Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Eggjaþjófar teknir alvarlegar en barnaníðingar og nauðgarar.

Ég man ekki ártalið en um 1974-77 vað þýskur ferðamaður nappaður með Fálkaegg. Hann fékk þungan dóm þá. Gott ef ekki 8 ár. Það sagði mér fyrir nokkru fyrrverandi lögreglumaður frá nauðgunarmáli sem hann kom að fyrir mörgum árum. Máli þar sem hann þurfti að bjarga nauðgaranum frá skrílnum sem vildi berja hann fyrir það sem hann hafði gert. Stúlkan lenti á geðdeild og hann vissi ekkert um afdrif hennar þaðan. En nauðgarinn fékk 3ja mánaða SKILORÐSBUNDINN DÓM! Og gekk um götur bæjarins gleiður og kjaftfor með sömu kærustu upp á arminn og fyrir verknaðinn.

Núna veit ég um annað dæmi líkt þessu þar sem fórnarlambið er á geðdeild en (meintir) nauðgarar ganga lausir.  Það er eitthvað verulega mikið að svona réttarkerfi. Vissulega eru fálkar og örninn í hættu en hvers virði er mannsálin í þessu kerfi okkar?


mbl.is Grunaður eggjaþjófur á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband