26.1.2009 | 21:47
Við stjórnum núna - það skiptir ekki máli hvaða dúkkur eru ráðherrar.
Þetta eru nokkurn veginn skilaboðin sem IMF er að senda. Þeir ætla að heimsækja skerið um miðjan febrúar og ef við erum ekki stillt og að gera það sem þeir vilja verður ekki um frekari fjárveitingar að ræða. Þannig að það skiptir engu hvaða flokkar verða við stjórn. Ef þeir ekki beygja sig er game over hjá IMF.
En okkur venjulega fólkinu í landinu skiptir engu máli frá hvaða flokki ráðherrar landsins koma eða hvað liggur að baki stefnumörkun IMF. Okkur skiptir mestu máli hvort við verðum fær um að bjarga húsnæðinu okkar. Hvort við eigum möguleika á atvinnu í nánustu framtíð. (Þe. við sem erum orðin atvinnulaus.)
Það sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að skilja í þessu nei þú, nei þú, nei þú, við fyrrverandi samstarfsflokk er að okkur, fólkinu í landinu gæti ekki verið meira sama hver ber sökina á að ríkisstjórnarsamstarfið sé sprungið. Það skiptir okkur engu máli hvort það hafi orðið trúnaðarbrestur, hvort Samfylkingin sé einn eða þrettán flokkar, hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið tilbúinn til að gefa Samfylkingunni eftir stól dýralæknisins.
Það sem skiptir okkur máli er að halda virðingu okkar. Það fæst með því að geta brauðfætt fjölskylduna. Staðið undir skuldbindingum. Haft það á tilfinningunni að það sem maður gerði skipti máli.
Flokkar sem að svipta mann þessu hvort sem sé þeim eða þeim sem þeir leyfðu að gera það að kenna, eiga ekkert erindi í ríkisstjórn landsins.
Ég er mjög hræddur um að nú sé verið að gera heilaga Jóhönnu að einhverju sem hún ræður ekki við. Enda risavaxið verkefni framundan. En af stjórnmálamönnum á þingi treysti ég henni best varðandi hversu velmeinandi hún er. Hins vegar hef ég enga trú á að hún ráði við svona risavaxið verkefni. Til þess þarf sérfræðingastjórn okkar besta fólks.
IMF: Áætlunum sé fylgt eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það verður hreinsað út. Þjóðin er risin upp og ekki til þess eins að kjósa flokkseigendaklíkurnar aftur. Það kemur ekki til með að duga að setja ný andlit á brúður klíkanna. Ég hugsa að það taki einhver ár að þrífa en það tekst ef fólk stendur vaktina.
Ævar Rafn Kjartansson, 27.1.2009 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.