAKA MARK  Á ÞVÍ.

Elínborg, 15.5.2010 kl. 01:40

8 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Takk fyrir Ævar. Þessi góða færsla þarf að birtast sem víðast.

Guðmundur St Ragnarsson, 15.5.2010 kl. 10:53

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Meirihluti þjóðarinnar ætlar að kóa áfram með fjórflokka alkanum og það að ég bloggi breytir engu um það. Við erum örfá sem mótmælum þó þúsundir eigi um sárt að binda. Það þarf róttækari aðgerðir til að vekja fólk upp. Ég er með ákveðnar hugmyndir um þær en ekki tímabært að segja frá allavega ekki opinberlega.

Ævar Rafn Kjartansson, 16.5.2010 kl. 11:56

10 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Góð færsla Ævar, ég dáist að þrautseigju þinni að blogga svona og blogga. Þú hefur mikið rétt fyrir þér, stór hluti þjóðarinnar ætlar sér að kjósa hrunflokkinn í aðalhlutverki aftur og aftur, hann þarf aldrei að gjalda fyrir hrapaleg mistök sín vegna þess að svo stór hluti þjóðarinnar er tilbúinn að láta heilaþvo sig án nokkurrar gagnrýni, því miður.

Það þarf eitthvað miklu miklu róttækara að gerast heldur en smá uppákomur á Austurvelli og bloggfærslur. Ættum kannski að líta til Grikklands? 

Andrea J. Ólafsdóttir, 16.5.2010 kl. 23:26

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

HVert orð satt og rétt.  Þetta er orðið óþolandi ástand.  Verðum við ekki að vona að íslendingar fari að vitkast og hætta þessu fjórflokksdekri.

Vonandi hættir þú ekki alveg.  Við þurfum á öllum svona röddum að halda í dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2010 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband