Sonur minn - landsliðsmaðurinn.....

Var að koma af landsleik. Landsleik KF Nörd og sænsku nördanna. Fyrir nokkrum vikum síðan gekk sonur minn til liðs við KF Nörd og maður var á báðum áttum með hvort maður ætti að gleðjast eða leggjast í örvæntingu. Svo fannst mér þetta jafnvel vera smá svindl vegna þess að hann æfði með Val í den. En það var sem markvörður núna var hann bakvörður.

Það er skemmst frá því að segja að íslensku nirðirnir rótburstuðu þá sænsku í ekki æsispennandi heldur sprenghlægilegum leik. Tilburðinir voru þannig hjá báðum liðum að það var augljóst að einungis 2-3 í hvoru liði höfðu minnsta vit á fótbolta. Besti íslenski leikmaðurinn var verulega yfir kjörþyngd svo ekki sé komist fastar að orði. Það lágu 4 mörk hjá honum og sænski markvörðurinn sýndi í öllum tilfellum frábæra tilburði til að verja. Þessir tilburðir áttu þó mest lítið skylt við markvörslu. Bestur var hann þó í útspörkum sen voru öll eins fyndin og lítið fram á völlinn. Það var einn sænskur leikmaður sem tók öll innköst og gerði það bara vel. Íslensku innköstin hefðu í alvöruleik öll verið dæmd ólögleg.

Leikgleðin var alger, leikgetan engin og stundum fannst manni eins og maður væri að horfa á beljur sleppt úr fjósi að vori. Ef leikmaður fékk boltann og hljóp af stað gleymdist boltinn stundum eða var sparkað til andstæðinganna. Skallaeinvígi enduðu með því að enginn skallaði boltann osvfrv. 

Leikskipulagið vildi riðlast og oftast var bara kös þar sem boltinn var á vellinum. Leiktíminn var 2x30 mínútur sem er meira en vanalega (2x20mín). og svíarnir ekki alveg að ná að hanga í okkar mönnum svona lengi. Lokatölur 7-0 fyrir Íslandi.

Ég mæli með svona leikjum fyrir þá sem þurfa að hlæja sig máttlausa.

Þarf svo væntanlega ekki að taka það fram að sonurinn stóð sig frábærlega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Til hamingju! Þá veit ég hver sonur þinn er; ég horfði aðeins á þættina á sínum tíma, þó ekki jafn mikið og æskilegt hefði verið. Sem njörður er ég mjög stoltur af þessum árangri íslenska liðsins.

Þarfagreinir, 6.7.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Veit ekki með aldurinn á þér Baldur en ég til tólf ára aldurs bjó í borginni og eftir það hélt mikið til í Breiðholtinu þegar ég kom í bæinn. Það komst þrennt að allan daginn: Fótbolti þar til að maður gat ekki meira. Og getan var ekki aðalmálið! Svo var teiknað og spiluð skák. Í neðra Breiðholtinu sameinuðust allir aldurshópar í brennó, fallin spýta ogsvfrv. Efast um að krakkar kunni þessa leiki í dag. Maður komst vel af án sjónvarps og tölvu enda færri yfir kjörþyngd þá.

Annars mátti ÍBV eiga það fyrir nokkrum árum síðan að gera knattspyrnuna aftur skemmtilega.  

Ævar Rafn Kjartansson, 7.7.2007 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband