Er Nígería Norðursins komin til að vera?

Agndofa yfir úrræða- og metnaðarleysi ráðamanna í úrvinnslu á vanda heimilanna og silkihönskum þeirra á sjálftökublóðsugunum hætti ég að tjá mig hér á moggablogginu í ágúst sl. Þegar reiðin er farin að setja svona mikinn svip á það sem maður lætur frá sér er best að hinkra við og bíða þar til lægir.

Og ég beið. Og beið. Og bíð enn. Eftir að ríkisstjórnin sýni skjaldborgina. Atvinnuúrræðin. Að nýtt Ísland sé í uppsiglingu. Að þingið hætti að lítilsvirða kjósendur sína með Icesave og sandkassaati. Menn séu dregnir til ábyrgðar. Að félagsmálaráðherra tilkynni að réttarstaða skuldara verði sú sama og á hinum Norðurlöndunum. Að fólkið í landinu rísi upp í tugþúsundatali og mótmæli því að þrotabúum bankanna sem settu landið á hausinn sé leyft að blóðmjólka almenning fram yfir öll velsæmismörk hins siðaða heims.

Ég er ekki lengur reiður. Ég er öskureiður! Þessi ríkisstjórn haardar eins og fyrri og er í liði með lífeyrissjóðunum, verkalýðshreifingunni sem passar bara sjóðina sína, fjármálastofnunum og liðinu sem kom öllu um koll. Þannig ræður td. félagsmálaráðherra til sín ráðgjafa um skuldavanda heimilanna og bankalausnir. Ráðgjafa sem gerði 230 milljón króna kröfu í þrotabú Landsbankans! Embættismannakerfið er gegnsýrt af flokksgæðinga- og skyldleikaráðningum og  virðist ekkert ætla að breytast með nýjum flokkum við völd. Það er til fyrir sig og sína ekki almenning eins og til var stofnað.

 Það að blogga hér gerir ekkert fyrir þessa reiði. En ég ætla engu að síður að  taka upp þráðinn að nýju þó ekki verði til annars en að vekja athygli fólks á spillingunni sem er enn í gangi í samfélaginu okkar.


mbl.is Sérfræðingar segja að ríkið þurfi að leita til Parísarklúbbsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Því meiri fjármunum sem við dælum í háskólana, þeim mun örar fjölgar geldneytum heimskunnar. Nú sjá þessi helvítis kvikindi ekkert- ekkert annað til að reisa við þetta brotna samfélag en eitt álverið í viðbót.

Og þó er það fullyrt við mig að á hverju heimili sé sími og flestir borði með hnífapörum.

Í mínum huga er ártalið á Íslandi 1775.

Árni Gunnarsson, 11.3.2010 kl. 17:24

2 identicon

Flott upgrade á útliti og slagfrösum.

Embættismannakerfið og stjórnmálaflokkarnir eiga að vera til FYRIR fólkið ekki öfugt eins og er í dag. Breytum því!

Sammála, ríkið á að vera þjónn okkar, en við ekki þrælar þess.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.