Og Landsvirkjun ætlar að skilja 4% af Þjórsá eftir í farvegi sínum!

Það eru eflaust margir sem hafa velt mikið fyrir sér út af hverju við náttúruverndarterroristarnir erum að mótmæla fleiri virkjunum í Þjórsá. Það eru jú nokkrar fyrir þar og af hverju ekki að fá það út úr ánni sem hægt er. En það mæla fjölmörg rök gegn fleiri virkjunum í Þjórsá og sum þeirra benda jafnvel til þess að þær virkjanir sem þegar hefur verið ráðist í hafi haft meiri og verri áhrif en við höfum gert okkur grein fyrir.

Þjórsá stendur fyrir 5% af laxastofni landsins. Hann er í útrýmingarhættu við þessar virkjanir og svokallaðar mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar eru bara aumt friðþægingaryfirklór.

Hvet fólk til að kynna sér þessi áformuðu virkjanamál hér:  

 Lækjarsprænan Þjórsá og vald Landsvirkjunar

Fyrir þessa grein fór ég vandlega yfir skýrslur um umhverfismat og ósamræmið milli orðalags sérfræðinga í frumskýrslum og lokaskýrslum Landsvirkjunar er eins og það sé verið að tala um sitthvora virkjunina. Orðalag Landsvirkjunar og skýringarmyndir þar sem þeir sýna tölvuteikningar með 30-40% rennslis árinnar eftir virkjun er hrein fölsun því allt niður í 4% hennar verður eftir á köflum. Þá væntanlega sem nokkrir smálækir í farveginum.

Þetta ríki í ríkinu hefur allt of lengi fengið að stjórna framtíð Íslands.

Lækurinn Þjórsá - Um kunnáttu þrastarins í japanskri Kamakazi hernaðarflugtækni

Þessi grein byggir á persónulegri upplifun mín og konunnar á sveitasælunni við bakka Þjórsár og hvaða breytingum sú sæla tekur við þessar virkjanir.

Þessi grein í MBL er bara viðvörun um á hvaða leið Landsvirkjun er með laxastofninn í Þjórsá sem er mjög sérstakur  á heimsvísu.

 

 


mbl.is Virkjanir ógna laxinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Sæl bæði tvö - góð greinin ykkar! Var í anda mætt á svæðið og velti fyrir mér hvernig hríslan mín hefði það. 

Valgerður Halldórsdóttir, 5.7.2007 kl. 23:33

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Hríslan dafnar vel og er orðin 5 metra há og engin hrísla lengur. Þegar Landsvirkjun hefur sín hryðjuverk hjá okkur verður þessi gróður allur sennilega "ásættanlegur fórnarkostnaður" en það  verður ekki fyrr en við erum búin að berjast til síðasta blóðdropa. 

Ævar Rafn Kjartansson, 5.7.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.