Eigum við að koma saman upp um þá?

Öll vitum við sem erum núna að fá reikninginn fyrir ótrúlegt sukk siðlausra manna að atferli þeirra gat ekk viðgengist nema með samleik jafnsiðlausra pólitíkusa og embættismanna. Embættismanna sem var plantað í áhrifaríkar stöður ekki útfrá kunnáttu og menntun heldur flokkshollystu og ættartengslum. Okkur er sagt að reikningurinn vegna aðgerða flokksgæðinganna sé okkar að greiða. Kurteisislega.

Okkur er vinsamlega bent á það að fáir fjármálaspekúlantar sem náðu að gera fjármálagjerninga sína á kostnað þjóðarinnar hafi skitið á sig. Og það sé okkar að skeina þá. Íslensk stjórnvöld virðast ætla að kyngja þessarri skilgreiningu burtséð frá ólyktinni en er ekki að skilja að almenningur er ekki til í að skrifa undir ólyktina. Þar kemur tvennt til. Annars vegar sanngirnissjónarmið og hins vegar þjóðarstolt gagnvart nauðarsamningum við þjóðir sem eru þekktar fyrir að þvinga aðrar þjóðir.

Vantraustið á embættis- og stjórnmálakerfi landsins er algert. Þannig hafa fáir trú á að rannsóknir sérstaks saksóknara og sannleikanefndar verði neitt annað en allra nauðsynlegasta yfirklór.  Það sagði mér manneskja sem þekkir til starfssemi utanríkisþjónustu Íslands að flestir þeir sem ráðnir væru í störf ma. við mannúðarmál væru dætur og synir embættis- og stjórnmálamanna sem yrðu þannig áskrifendur að launum án þess að gera handtak. Eins hefur verið gagnrýnt að stuttbuxnasjálfstæðismenn hafi sjálfkrafa getað gengið inn í Landsbankann í notarlegt starfsöryggi. Kannski sem partur af greiðslu fyrir bankann? 

Þetta sem ég skrifa hér að ofan eru ekkert annað en dylgjur. Eins og Er. En er ekki hægt að breyta því og komast að hinu sanna? Er ekki til fólk sem hefur aðstöðu, nokkurn afgangstíma og hæfileikana til að raða saman púslunum í púsluspilinu Spilling á Ísland? 

Nú þegar hafa Lára Hanna Einarsdóttir, Hvítbók, Tíðarandinn og Eyjan ásamt fleirum birt mikið magn upplýsinga sem hægt er að vinna upp úr. En það þarf að tengja það saman og raða upp.  Ég er ekki að mæla með neinum nornaveiðum einfaldlega leggja til að almenningur í landinu framkvæmi sína eigin rannsókn og birti það sem út úr henni kemur.  Þeir sem hafa eitthvað að leggja til bendi ég á netfangið hrun2008@gmail.com.


mbl.is Danir æfir yfir lekanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hugmyndin er mjög góð.  Málið með mig er að ég hef ekki tíma.  Ef til vill seinna þegar veturinn kemur.  En ég styð þetta heilshugar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2009 kl. 15:24

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er vert að hafa þetta í huga þegar talað er um bankaleynd og sérstaklega nú um mundir.

http://martasmarta.blog.is/blog/leshringur/entry/923203/

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.8.2009 kl. 15:38

3 identicon

Flott og þarflegt framtak af þinni hálfu Ævar Rafn.

Ég held að þetta sé langt upphafið yfir allar dylgjur því þetta er sannleikurinn hreinn og ómengaður.
Skítapakk og aumingjar eru búnir að koma sér fyrir í íslenska stjórnkerfinu og hygla sér og sínum hvenær sem því verður komið við.

Alveg væri ég til í að leggja þessu þarfa málefni lið ef ég hef tíma og tök á.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 15:46

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég hef safnað tenglum á gríðarlegan fjölda frétta af málum tengdum bankahruninu alveg frá því síðasta haust, gæti vel hugsað mér að leggja það fram ef það gagnast einhverjum. Einnig hef ég samviskusamlega vistað öll þau skjöl sem hafa verið gefin út eða lekin og raðað þeim upp í tímaröð. Að hafa þetta allt á einum stað flokkað og raðað er miklu þægilegra en að leita þetta uppi út um hvippinn og hvappinn eftirá. Það er bara skömm að því að ég hef engan tíma til að vinna úr þessu upplýsingafjalli þrátt fyrir góðan vilja.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2009 kl. 16:23

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Takk fyrir innlitið. Guðmundur, ég hef líka safnað tenglum frá því fyrir hrunið án þess að vita hvað ég ætlaði að gera með það. Ég einn og sér geri kannski ekki mikið en það eru þegar komnir nokkrir sem eru til í að leggja hönd á plóginn. Við þurfum að uppræta ættar- og flokksstjórnun á samfélaginu og komast um leið út úr fákeppnishlekkjunum sem við höfum verið sett í.

Ævar Rafn Kjartansson, 4.8.2009 kl. 16:32

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er í raun fáránlegt að einhver fjölmiðillinn skuli ekki nú þegar vera með blaðamann á fullum launum í þeirri rannsóknarvinnu sem felst í að afhjúpa þessi tengsl fyrir almúganum. Þessi hugmynd þín Ævar Rafn sýnir enn og aftur - svo ekki verður um villst - að fjölmiðlarnir í þessu landi er vanhæfari enn stjórnvöldin hafa verið sl. 20 ár. Þetta eru meira og minna allt saman flokksdindlar sem fengu vinnu út á flokksskírteinið sitt í Sjálfstæðisflokknum, Framsókn eða Samfylkingunni.

Ég væri meira en til í að vinna að þessari rannsóknarvinnu en þetta er svo gífurlega mikill frumskógur og tímafrekt með eindæmum - og því er nánast ómögulegt að gera þetta launalaust, en ég styð þig og vona að þú finnir þessu farveg sem allra fyrst því þörfin fyrir þessari afhjúpun á einföldum staðreyndum er mikil.

Þór Jóhannesson, 4.8.2009 kl. 16:41

7 identicon

Sæll Ævar,

Hugmyndin er góð og ef eitthvað þessu líkt væri framkvæmt myndi ákveðnu réttlæti vera fullnægt þar sem algert vantraust ríkir á að stjórnvöldum þ.m.t. dómsvaldi takist að koma réttlæti yfir bófana.

líkleg væri best að tengja þetta við persónur þó það sé alltaf hættulegt að búa til svarta lista yfir fólk - það þarf að búa til vandaða kríteríu sem farið væri eftir þegar menn eru settir á listann.

Ég sé fyrir mér vefsíðu á nokkrum tungumálum þar erlendir og innlendir gestir gætu skoða þessar upplýsingar.  Sem dæmi má nefna að aðilar sem eiga í viðskiptum við íslensk fyrirtæki gætu flett upp nöfnum einstaklinga til að athuga hvort viðkomandi hafi verið hluti af elítunni sem hjálpaði við að koma íslandi á hausinn.

Þetta tekur tíma - ég reyndi að setja mig inn í feril Finns Ingólfssonar og gafst upp - ég hefði þurft ca. viku í að grafa upp allar upplýsingar.

Ég flyt af landinu eftir viku og mun líklega verða önnun kafinn næstu mánuði við að komast inn í nýtt starf og þjóðfélag,

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 16:45

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Öfunda þig að geta farið Þráinn. Tók mig til fyrir nokkru og rannsakaði Finn en það er ekki fyrir einn mann að finna út með Finn skal ég segja þér. Hann er í mínum huga arkitektinn af þessu öllu.

Þór, ég hugsa þetta þannig að fólk skipti með sér verkum og geri þetta í frítíma. Komi svo einstaka sinnum saman til að bera saman bækur sínar. Einnig er hugsanlegt að setja þetta upp á vefinn þannig að fólk geti sent inn efni.

Ævar Rafn Kjartansson, 4.8.2009 kl. 16:50

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég hef oft hugsað um það sem þið eruð að tala um og skil heldur ekki afhverju einhvert blaðið gerir þetta ekki, stundum hefur komið upp í hugann einhverskonar netmiðill og við gerumst áskrifendur á einhvern hátt þannig að það mundi nást fyrir launum og kostnaði.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.8.2009 kl. 17:09

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég skráði www.nyjaisland.is Eftir hrun. Sé fólk að spá í að setja upp síðu með upplýsingum og tenglum, er ég til í að setja síðuna í púkkið. Ég hef ekki haft tíma til að þróa hana almennilega, svo við gætum byrjað á núlli ef einhver hefur kunnáttu og tíma til að gera eitthvað skemmtilegt.

Annars er líklegt að ég komi að gerð heimildamyndar um hrunið, svo það er aldrei að vita hvað maður getur gert.

Villi Asgeirsson, 4.8.2009 kl. 17:13

11 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ævar er e.t.v. hægt að fá aðstöðu við þessa vinnu þar sem Borgarfundirnir, Hagsmunasamtök Heimilanna og fleiri mótmælagrúppur höfðu (og hafa e.t.v. ennþá) niðri í Borgartúni?

Þór Jóhannesson, 4.8.2009 kl. 17:45

12 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Högni, ég held að það yrði ekki raunhæft að selja áskrift því flestir sem ég þekki þurfa að velta hverri krónu fyrir sér þessa dagana. Hins vegar væri allt í lagi að sækjast eftir frjálsum framlögum sem stæðu undir td. efniskostnaði oþh.  En ástæðan fyrir að fjölmiðlar standi sig ekki betur er einföld. Eigendur þeirra hafa ekki áhuga á að vekja athygliá vinum sínum né sér.

Villi, takk fyrir gott boð. Tíðarandinn.is hefur þegar boðið samvinnu ásamt fleirum þannig að nú þarf ég að plana þetta betur. Nýjaísland.is er samt spennandi kostur ef við náum saman góðum hóp.

Þór, ég held að húsnæðisaðstaða verði ekki vandamál en það mætti alveg skoða það.

Ævar Rafn Kjartansson, 4.8.2009 kl. 19:51

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er rétt það eru ekki margir orðið aflögufærir og síst um fastar greyðslur, frjáls framlög er betra og jafnvel hægt með einhverjum hætti að fá styrki.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.8.2009 kl. 20:11

14 identicon

Við erum svo fljót að gleyma,við samþykkjum Icesave og leggjumst í þunglindi næstu 20 árin þá er ísland aftur komið í eigu Kolkrabbans og enginn gerir neitt.

Res (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 20:36

15 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þetta hljómar alltaf betur og betur - hvernig væri að kalla þennan hóp "Andspilling" og athuga hvort url-ið andspilling.is sé á lausu?

Þór Jóhannesson, 4.8.2009 kl. 22:05

16 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Smá hugmynd eða já hvað sem það heitir, ég er sammála því að þetta hljómar alltaf betur, en eru ekki í gangi hópar með samskonar hugmyndir og full ástæða til að skoða hvort að leiðir geti legið saman og þanneigin meiri möguleiki á fjármögnun einhverskonar útgáfu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.8.2009 kl. 22:11

17 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Högni ég hef verið að glugga yfir Tíðarandann og Hvítbók og þetta er sambærilegt nema ég er að tala meira um ættartengsl, pólitísk og innan embættismannakerfisins sem ég held að sé gegnrotið af „afgreiðslufólki“ flokka og valdablokka. Hins vegar held ég að lokaniðurstaðan verði að vinna þetta í samvinnu við þessa aðila sem ég taldi upp.

Ævar Rafn Kjartansson, 6.8.2009 kl. 14:39

18 Smámynd: Fríða Eyland

Sæll Ævar þessi hugmynd er frábær, mæli með að klíkuskapurinn og bitlinga-dúsu tíminn verði afhjúpaður. Viti til að varast fyrir komandi kynslóðir sem horfa framá ævilangt þrælahald ef áfram heldur sem horfir.

Fríða Eyland, 6.8.2009 kl. 20:33

19 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Tek undir hvert orð í þessari grein hjá þér Ævar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 6.8.2009 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband