Færsluflokkur: Löggæsla

Hef því miður enga trú á þessari nefnd.

Þó að í nefndinni sé hið hæfasta fólk er ég ekki alveg að kaupa að starf hennar muni skila nokkrum sköpuðum hlut öðrum en kattaþvotti á afglöpum stjórnmálamanna og skammi á fjárglæframennina. Verða stjórnmálamennirnir sem stóðu á bak við einkavæðingu bankans og aðferðir þeirra til að einkavinavæða þá rannsökuð? Verður stórfurðuleg vegferð Finns Ingólfssonar frá ráðherra til ríkidæmis rannsakað? Verða pólitískar stöðuveitingar td. í seðlabankastjóra- og hæstaréttardómsstóla rannsakaðar?

Verður svipt hulunni af fákeppnistilburðum auðmanna? Eða hvort Stím málið hafi verið lögbrot? Eða hvort Sjóvá hafi fjármagnað byggingarnar sínar í Hong Kong með iðgjöldum?

Allavega er lestur á lögunum um nefndina óttarlega bitlaus lesning. Og ef að nefndarmenn þurfa að eyða heilu dögunum í að velta fyrir sér hæfi hvers og eins í hvert sinn sem einhver ýlfrar undan gagnrýni gerist ekki mikið annað á meðan.


mbl.is Sigríður ekki vanhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eggjaþjófar teknir alvarlegar en barnaníðingar og nauðgarar.

Ég man ekki ártalið en um 1974-77 vað þýskur ferðamaður nappaður með Fálkaegg. Hann fékk þungan dóm þá. Gott ef ekki 8 ár. Það sagði mér fyrir nokkru fyrrverandi lögreglumaður frá nauðgunarmáli sem hann kom að fyrir mörgum árum. Máli þar sem hann þurfti að bjarga nauðgaranum frá skrílnum sem vildi berja hann fyrir það sem hann hafði gert. Stúlkan lenti á geðdeild og hann vissi ekkert um afdrif hennar þaðan. En nauðgarinn fékk 3ja mánaða SKILORÐSBUNDINN DÓM! Og gekk um götur bæjarins gleiður og kjaftfor með sömu kærustu upp á arminn og fyrir verknaðinn.

Núna veit ég um annað dæmi líkt þessu þar sem fórnarlambið er á geðdeild en (meintir) nauðgarar ganga lausir.  Það er eitthvað verulega mikið að svona réttarkerfi. Vissulega eru fálkar og örninn í hættu en hvers virði er mannsálin í þessu kerfi okkar?


mbl.is Grunaður eggjaþjófur á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband