Klærnar sýndar...

Það er engin launung að Þóra Kristín var vöruð við því fyrir nokkrum mánuðum síðan að berjast gegn virkjunum í neðri-Þjórsá. Hún sagði sig frá allri umfjöllun um þau mál en það hefur ekki dugað fyrir Landsvirkjunarríkið í ríkinu. Á fundi í Þingborg 29. apríl sl. tók hún viðtöl við heimamenn. Það að gagnrýna svo pólitíska ráðningu frekar en vera stillt stelpa hefur farið öfugt ofan í lénsherrana. Lénsherra sem ráða því hvaða fréttir berast á borð landsmanna. Enda er fréttamennska stöðvar 2 orðin meira útlit en innihald. Því miður.

Raunar hafa bændur í Gnúpverjahrepp sem berjast gegn þessum yfirgangi Landsvirkjunar sagt mér sögur af verri fyrirgreiðslu í bönkum, aðdróttunum frá embættismönnum og fleira í stílnum: Haltu kjafti og hlýddu eða þú hefur verra af! Það hefur aldrei verið skýrara frá danskri einokun að hér séu tvær þjóðir. Sú kúgaða með seðilgjöldin og sú kúgandi með fjármagnstekjurnar og ráðuneytin í rassvasanum.


mbl.is Þóru Kristínu sagt upp á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gallinn við þessa Þjórsárbændur er að þeir hafa misskilið Frelsi Einstaklingsins.

Árni Gunnarsson, 31.8.2007 kl. 23:57

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er ekki bjartsýnn á þetta með ljósið.

Álver eða dauði!

Álver eða fjallagrös!

Þetta íslenska vatn sem rennur eilíflega til sjávar "og engum til gagns!"

Árni Gunnarsson, 1.9.2007 kl. 10:30

3 identicon

Mér er nú ekki sama hvernig þú gagnrýnir Landsvirkjun.. frekar öfgafullt.. þarna er bara venjulegt fólk að vinna eins og þú og ég.. annað mál með að konunni skuli vera sagt upp.. það segir bara meira um hvernig stöð 2 er að breytast.. og því miður ekki til hins betra.. það sama má segja um Fréttablaðið..

Björg F (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 20:40

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Já Björg það virkar öfgafullt hvernig ég gagnrýni Landsvirkjun enda hefur fyrirtækið gert margt gott sem þeim hefur ekki borið skylda til. En gagnrýni mín á LV er meðal annars vegna þess að þeir komast í gegnum umhverfismat með mjög vafasamar skýrslur sem segja sjálfar í grunninn að séu ekki fullnægjandi. Það er sök stjórnvalda að LV fái að komast upp með svona vinnubrögð.

Af því að þú ert búin að vera dugleg í Rafting vil ég td. benda þér á það að í skýrslum LV um virkjanir í neðri-Þjórsá sáu þeir enga ástæðu til að taka fram starfssemi Artic-rafting í ánni. Þeir kipptu löppunum undan þessari starfssemi þar og strákarnir flúðu annað. Það var ekki stafur um þessa starfssemi eða afleiðingar af virkjununum í lokaskýrslum LV sem voru notaðar til að samþykkja virkjanirnar. Svona starfar þetta fyrirtæki en ég er alls ekki að segja að starfsfólk þess sé vont eða illa þenkjandi. Og til að koma betur að þessu með LV og völdin............ hver er stjórnarformaður og hver forstjóri þessa fyrirtækis? Jú helmingaskiptareglan milli framsóknar og sjálfstæðismanna með útbrunna pólitíkusa í embættum. Og eru einhverjar líkur á að flokksfélagar þeirra í ráðuneytunum setji sig á móti vilja þessara manna?

Lækjarsprænan Þjórsá og vald Landsvirkjunar

Í þessarri grein fór ég yfir skýrslur sérfræðinga og bar þær saman við lokaskýrslur LV. Fölsunin, blekkingarnar og hagræðingar þær sem þeir gera í þessum skýrslum hafa komið mörgum sinnum fram. Samt komast þeir upp með þessi vinnubrögð. Kannski hefur það skapað öfgana hjá mér. Mér er ekki sama um það að vinnudofnir Íslendingar eigi eftir að vakna upp einn góðan veðurdag og segja ÚPS yfir því að hafa ekki veitt þessu óféti aðhald. Hefur þú td. kynnt þér hversu mörgum ám þeir hafi eytt veiði í? 

Ævar Rafn Kjartansson, 3.9.2007 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband