Auðvitað eigum við að slíta stjórnmálasambandi við drápsvélina.

 Það gengur ekki lengur að öflugasta drápsvél heimsins réttlæti morð á börnum vegna þess að nokkrar „eldflaugar“ heimasmíðaðar og handónýtar nái yfir landamærin. Af þúsundum flauga sem Hamas hefur skotið hafa 3 ísraelar verið drepnir. Það er 3 of mikið en það réttlætir ekkert að 500 manns séu myrtir í staðinn. Reglan virðist hjá zionistum að fyrir hvern fallinn ísraela sé í lagi að myrða 100 manns.

Hef áður skrifað um þetta hér og hér og hér eru nýjustu færslur Btsalem ísraelsku mannréttindasamtakanna um þann veruleika sem palestínumenn búa við:

 Testimony: Woman and 8 year-old girl killed in an army bombing in Gaza City, Dec. '08

 Það verður ekki fyrr en Ísrael einangrast í alþjóðasamfélaginu (með Bandaríkjunum) sem það myndast einhver spenna á þá að leysa málin milli sín og Palestínumanna. Þeir hröktu yfir 4 milljónir Palestínumanna á vergang og hafa aldrei ljáð því máls að þeir fái að koma til baka. Sýnum manndóm og slítum stjórnmálatengslum við þá. Eða má það ekki? Fær þá Geir símtal frá Hvíta húsinu?


mbl.is Ísraelskur hermaður fallinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

takk fyrir pistilinn. tek undir þetta.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.1.2009 kl. 20:14

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

tek undir með þér.

það er líka ótrúlegt að hér skuli þrífast heil sjónvarpsstöð, sem í guðs nafni, sendir út þátt þar sem maður með pottlok á höfðinu dásamar morðingjana. hann myndi eflaust sjúga hvaða skaufa sem er, svo lengi sem hann væri Ísraelskur.

Brjánn Guðjónsson, 4.1.2009 kl. 22:03

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Omega er Al Qaida kristnu öfugugganna. Ótrúleg á að horfa og að þetta skuli vera raunveruleiki þeirra.

Ævar Rafn Kjartansson, 4.1.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband