Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.1.2009 | 19:12
20,4 milljónir fyrir að standa sig ekki í starfi.
![]() |
Vill nýja bankastjórn í Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2009 | 18:12
Iceland's business and political community bear an important part of the responsibility, even as they now play the victim.
Þessi setning er úr umfjöllun CNN um hrun bankakerfisins og íslensks efnahagslífs. Hér er öll greinin. Hvet alla til að taka sér 10 mínútur í að horfa á Njörð P. Njarðvík í Silfri Egils. Njörður segir hér á mannamáli hverju við stöndum frammi fyrir.
Kíktu svo á þetta: Nýtt lýðveldi.
Björn Bjarnason má eiga eitt. Eða jafnvel tvennt. Hann er trúr sinni sannfæringu. Hann er vinnusamur. En hann má líka eiga það að vera nátttröll. Risaeðla í postulínsbúð. Steingervingur í íslenskum stjórnmálum. Eins og svo margir aðrir sjálfstæðismenn. Ég er ósammála Birni í flestu ef ekki öllu en ég kem ekki nokkurn tímann með að ásaka hann um að vera tvöfaldur. Frekar en yfir frjálshyggjupostulann á þingi. Pétur Blöndal. Veruleikastafyrrtasta mann landsins á eftir stuttbuxnagjammandanum Hannesi Hólmstein sem fékk starf hjá hinu opinbera þrátt fyrir að vera ekki talinn hæfastur. En í réttum flokki.
Guðlaugur Þór, Sigurður Kári, Hanna Birna, Gísli Marteinn. Færibandaframleidd jágjammandi möppudýr boðin fram sem VALKOSTIR! Við vitum að úr öllum pípum þessa fólks rennur ekkert annað en það sem FLOKKURINN vill. Við vitum að þau eru búin að sækja námskeið í framkomu, talanda og klæðaburði til að FALLA FÓLKI VEL Í GEÐ. Við vitum líka að þeirra pólitíski metnaður liggur í því AÐ FÁ VÖLD. Völd fyrir sig og sína. Sjálfsagt hugsa sumir en já hvað með hina flokkana? Það gildir það sama um þá.
En við venjulegir Íslendingar höfum sýnt það sl. vikur að þið eruð hætt að blekkja okkur. Framsókn tókst kosningar eftir kosningar að halda velli með hundruðum milljóna í PR og auglýsingar. Rétta fatnaðinn og framkomuna. Sem breyttist svo í embættisveitingar til rétta fólksins. Dýralækninum í fjármálaráðuneytinu verður ekki stætt á að ráða fleiri vini og ættingja Seðlabankastjóra.
Þorgerður Katrín, ef hún heldur áfram andófi sínu gagnvart flokksklíkunni á möguleika á því að endurreisa Sjálfstæðisflokkinn. Andófi sem hrakti Þorstein Pálsson úr embætti formanns. En ég held að fyrr frjósi í helvíti.
Skráning hafin í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins
![]() |
Björn: Mikilvægt að búið sé að velja landsfundarfulltrúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.1.2009 | 21:28
Flottur gjörningur....
Nemendur í Listaháskóla Íslands hvetja mótmælendur á morgun til að stilla vekjarann á símanum sínum á 14.50 á morgun og vekja þjóðina og stjórnvöld. Þetta finnst mér töff pæling og tek þátt. Hitt er svo annað mál að ég vil að Hörður Torfason biðjist afsökunar á ósmekklegum ummælum um hvernig Geir og í hvaða samhengi tilkynnti veikindi sín. Mótmælendur hafa sýnt það með samstöðunni við jarðaförina, skjaldborg um lögregluna og það að yfirgefa Valhöll í ljósi veikinda Geirs að við erum ekki skríll eins og sumir vilja stimpla okkur heldur venjulegt fólk sem þráir stjórnmálamenn sem eru að vinna fyrir okkur en ekki flokkinn sinn og góðvini. Hörður er búinn að standa sig eins og hetja en hann hefur líka gert mistök. Og það er allt í lagi að viðurkenna mistök. Er meira að segja ekki bara bundið við stjórnmálamenn. En þrátt fyrir dagssetningu á kosningum er ríkisstjórnin enn með yfirklór. Stjórn Seðlabankans og fjármálaeftirlitsins enn að störfum og hlegið að okkur erlendis. Þetta er ekki búið fyrr en við erum búin að koma þeim frá.
![]() |
Sextándi mótmælafundurinn á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.1.2009 | 12:59
Er mótmælunum sjálfhætt?
Auðvitað óska allir landsmenn Geir góðs bata og góðs gengis í veikindum sínum. Það má eiginlega segja að hann sé að stíga til hliðar á sínum forsendum en ekki mótmælenda. En þetta er einkennileg staða að forystumenn beggja stjórnarflokkanna skuli eiga við alvarleg veikindi að stríða á þessum erfiðu tímum. Miðað við að Ingibjörg Sólrún hafi ekki fulla starfskrafta væri einnig eðlilegt að hún víkji þó ekki væri nema tímabundið. En ég er kátur með kosningardagsetninguna. Gefur nýjum öflum tækifæri til að skipuleggja sig og bjóða fram. En svo er spurningin hvort mótmælunum sé lokið?
![]() |
Geir: Kosið í maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2009 | 12:38
Ég hef ekkert að segja, ég er ekki þjóðin!
Ég er reiður og ég er búinn að vera það lengi. Nánar tiltekið í 100 daga. Reiði er ömurleg tilfinning og þess ömurlegri ef þú færð ekki útrás fyrir hana. Ég hef bloggað hér og mætt á mótmælafundi. Reiðin hefur ekkert minnkað við það. Satt best að segja magnast hún með hverri fréttinni þar sem ég les um hugsanlega lögleg en siðlaus viðskipti og snúninga útrásarfrjálshyggjumannanna sem ég má ekki kalla glæpamenn þrátt fyrir að mér sé sagt að ég og hinir Íslendingarnir sem tókum ekki þátt í neinu góðæri skuldum 2.000.000.000.000.- krónur! Já ég er reiður og ég skil fólk sem vill grýta Alþingishúsið. Ég skil það miklu betur en geðluðruna sem gegnir embætti forsætisráðherra þegar hann segir að við skulum ekki persónugera vandan! Ég get alveg viðurkennt það að ég er til í að persónugera hann og berja þessa glæpamenn. En ég veit að ég verð ekkert bættari með því. Og þó. Kannski fengi ég útrás fyrir reiðina. Ég fæ hana ekki með því að blogga. Eða mæta á mótmælafund.
Orðspor okkar erlendis er svo skaddað að borið er saman við Simbabve og Albaníu. Nú þegar eru hátt í 12 þúsund manns atvinnulausir. Ég er einn þeirra. Þessar tölur eru fyrir utan þúsundir erlends vinnuafls sem fór vegna atvinnuleysis og gengis krónunnar. Það eru okurvextir á lánum og óðaverðbólga. Ég ásamt sennilega hundruðum eða þúsundum komum til með að missa eignir okkar á uppboði. Þar sem þeir sem komu landinu í þessa aðstöðu hafa tækifæri í skjóli auðs síns til að fjárfesta í eymd okkar hinna
Sjálfstæðisflokkurinn biðlaði til kjósenda í síðustu kosningum undir slagorðinu: Þegar öllu er á botninn hvolft er traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið! Ég get alveg verið sammála þessu. En hefur efnahagsstjórnin verið traust? Nei við getum öll verið sammála um það núna.
Við erum að upplifa það að hafa verið svikin af öllum sem áttu að standa vörð um hagsmuni heimilanna, fyritækjanna og einstaklinganna. Stjórnmálaflokkarnir eru ALLIR sekir. Líka stjórnarandstaðan sem spriklaði og spriklar andvana án lausna. Fjármálaeftirlitið er sekt um vanhæfni samhliða Seðlabanka og samkeppniseftirliti. Forsetinn er sekur vegna þess að hann notaði embættið til að mæra fjárglæframenn. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra sem forstöðumaður síns flokks, viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra eru sek um embættisglöp. Ég sjálfur hef mikið álit á viðskiptaráðherra en það kemur málinu ekkert við. ( 14. grein Stjórnarskrá: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál).
Icesave málið er annað sýnishorn af því að ráðherrar okkar eru vanhæfir. Þeir hafa samþykkt byrðar á almenning sem jafnast á við þrældóm. Jafnvel tugi milljóna á hvert mannsbarn sem ekki flýr land: (40. grein Stjórnarskrár: Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skulbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild). Skv. þessu hafa yfirvöld ekki rétt til að semja um Icesave deiluna eins og þeir gerðu né til að gera það sem þeir eru að velta fyrir sér eins og að selja auðlindir landsins).
Hér byrjaði ég að blogga vegna náttúruverndar. Núna þegar reiðin er orðin allsráðandi er kominn tími á hlé. En það hlé tek ég þegar ríkisstjórnin er fallin. Ég byrja svo aftur þegar ég verð orðin brosmildari.
Þangað til: Helvítis fokking fokk!
![]() |
Ekki hjá því komist að kjósa á þessu ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 23:37
Skríll sýnir virðingu.
![]() |
Samþykktu ályktun um stjórnarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.1.2009 | 22:12
Ólögmæt mótmæli?
Í gær þegar lögreglan úðaði piparúða, fyrst yfir ljósmyndara og svo hvern þann sem þeim fannst ekki nógu fallegur hömruðu þeir á því að þetta væru ólögmæt mótmæli. Ástæðan er sennilega sú að enginn fyllti út til þess gert eyðublað í 3riti og sótti um leyfi til að vera reiður og láta það í ljós. Það var semsagt enginn meðal mótmælenda með stimpil frá Lögreglunni um að hann mætti vera reiður og garga sig hásann. Á sama hátt er Geir H. Haarde hneykslaður á vinstri grænum þingmanni fyrir að garga á Alþingi eins og mótmælandi á útifundi. Eins og skríllinn. Að sjá þennan mann núna í Kastljósi og Íslandi í dag halda uppi vörnum varð nánast til þess að maður fyndi til með honum. Sá málstaður sem hann er að verja er svo aumur að margendurteknu frasarnir virka eins og afneitun strútsins.
Það sem stjórnvöld og lögreglan átta sig ekki á að það eru engin skipulögð mótmæli í gangi. Það er enginn stjórnandi. Það er ekkert afl á bak við þessa reiði annað en einstaklingar. Það fékk enginn mig til að koma en það fékk mig eitthvað til að koma. Og það er það að umboð núverandi ríkisstjórnar hefur í mínum huga verið afturkallað.
Þið sváfuð á verðinum. Mín krafa er, og ég tala ekki fyrir hönd neins annars: Seðlabankastjórn burt, stjórn Fjármálaeftirlits burt. Forsetinn segi af sér. Ríkisstjórnina burt. Forstjóra samkeppniseftirlitsins burt eða efld völd hans - ekki veit ég hvers vegna þetta sé tannlaus kettlingur. Og umfram allt að glæpamennirnir sem komu okkur í þessa stöðu verði HNEPPTIR Í GÆSLUVARÐHALD meðan málin eru rannsökuð. Ég tel nefnilega að það sé mikilvægara en að handtaka 350 manns á Suðurlandi EINU vegna mismerkilegra skulda þeirra einstaklinga.
Myndir og greinar annarra frá mótmælunum: http://pallih.tumblr.com/
Enn læti í bænum - myndir og myndband
Myndir frá mótmælunum í dag.
![]() |
Stjórnarslit fyrir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 21:12
76 ára gamall fyrrverandi lögregluþjónn barinn af fyrrum félögum.
Í mótmælunum í dag hitti ég fyrir hressan kall. Fyrrverandi sjómann, skipstjóra og lögreglumann. Hann sagði mér að þessi ár sem hann hefði verið lögga hefði hann aldrei þurft að beita ofbeldi. Alltaf geta talað fólk niður. Ég fékk líka að vita ýmislegt um dragnótaveiðar, fiskveiðiskóla í Kóreu, vísu um kvótakerfið og hvað ber að varast eftir hnjáliðaskipti sem eru mikilvægar upplýsingar fyrir föður minn. Raunar ýmislegt fleira sem okkur fór á milli. Ég hitti hann aftur eftir mótmælin við stjórnarráðið. Hér er mynd af hvernig önnur hendi hans leit út eftir lögregluna. Ég á voðalega bágt með að trúa að 76 ára gamall öryrki sé svo mikil ógn við Geir H. Haarde og lögregluna að þetta hafi verið nauðsynlegt. Eða hvað finnst þér? Í ofanálag sagði hann að lögreglumaðurinn hefði reynt að sparka í punginn á sér sem sé þekkt lögreglubragð. Og þetta varekki sá eini sem varð fyrir kylfum lögreglunnar þarna.
![]() |
Mótmælendur umkringdu Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2009 | 21:48
Svaf hann hjá konu löggunnar?
Samkvæmt upplýsingum mun Geir H. Haarde ekki tjá sig um mótmælin við fjölmiðla frekar en annað. En getur þessi sami umboðslausi forsætisráðherra sagt mér hvers vegna lögreglan fer svona með þennan mann? Hættulegur hryðjuverkamaður? Líklegur ráðherra? Laumukommi? Með kaupréttarsamninga í Landsbankanum? Fimleikastjarna? Svaf hjá eiginkonu löggunar? Eða jafnvel einhver sem mótmælir með hnakkanum. Hnakki?
![]() |
Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |