Skríll sýnir virðingu.

Við mótmælin í dag þegar þau snerust aftur að Alþingishúsinu gerðist það að í Dómkirkjunni var jarðaför í gangi. Með einni setningu frá einum mótmælanda þagnaði fólk. Og þagði og vottaði syrgjendum samúð sína. Hélt þögn meðan athöfnin stóð yfir og meðan syrgjendur yfirgáfu svæðið. Ekki ein manneskja var með háreysti á meðan. Enginn hundraða eða þúsunda reyndi að vekja athygli á því hversu ömurlega ríkisstjórnin hefur staðið sig. Það var ekki fyrr en að síðustu syrgjendur voru á bak og burt sem háreystin hófust aftur. Þetta fólk kallar forsætisráðherra okkar og næstráðandi skríl. Ef að raunveruleikaskyn hans og samráðherra væri eitthvað myndi akkúrat þessi atburður segja honum hvað við skríllinn erum. Við erum reitt fólk. Fólk sem treystum honum og samráðherrum ekki til að takast á við vandan. Fólk sem viljum ekki slást við lögregluna enda eigum við ekkert sökótt við hana. En þeir fá ekki að starfa áfram í skjóli kylfna og piparúða lögreglunnar. Og það breytir engu þó hernaðarmálaráðherra Íslands auki við þann liðstyrk sinn. Þið verðið brotin á bak aftur. Ekki með liðsmun heldur siðferðismun.
mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svona fallegt móment sem maður heldur að sé bara í kvikmyndum en þetta móment segir allt sem segja þarf um nærgætni, kurteisi og hófsemi þessa frábæra fólks sem stendur vaktina á Austurvelli og víðar.

Það eru vonbrigði að lesa hjá moggabloggurum hvað það eru margir með illvíg harðlífi af setu í sófanum fyrir framan sjónvarpið sem röfla um óslóarjólatré og ofbeldi. Mér hefur ekki tekist að sjá neitt ofbeldi þessa tvo daga þarna niðurfrá nema í þeim tilvikum að löggan þarf að fá útrás og sýna fólki að þeir geti verið harðir (þeir eru náttúrulega allri mjúkir að innan)

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Nákvæmlega.

Ævar Rafn Kjartansson, 22.1.2009 kl. 00:20

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sýnir svo ekki verði um villst að þetta er ekki skrýll þótt hann beri litla virðingu fyrir stjórnvöldum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.1.2009 kl. 00:21

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Svona gerir "skríll" ekki, heldur einmitt siðmenntað og gott fólk, sem er líka í fullum rétti að mótmæla skelfilegum stuldi á lífskjörum.

Það er sorglegt að sjá hatursskrifin í garð mótmælenda sem eru farin að tröllríða bloggheimum sl. sólarhringa.

Ljót element eru farin að skjóta upp hausunum.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 05:17

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Já,  það vakti athygli að skríllinn var mennskur.

Þetta er allt á réttri leið. Uppgjöfin ríkisstjórnarinnar er byrjuð, það er bara frágangur eftir og svo hefst erfiðið fyrir alvöru og það er endurreisnin.

Haukur Nikulásson, 22.1.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband