Ég hef ekkert að segja, ég er ekki þjóðin!

Ég er reiður og ég er búinn að vera það lengi. Nánar tiltekið í 100 daga. Reiði er ömurleg tilfinning og þess ömurlegri ef þú færð ekki útrás fyrir hana. Ég hef bloggað hér og mætt á mótmælafundi. Reiðin hefur ekkert minnkað við það. Satt best að segja magnast hún með hverri fréttinni þar sem ég les um hugsanlega lögleg en siðlaus viðskipti og snúninga útrásarfrjálshyggjumannanna  sem ég má ekki kalla glæpamenn þrátt fyrir að mér sé sagt að ég og hinir Íslendingarnir sem tókum ekki þátt í neinu góðæri skuldum 2.000.000.000.000.- krónur! Já ég er reiður og ég skil fólk sem vill grýta Alþingishúsið. Ég skil það miklu betur en geðluðruna sem gegnir embætti forsætisráðherra þegar hann segir að „við skulum ekki persónugera vandan!“ Ég get alveg viðurkennt það að ég er til í að persónugera hann og berja þessa glæpamenn. En ég veit að ég verð ekkert bættari með því.  Og þó. Kannski fengi ég útrás fyrir reiðina. Ég fæ hana ekki með því að blogga. Eða mæta á mótmælafund.

vardhundar2.jpg

Orðspor okkar erlendis er svo skaddað að borið er saman við Simbabve og Albaníu. Nú þegar eru hátt í 12 þúsund manns atvinnulausir. Ég er einn þeirra. Þessar tölur eru fyrir utan þúsundir erlends vinnuafls sem fór vegna atvinnuleysis og gengis krónunnar. Það eru okurvextir á lánum og óðaverðbólga. Ég ásamt sennilega hundruðum eða þúsundum komum til með að missa eignir okkar á uppboði. Þar sem þeir sem komu landinu í þessa aðstöðu hafa tækifæri í skjóli auðs síns til að fjárfesta í eymd okkar hinna

Sjálfstæðisflokkurinn biðlaði til kjósenda í síðustu kosningum undir slagorðinu: „Þegar öllu er á botninn hvolft er traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið!“ Ég get alveg verið sammála þessu. En hefur efnahagsstjórnin verið traust? Nei við getum öll verið sammála um það núna.

svin3.jpg

Við erum að upplifa það að hafa verið svikin af öllum sem áttu að standa vörð um hagsmuni heimilanna, fyritækjanna og einstaklinganna. Stjórnmálaflokkarnir eru ALLIR sekir. Líka stjórnarandstaðan sem spriklaði og spriklar andvana  án lausna. Fjármálaeftirlitið er sekt um vanhæfni samhliða Seðlabanka og samkeppniseftirliti. Forsetinn er sekur vegna þess að hann notaði embættið til að mæra fjárglæframenn. Forsætisráðherra, utanríkisráðherra sem forstöðumaður síns flokks, viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra eru sek um embættisglöp. Ég sjálfur hef mikið álit á viðskiptaráðherra en það kemur málinu ekkert við. ( 14. grein Stjórnarskrá: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál).

svin.jpg

Icesave málið er annað sýnishorn af því að ráðherrar okkar eru vanhæfir. Þeir hafa samþykkt byrðar á almenning sem jafnast á við þrældóm. Jafnvel tugi milljóna á hvert mannsbarn sem ekki flýr land: (40. grein Stjórnarskrár: Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skulbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild). Skv. þessu hafa yfirvöld ekki rétt til að semja um Icesave deiluna eins og þeir gerðu né til að gera það sem þeir eru að velta fyrir sér eins og að selja auðlindir landsins).

Hér byrjaði ég að blogga vegna náttúruverndar. Núna þegar reiðin  er orðin allsráðandi er kominn tími á hlé. En það hlé tek ég þegar ríkisstjórnin er fallin. Ég byrja svo aftur þegar ég verð orðin brosmildari.

Þangað til: Helvítis fokking fokk!


mbl.is Ekki hjá því komist að kjósa á þessu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Svavarsdóttir

Jebb helvítis fokking fokk

Anna Svavarsdóttir, 22.1.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.