20,4 milljónir fyrir að standa sig ekki í starfi.

Fréttir af því að Jónas Fr. fái 20,4 milljónir í laun á uppsagnarfresti sínum svíða. Sérstaklega í ljósi þess að hann bar ábyrgð á því að bankarnir og glæpamennirnir sem stjórnuðu þeim komust upp með að gera heila þjóð nánast gjaldþrota. Það var hans hlutverk og hans stofnunar að hafa eftirlit með og sjá til þess að þetta gerðist ekki. Og Fjármálaeftirlitið brást. Eins og Seðlabankinn. Eins og stjórnvöld. Eins og laga og reglugerðarverkið sem þingmenn okkar samþykktu. Það svíður þó meira að aumkunnarvert eftirlaunayfirklórið hefur ekki nema lítil áhrif á eftirlaun Seðlabankastjórans sem situr sem fastast. Höfundar hrunsins. Það er ömurlegt að það kosti þjóðina þúsundir milljarða að Alþingi hafi skapað grundvöll fyrir fjárglæframenn til að stela peningunum okkar. Það er ekki síður ömurlegt að það kosti þjóðina jafnvel hundruðir milljóna að losna við vanhæfa embættis- og stjórnmálamenn. Hvers eigum við eiginlega að gjalda?
mbl.is Vill nýja bankastjórn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi mannfýla og allir hinir sem sitja sem fastast í seðlabankanum eru siðblindir drullusokkar sem ekki hafa vott af almennu siðferði eða skömm í sínum beinum.PAKK!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er farinn að íhuga mjög alvarlega að fara fram á einhverja aura frá þjóðinni fyrir að hafa ekki starfað í Fjármálaeftirlitinu. Ég mun vísa til starfsloka Jónasar og þeirrar þóknunar sem þjóðin verður að reiða fram til hans fyrir að hætta þeirri iðju að skýla auðjöfrunum fyrir ábyrgð á þjóðargjaldþrotinu. Ég hef ekki valdið þjóðinni neinu fjárhagstjóni-að ráði.

Árni Gunnarsson, 25.1.2009 kl. 19:55

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mútur fyrir að þegja???

Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2009 kl. 20:07

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Viljum við ekki öll halda kjarasamninga og ráðningasamninga ég vil það hann braut ekki afsér þannig að rétt sé að hýrudraga hann, það er ríkistjórnin sem ber ábirgð á því að eftirlitið var fjárvana og gat þar afleiðandi ekki fylgst með eins og skildi, eftirlitið verður að halda sér innan fjárlaga annars eru forstöðumenn áminntir.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 25.1.2009 kl. 21:43

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Árni, það er spurning hvort þarna liggi ekki smá tekjuauki. Kæra fyrir að hafa ekki verið fyrir útrásaraumingjunum? Svona eins og Bjarni Ármanns fékk  milljónasamning fyrir að vera ekki með leiðindi við að Jón Ásgeir vildi hann burt. Sem samdi umboðslaus við hann um verðmæti hlutabréfa. Við hljótum að geta grætt á þessu! Legg til að við kaupum stjórnmálaflokk fyrir gróðann. Einhvern sem hefur reynslu af því að vera auðmannasleykja. Koma þar 2-3 flokkar til greina.

Ævar Rafn Kjartansson, 25.1.2009 kl. 21:46

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Bofs, Geir þorir ekki að víkja Seðlabankastjóra og það er vegna einhvers sem ekkert okkar veit. Davíð hefur heljarkrumlu um máttarstólpa lýðveldisins og sú sem hefur hæst meðal Sjálfstæðismanna um afsögn hans er Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Hún lauk sínum pólitíska ferli með því.

Ævar Rafn Kjartansson, 25.1.2009 kl. 21:55

7 Smámynd: Halla Rut

Hver gerði þennan samning við manninn vil ég fá að vita?

Þetta er með ólíkindum. 

Halla Rut , 25.1.2009 kl. 22:43

8 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Ég hef verið á þeirri skoðun að þeir ættu að víkja en það eru eðlileg mennréttindi að fá borgaðan uppsagnafrestinn, en hitt er svo annað mál að enginn venjulegur launamaður hefur tólf mánaða uppsagnafrest.

Jóhann Hallgrímsson, 26.1.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.