Hvað kemur kynhneigð embætti forsætisráðherra við?

Liggja einhverjar annarlegar hvatir á bak við að draga það fram í dagsljósið að Jóhanna sé samkynhneigð? Getur verið að þetta séu lævís meðöl lúsersins sem sættir sig ekki við að halda ekki lengur þjóðinni í greipum heljar? Er verið að gera lítið úr persónu hennar og hæfileikum? Nú er ég ekkert viss um að Jóhanna valdi þessu starfi þó traust sé og samkvæm sjálfri sér.  En það verður þá ekki vegna kynhneigðar hennar.
mbl.is Jóhanna vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góð spurning.

Magnús Sigurðsson, 27.1.2009 kl. 16:44

2 identicon

Heill og sæll; Ævar Rafn !

Tek undir; með þér. Þókt svo; ég sé ærið tortryggin, á þessa framvindu, verði þessi stjórn kratanna (Samfylkingarinnar), og Lenín eftirhermanna (Vinstri hreyfingarinnar - Græns framnoðs), að veruleika, að þá eru það persónulegir eiginleikar, sem hæfni og veglyndi, sem máli skipta, í fari fólks - ekki kynhneigð þess.

Fordómar ýmissa óþokka; hverjir lifað hafa, í aldanna rás, hugði ég, að baki vera, núna; eftir byrjun 21. aldarinnar. Því virðist fara; svo víðs fjarri, því miður - sjáum samt, hvað setur, með enn meiri upplýsingu, komandi tíma.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:51

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ekki hafði ég heyrt af samkynhneigð Jóhönnu en finnst það óneitanlega athyglisvert ef við fáum fyrsta samkynhneigða forsætisráðherra lands algerlega án þess að samkynhneigð hennar hafi verið atriði á neinum tímapunkti. Það fer varla að verða það allt í einu. Við höfum nú þekkt hana áratugum saman gegnum sjónvarpið. Hugsa ekki að það hafi legið neinar ananrlegar kvatir þar á bakvið og ef svo er að þá hugsa ég ekki að það muni hafa nein áhrif.

Héðinn Björnsson, 27.1.2009 kl. 17:07

4 Smámynd: Diesel

Tek undir þetta með þér. Skiptir einhverju máli í nútímasamfélagi hver kynhneigð fólks er?

Jóhanna er enginn engill í mannsmynd eins og sumir hafa líst henni, en hún má eiga það skuldlaust að hún er eini ráðherran í síðustu ríkisstjórn sem brást við kreppunni á réttan hátt.

Diesel, 27.1.2009 kl. 17:19

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sammála þér Ævar. Við getum haft margvíslegar skoðanir á Jóhönnu sem stjórnmálamanni en kynhneigð hennar kemur færni hennar á því sviði ekki á nokkurn hátt við. Ég sé heldur alls ekkert athugavert við það að Ísland veki athygli út á við fyrir það að eiga fyrsta samkynhneigða forsætisráðherrann en finnst það mekrilegt að það skuli vera gert að einhverju aðalatriði.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.1.2009 kl. 17:27

6 identicon

Skiftir ekki máli, Jóhanna er ein af þeim persónum sem ég myndi alveg kjósa (ef ég gæti kosið persónur en ekki flokka).  Það voru samt samtök samkynhneygðra sem drógu þennan punkt inn í umræðuna, ef mér skjátlast ekki, og mér finnst það óviðeigandi þó þau séu stolt af Jóhönnu.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:49

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Er þetta ekki bara flott!

Jóhanna og Hörður - samkynhneigða byltingin!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.1.2009 kl. 18:24

8 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Sjaldnast læt ég mig það nokkru varða hvað annað fólk aðhefst innan sinn svefnherbergisveggja.   Set ekki kynhneygð efst á listann ef að skilgreina á einstaklinga.

Skil þó vel að samkynhneygðir skuli vera stóltir af fólki á borð við Hörð og Jóhönnu.

"They´ve come a long way"

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 20:30

9 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ekkert frekar en útlit litarháttur eða annað það er verið að reyna að kasta rýrð á manneskjuna en hún er sterk og þolir það vel

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 27.1.2009 kl. 22:39

10 Smámynd: Róbert Björnsson

Af hverju er það óviðeigandi að benda á þessa sögulegu staðreynd?  Af hverju talar fólk sem þykist vera fordómalaust um það að þetta sé dregið fram í dagsljósið til þess að vera Jóhönnu til minnkunar???   Það skyldi þó ekki vera að grynnra sé á fordómum sumra yfirborðskenndra jafnréttissinna en ætla mætti?

Margir virðast ekki skilja að þessi tíðindi gætu vakið upp vonarglætu hjá milljónum samkynhneigðra ungmenna út um allan heim sem fram til þessa hafa aldrei gert sér vonir um að ná frama í stjórnmálum - sökum kynhneigðar sinnar.  

Reynið að hugsa út fyrir landssteinana einu sinni for crying out loud!  

Róbert Björnsson, 27.1.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.