16.3.2010 | 11:37
Aukning sjálfsvíga og örvæntingar.
Fyrir nokkrum vikum síðan var mér sagt að minnst 26 manns hefðu tekið eigið líf frá áramótum í kjölfar atvinnumissis, uppboða og gjaldþrota. Ég hef enga leið til að sannreyna þessa frásögn enda er þessu haldið frá fólki eins og öðru sem ekki hentar elítunni.
Samt má ætla að fullur þungi áhrifa hrunsins eigi enn eftir að koma fram með enn ömurlegri afleiðingum. Nýjasta útspil félagsmálaráðherralufsunnar er snuð ætlað til vinsældaaukningar og athyglisvert að það komi ekki fram fyrr en eftir að lánasamningar fjármögnunarfyrirtækjanna reyndust ekki standast lög.
Sennilega boðar hann bætta réttarstöðu skuldara húsnæðis eftir að mannréttindadómstóllinn dæmir meðferð bankanna á skuldurum ólöglegar.
Hvet alla til að lesa þessa grein: Bónusar til bankamanna árið 2013??
og skrá sig hér. Þingmenn samþykkið lyklafrumvarpið!
Hrina uppboða á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2010 | 16:45
Þingmenn samþykki lyklafrumvarpið!
Leiðir ríkisstjórnarinnar til að reisa við bankana eru jafn ógeðfelldar og leiðir kaþólsku kirkjunnar vegna skaðabóta fyrir kynferðisglæpi presta gagnvart safnaðarmeðlimum. Kaþólska kirkjan efnir til samskota meðal safnaðarmeðlima. Ríkisstjórnir gefur bönkunum skotleyfi á almenning.
Engu skal eyrt og þeir bankamenn sem standa sig best við að blóðmjólka þjóðina fá feita bónusa þegar sláturtíð lýkur.
Hækkaðar álögur á vín, tóbak og bensín skila engu í ríkiskassann en hækka lánasöfn bankanna og skuldir almennings. Þetta vissu menn fyrir þannig að spurningin er: Var þetta gert til að gera bankanna að fýsilegri eign fyrir erlendu vogunarsjóðina og bankanna sem eiga kröfur á þá?
Lilja Mósesdóttir ásamt fleirum lagði fram frumvarp sem myndi laga samningsstöðu fólks gagnvart lánastofnunum til jafns við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Þetta frumvarp snýst aðallega um það að ekki sé hægt að taka meira en upphaflegt veð sem greiðslu skuldar hvort sem er bíll eða fasteign.
Leikreglur bankanna eru núna þannig að ef þú skuldar 30 milljónir í húsi sem í dag seldist á 20 milljónir bjóða þeir þér 110% leiðina sem er í raun 150-175% leið eða nauðungarsölu. Sem færi þannig fram að bankinn byði 5 milljónir í eignina. Þú skuldaðir áfram bankanum 25 milljónir og bankinn ætti 30 milljón króna eign einnig. Á pappírunum.
Endurreistu bankarnir mótmæla þessu frumvarpi Lilju harðlega og segja það geta haft alvarleg áhrif á eignasafn bankanna. Eru þeir með þessu að segja að eignasafnið byggist á því að viðhalda blóðsogi á þjóðinni til síðasta dropa?
Seðlabankinn sem fær nú ekki háa einkunn hér hefur þetta um málið að segja: Það kann að vera réttmætt að setja lög með það að markmiði að takmarka hversu langt lánastofnanir geta gengið í því efni að ganga að ævitekjum skuldara sem þeir hafa lánað óvarlega til. Seðlabankinn telur hins vegar að fyrirliggjandi frumvarp geti haft umtalsverð skaðleg efnahagsleg áhrif og feli því ekki í sér heppilega lausn á ofangreindu vandamáli.
Ég skora á alla sem þetta lesa að skrá sig hér í stuðningshóp við frumvarp Lilju og áframsenda á vini og kunningja sömu beiðni. Bendi einnig á þessa hópa: Mótmælendur Íslandi, Samtök lánþega, Lántakendur Avant, Lýsingar og SP Fjármögnunar
Lánin færð yfir á hálfvirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2010 | 17:05
Er Nígería Norðursins komin til að vera?
Agndofa yfir úrræða- og metnaðarleysi ráðamanna í úrvinnslu á vanda heimilanna og silkihönskum þeirra á sjálftökublóðsugunum hætti ég að tjá mig hér á moggablogginu í ágúst sl. Þegar reiðin er farin að setja svona mikinn svip á það sem maður lætur frá sér er best að hinkra við og bíða þar til lægir.
Og ég beið. Og beið. Og bíð enn. Eftir að ríkisstjórnin sýni skjaldborgina. Atvinnuúrræðin. Að nýtt Ísland sé í uppsiglingu. Að þingið hætti að lítilsvirða kjósendur sína með Icesave og sandkassaati. Menn séu dregnir til ábyrgðar. Að félagsmálaráðherra tilkynni að réttarstaða skuldara verði sú sama og á hinum Norðurlöndunum. Að fólkið í landinu rísi upp í tugþúsundatali og mótmæli því að þrotabúum bankanna sem settu landið á hausinn sé leyft að blóðmjólka almenning fram yfir öll velsæmismörk hins siðaða heims.
Ég er ekki lengur reiður. Ég er öskureiður! Þessi ríkisstjórn haardar eins og fyrri og er í liði með lífeyrissjóðunum, verkalýðshreifingunni sem passar bara sjóðina sína, fjármálastofnunum og liðinu sem kom öllu um koll. Þannig ræður td. félagsmálaráðherra til sín ráðgjafa um skuldavanda heimilanna og bankalausnir. Ráðgjafa sem gerði 230 milljón króna kröfu í þrotabú Landsbankans! Embættismannakerfið er gegnsýrt af flokksgæðinga- og skyldleikaráðningum og virðist ekkert ætla að breytast með nýjum flokkum við völd. Það er til fyrir sig og sína ekki almenning eins og til var stofnað.
Það að blogga hér gerir ekkert fyrir þessa reiði. En ég ætla engu að síður að taka upp þráðinn að nýju þó ekki verði til annars en að vekja athygli fólks á spillingunni sem er enn í gangi í samfélaginu okkar.
Sérfræðingar segja að ríkið þurfi að leita til Parísarklúbbsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2009 | 10:59
Arkitekt bankahrunsins
Þessi aðalarkitekt bankahrunsins er sjálfsagt búinn að borga sér milljarða í arðgreiðslur af fyrirtæki sínu Langflugi sem var fjármagnað með sjóðum í eigu tryggingataka Samvinnutrygginga en hann og aðrir útvaldir Framsóknarflokkseigendur hafa nú ekki bara þurrkað upp tugmilljarða sjóði félagsins heldur skuldar félagið yfir 30 milljarða. Fyrir 2 árum síðan stóð til að endurgreiða tryggingartökum 30 milljarða. Þeir eru núna horfnir í hít Finns og félaga. En hann eins og aðrir þátttakendur senda þjóðinni enn puttann og hafa ekkert að afsaka. Ég hef ógeð á þessum siðblindu blóðsugum.
Skuldir langt umfram eignir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2009 | 16:41
Hryðjuverk banka og ríkisstjórnar
Það er nú gott að heyra að einhver í stjórnarflokkunum sé farinn að skilja að fólk hafi ekki áhuga á að eyða peningunum sínum í hít sem stækkar kannski um tvær milljónir við hverja eina sem það borgar og eignamyndunin verður neikvæðari með hverri greiðslu.
Það þarf ekkert stærðfræðiséní til að skilja þetta þó þetta sé ofar skilningi félagsmálaráðherrafígúrunnar.
Staðreyndir málsins eru einfaldlega þær að launin þín eru í annarri mynt en þú greiðir svo af lánunum þínum með. Þau eru í verðtryggðri mynt en launin í óverðtryggðri. Þetta ógnaróréttlæti er búið að viðgangast hér um áratugi en í 20% verðbólgu með gríðarlegum hækkunum á nauðsynjum og aukinni skattheimtu kemur að því að fólk fái nóg.
Það er heimskulegt að halda tapaðri baráttu áfram. Greiðsluúrræðin sem Kaupþing eru td. að bjóða eru með því heimskulegasta sem hefur verið á borð borið fyrir almenning. En ekki fyrir bankann.
Kaupþing bíður þér greiðsluúrræði á þennan veg: Þú skuldar 27 milljónir í húsi sem kostar í dag 20 milljónir. Til að redda málunum skrifar þú upp á eitt 16 milljón króna bréf til 40 ára, annað 11 millur til 3ja ára og 6 milljón króna tryggingarbréf. Samtals 33 milljónir! Fyrir honum vakir bara eitt. Ef hann getur fengið þig til að þrjóskast við að borga þangað til að fasteignamarkaður og atvinnulíf hafa tekið við sér (þeir miða við 3 ár). Og þú færð að vita þá hvort að bankinn hirði af þér húsið eða þú þurfir að leggja fram 11 milljónir! Snilld! Fyrir bankann.
8.8.2009 | 11:27
Húrra........ eða hvað?
Bretar bjóða aðstoð við rannsókn á bankahruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2009 | 21:48
Í boði IMF voru Tamílar upprættir....
En það kostaði stjórnvöld 2,6 milljarða dollara sem Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að lána þeim. Ég veit ekki hvort vextirnir séu eins góðir og hjá okkur en á pappírunum heitir þetta Endurreisn landsins eftir átök. Sjá hér og hér. Þessi Endurreisn fól ma. í sér að myrða þúsundir þegna landsins sem bjuggu á átakasvæðunum. En IMF er að endurreisa. Rétt eins og hér nema hingað til hafa fáir misst lífið. Bara atvinnuna, húsið sitt og ævisparnað.
Það ætti engum að leynast að starfssemi IMF byggir ekki á góðmennsku eða hjálparhugsjónum. ALLIR stórir bankar alveg eins og blóðsugubankarnir íslensku starfa ekki út frá því að lána og hirða af því vexti eins og flestir halda. Þeir starfa út frá því að BÚA TIL SKULDIR. Þessar skuldir eru ekki bara eign þeirra og ástæða til að geta lánað meira (og þannig búið til meiri skuldir og meiri hagnað) heldur um leið stjórntæki. Með láninu til stjórnvalda í Sri Lanka gerist það sama og hér. IMF hefur ítök og áhrif á allar ákvarðanatökur þeirra sem eru við völd. Áhrif á hvort einkavæða eigi samfélagsþjónustuna (HS veitur-orka). Þessir bankar starfa útfrá því að gera þig sem einstakling eða þjóð að skuldaþræl og sig að áskrifanda tekna þinna. Hér eru útskýringar IMF gagnvart Íslandi.
Hér hefur ekkert breyst. Sömu félagarnir og unnu hlið við hlið í fjármálasukkinu skipa nú skilanefndir og ráðgjafastöður um leið og brennuvargarnir vinir þeirra og góðgerðamenn plotta um framhaldið. Enn eru afkvæmi stjórnmálamanna og vildarvinir flokksins ráðnir í óauglýstar, jafnvel óþarfar möppudýrastöður og látið er eins og allt gangi sinn vanagang meðan fólk er á vergangi og eignaupptakan framundan sé svo hrikaleg að eigi sér ekki hliðstæðu.
Finnist þér þetta óraunhæft bull gefðu þér tíma til að skoða þetta.
height="344">
Leiðtogi Tamíla handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2009 | 10:26
Done deal....
„Það er búið að semja!“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.8.2009 kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2009 | 16:35
Tjaldborgin um heimilin og greiðsluaðlögun Kaupþings.
Skjaldborg sú sem ríkisstjórnin boðaði um heimilin hefur verið reist. Hún er úr efnislitlum afgangsbútum og fyrraársbirgðum sem fengust fyrir lítið í Rúmfatalagernum án þess að ég sé að gera lítið úr þeirri verslun. Greiðsluaðlögunarúrræðið sem felur í sér að þú vinnur áfram en lætur lögmann fá veskið þitt var álitið henta um 100-200 manns. (Þe. sem eini kosturinn í stöðunni). Nú er allt útlit fyrir að þúsundir manna sæki um þetta ömurlega úrræði króað af út í horn af ástæðum sem allir þekkja. Félagsmálaráðherra sem ég held að eigi met í heimskulegu útfrussi þó af ýmsu sé að taka segir að afskriftir séu ekki valkostur. Maðurinn er svo gersamlega staddur í annarri vídd og veruleika en almenningur að það á að henda honum út í hafsauga. Hann fékk allavega ekki starfið út á hæfileika.
Kaupþing bíður þér svo greiðsluúrræði sem er eitthvað á þennan veg: Þú skuldar 27 milljónir í húsi sem kostar í dag 20 milljónir. Til að redda málunum skrifar þú upp á eitt 16 milljón króna bréf til 40 ára, annað 11 millur til 3ja ára og 6 milljón króna tryggingarbréf. Samtals 33 milljónir! Og færð að vita eftir 3 ár hvort að bankinn hirði af þér húsið eða þú þurfir að leggja fram 11 milljónir! Snilld! Fyrir bankann.
Þúsundir vilja greiðsluaðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.8.2009 | 14:31
Á einhver til afgangsmálningu?
Er einmana miðaldra karlmaður nýskilinn án atvinnu og húsnæðis. Bý í brúnum frakka. Stunda listgerninga í frístundum sem vegna atvinnuskorts eru þó nokkrar. Verk mín hafa verið til sýnis í helstu auðhverfum borgarinnar.
Vegna skorts á fjármunum til efniskaupa auglýsi ég hér með eftir allri afgangsmálningu sem hefur fallið til á þeim heimilum landsins sem eru á leið undir hamarinn. Sæki hana þér að kostnaðarlausu. Hef mestan áhuga á rauðri og grænni málningu en aðrir litir líka vel þegnir.
Ef bófinn í brúna frakkanum hefði efni á að auglýsa eftir efni gæti auglýsingin hljómað eitthvað á þennan veg. En hann getur það ekki og er með allt lögreglulið höfuðborgarsvæðisins á hælum sér en þeir gera ráð fyrir að góma þrjótinn fyrr en síðar. Tekinn hefur verið frá fangaklefi sem hýsti áður dópsala sem fær reynslulausn vegna fjölskyldutengsla.
Það skal tekið fram að skilanefnd Kaupþings heitir hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku skúrksins 1 milljón króna verðlaun og yfirdráttaheimild að tvöfaldri þeirri upphæð án ábyrgðarmanna.
Sást skvetta málningu á húsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég spái norskum og dönskum óeirðalögreglumönnum í aukavinnu hér í haust. Og sprunginni ríkisstjórn og kaos. Nema eitthvað áþreifanlegt fari að gerast.
Kannski ættum við öll að kæra bankanna bæði nýju og gömlu ma. vegna okurs og stöðutöku gagnvart íslensku krónunni. Ásamt svikum í lánasamningum sem við byggðum greiðslugetu okkar á. Sprengja réttarkerfið með lögsóknum. Það munar nefnilega engann um að skulda lögmanni milljón í viðbót við þær milljónir sem bankarnir hafa haft af þeim.