Samfylkingin fyrst - fólkið svo? Þrautseturassar á þingi.

Ágúst Ólafur hefur verið að mæta á borgarafundi, svara skýrt og láta í ljós skoðanir sem hafa ekki hugnast forystunni. Af sennilega þeirri ástæðu var hann á sínum tíma sniðgenginn við úthlutun ráðherraembætta þrátt fyrir að vera varaformaður flokksins. Nú eru tveir ungir og hæfir Samfylkingarmenn flúnir frá borði. Flokkseigendaklíkan rígheldur um völdin og ætlar að gera það áfram. Hvort það verði fólkinu í landinu til góða á eftir að koma í ljós. En einhvernveginn held ég að þrautseturassar gamalla áskrifenda á þingsetu hafi ekki vald á þeim sópum sem við þurfum á að halda núna. Skiptir þá engu úr hvaða flokki þeir rassar koma.

610x.jpg


mbl.is Ég er ekki að fara í fússi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég harma brotthvarf ÁÓ.  Hann er einn af fáum þingmönnum sem hafa látið hin s.k. "kvennapólitísku" mál sig varða.  Eins og heimilisofbeldi.

Ég held að þessi ungi maður hafi heil mikið fram að færa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 15:08

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Eigum við ekki að segja bara eins og Jóhanna: Hans tími mun koma.

Ævar Rafn Kjartansson, 27.1.2009 kl. 15:12

3 Smámynd: Diesel

Hann kemur aftur.

En það er eitt sem okkur ber að fagna.

Mótmælin hafa gert gagn. ótrúlegt en satt, mótmæli á Íslandi hafa skilað stórkostlegum árangri

Lýðræðið getur virkað. Ég hef aftur trú á Íslandi

Diesel, 27.1.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband