Tjaldborgin um heimilin og greiðsluaðlögun Kaupþings.

Skjaldborg sú sem ríkisstjórnin boðaði um heimilin hefur verið reist. Hún er úr efnislitlum afgangsbútum  og fyrraársbirgðum sem fengust fyrir lítið í Rúmfatalagernum án þess að ég sé að gera lítið úr þeirri verslun. Greiðsluaðlögunarúrræðið sem felur í sér að þú vinnur áfram en lætur lögmann fá veskið þitt  var álitið henta um 100-200 manns. (Þe. sem eini kosturinn í stöðunni). Nú er allt útlit fyrir að þúsundir manna sæki um þetta ömurlega úrræði króað af út í horn af ástæðum sem allir þekkja. Félagsmálaráðherra sem ég held að eigi met í heimskulegu útfrussi þó af ýmsu sé að taka segir að afskriftir séu ekki valkostur. Maðurinn er svo gersamlega staddur í annarri vídd og veruleika en almenningur að það á að henda honum út í hafsauga. Hann fékk allavega ekki starfið út á hæfileika.

Kaupþing bíður þér svo greiðsluúrræði sem er eitthvað á þennan veg: Þú skuldar 27 milljónir í húsi sem kostar í dag 20 milljónir. Til að redda málunum skrifar þú upp á eitt 16 milljón króna bréf til 40 ára, annað 11 millur til 3ja ára og 6 milljón króna tryggingarbréf. Samtals 33 milljónir! Og færð að vita eftir 3 ár hvort að bankinn hirði af þér húsið eða þú þurfir að leggja fram 11 milljónir! Snilld! Fyrir bankann. 

Ég spái norskum og dönskum óeirðalögreglumönnum í aukavinnu hér í haust. Og sprunginni ríkisstjórn og kaos. Nema eitthvað áþreifanlegt fari að gerast.

Kannski ættum við öll að kæra bankanna bæði nýju og gömlu ma. vegna okurs og stöðutöku gagnvart íslensku krónunni. Ásamt svikum í lánasamningum sem við byggðum greiðslugetu okkar á. Sprengja réttarkerfið með lögsóknum. Það munar nefnilega engann um að skulda lögmanni milljón í viðbót við þær milljónir sem bankarnir hafa haft af þeim.


mbl.is Þúsundir vilja greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér.  Ég held að ríkissjórnin lifi ekki haustið af án blóðsúthellinga.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 16:57

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Byrjaðir að brýna heykvíslarnar?

Guðmundur Ásgeirsson, 6.8.2009 kl. 17:04

3 Smámynd: DanTh

Framundan er gríðarleg eignaupptaka þúsunda heimila sem hafa orðið fyrir efnahagstjóni vegna óhæfuverka þessara manna.

Það á engum að dyljast að bankarnir tjónuðu okkur og við eigum að fara í mál við þá og forráðamenn þeirra.  Þessa glæpahunda á að elta uppi hvar sem til þeirra næst og ekki gefa þeim séns á því að lifa á illa fengnu fé sínu.

Það er sorglegt til þess að vita að núverandi stjórnvöld eru að fullkomna verk fyrri ríkisstjórnar í því að gera heimilin fjárhagslega ábyrg fyrir glæpum þeirra.

DanTh, 6.8.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sleppið heykvíslunum. Takið heldur fram haglabyssurnar og gerið þetta af alvöru. Það er ekki óbrotinn koppur á Alþingi í dag, þessi lausn fyrir 100 - 200 manns (! spáið í heimsku !) er ekki upp í nös á ketti, klafinn sem setja á venjulegum borgurum um hrygg á sér enga afsökun.

Það er engin skjaldborg um nokkurn skapaðan hlut annan en bankana og spákaupmannanna sem hrundu Íslandi í hyldýpið.

Rúnar Þór Þórarinsson, 6.8.2009 kl. 17:21

5 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Mæli með bæði heykvíslum og haglabyssum og öllum tiltækum garðáhöldum....reiðin er soðin uppúr hjá mér !!! Hér verður að koma bylting, öðruvísi verður aldrei hreinsað almennilega til

Anna Grétarsdóttir, 6.8.2009 kl. 17:50

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þegar raunveruleikinn tekur við eftir sumarfrí og ekkert framundan en eignaupptaka....  Þessi ríkisstjórn er ekki að lesa milli línanna. Raunar er hún ekki að lesa neitt annað en ICESLAVE og ESB. Og stöðugmálasáttmáli!!!! Þvílík öfugmæli notuð um að neita þeim verst settu um einhverjar krónur á móti óðaverðbólgunni.

Ævar Rafn Kjartansson, 6.8.2009 kl. 18:14

7 Smámynd: Arnmundur Kristinn Jónasson

Það verður ljósara með hverjum degi að það er AGS sem stjórnar landinu, eða hvað finnst ykkur?

Það er hvorki vilji stjórnvalda né Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að fara í almennar afskriftir, þar af leiðandi er bankanum það ekki heimilt.

Það er ómögulegt að segja til um það hvort eða hverju það breytir um endurskoðun biðlánanna ef erlendir kröfuhafar eignast bankann. Það getur margt gerst á þremur árum, ekki síst á þeim óvissutímum, sem við lifum nú. En það er engin ástæða til að ætla að gengið verði harðar að skuldurum með innheimtu biðlánanna ef erlendir kröfuhafar eignast bankann en þótt hann verði í innlendri eigu. Það er meginregla að nýir eigendur undirgangist þær skuldbindingar, sem fyrri eigandi hefur gert. Skilanefnd gamla bankans er auk þess fulltrúi kröfuhafa, jafnt erlendra sem innlendra, og skuldaaðlögunin var unnin í fullu samráði við skilanefndina og með samþykki hennar.

Viðskiptavinir stofnuðu sannanlega til þeirra lána, sem þeir eru greiðendur að í dag. Mönnum átti að vera ljós gengisáhættan, þótt auðvitað hafi enginn séð fyrir þær gríðarlegu kollsteypur sem gengi íslensku krónunnar hefur tekið síðasta árið. Það er því undir engum kringumstæðum hægt að halda því fram að menn séu að viðurkenna skuldir, sem menn stofnuðu ekki til með því að fara í skuldaaðlögun.

Þessar klausur eru teknar af heimasíðu Kaupþings í dag.  Það er gaman að sjá hversu mjög stjórnvöld, AGS og Kaupþing bera hag almennings fyrir brjósti. Ég skil vel fyrstu sneiðina, en verð að játa að hinar tvær standa ennþá í mér. Getur einhver hjápað mér og útskýrt hvað átt er við?

Þetta hlýtur samt að vera eitthvað gífurlega gott og hagstætt fyrir almenning, ég trúi ekki öðru. Svo er það bara að samþykkja inngöngu í ESB með bros á vör og borga nokkrar millur á mann í Icesave. Framtiðin er björt og lífið leikur við okkur!

Arnmundur Kristinn Jónasson, 7.8.2009 kl. 01:41

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Takk fyrir þetta Arnmundur. Fallegar kveðjur bankans.

Ævar Rafn Kjartansson, 7.8.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.