jibbíí....... eða úps?

Jæja stjórnin fallin. Hálfömurlegt að það hafi verið á þeim forsendum hver vermdi forsætisráðherrastólinn. Voru ekki önnur atriði nægilega merkileg til að fella stjórnina. Atriði eins og vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Getuleysið til að miðla upplýsingum til almennings. Sök þeirra á efnahagshruninu. Umboðsleysið eftir hrunið.

 Svo er bara að sjá hvað flokkseigendafélögin ná að sjóða sama. Þjóðstjórn er nýtt nafn á sama graut í sömu skál. Vinstri grænir eru að vísu titrandi af spenningi yfir ráðherrastólum þannig að þeir fást á brunaútsölu í boði Framsóknar. Væri ekki best að auglýsa eftir hæfu fólki í atvinnuauglýsingum? 


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

En þetta er samt stórsigur... það er ekkert sem gleður mig meira en að Sjálfstæðisflokkurinn sé farin frá völdum og að þetta hafi verið ágreiningur um valdastól segir bara það sem segja þarf um Sjálfstæðisflokkinn. Hann er valdaflokkur sem gerir allt til að drottna.

Brynjar Jóhannsson, 26.1.2009 kl. 13:38

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Rétt en svo er bara að sjá hvað tekur við.

Ævar Rafn Kjartansson, 26.1.2009 kl. 14:01

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi sama og Brynjar, ég er mikið ánægð með að Sjallar hafa misst völdin.  En svo er spurning um hvað tekur við.  Við skulum allavega fylgjast með hvað gerist á næstu dögum og vikum.  Við höfum nefnilega ekki mikið meiri tíma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband