6.8.2009 | 14:31
Á einhver til afgangsmálningu?
Er einmana miðaldra karlmaður nýskilinn án atvinnu og húsnæðis. Bý í brúnum frakka. Stunda listgerninga í frístundum sem vegna atvinnuskorts eru þó nokkrar. Verk mín hafa verið til sýnis í helstu auðhverfum borgarinnar.
Vegna skorts á fjármunum til efniskaupa auglýsi ég hér með eftir allri afgangsmálningu sem hefur fallið til á þeim heimilum landsins sem eru á leið undir hamarinn. Sæki hana þér að kostnaðarlausu. Hef mestan áhuga á rauðri og grænni málningu en aðrir litir líka vel þegnir.
Ef bófinn í brúna frakkanum hefði efni á að auglýsa eftir efni gæti auglýsingin hljómað eitthvað á þennan veg. En hann getur það ekki og er með allt lögreglulið höfuðborgarsvæðisins á hælum sér en þeir gera ráð fyrir að góma þrjótinn fyrr en síðar. Tekinn hefur verið frá fangaklefi sem hýsti áður dópsala sem fær reynslulausn vegna fjölskyldutengsla.
Það skal tekið fram að skilanefnd Kaupþings heitir hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku skúrksins 1 milljón króna verðlaun og yfirdráttaheimild að tvöfaldri þeirri upphæð án ábyrgðarmanna.
Sást skvetta málningu á húsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:36 | Facebook
Athugasemdir
Ein milljón og tvöföld yfirdráttarheimild. Er það nóg ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 13.8.2009 kl. 23:35
Er allavega ekki enn búið að virka!
Ævar Rafn Kjartansson, 18.8.2009 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.