Eru landráð verðlaunuð með Fálkaorðu?

Því miður sýnist mér sem svo að Iceslave samningurinn sé okkar eini kostur en velti fyrir mér um leið hverju ég hafi að tapa? Bankahrunið, verðbólgan og óðavextirnir gera það að verkum að ég og fullt af fólki sem ég þekki koma til með að missa húsin sín eða borga margfalt verðmæti þeirra til bankanna án þess að um eignamyndun verði að ræða. Látum vera þó maður tapi hreinni eign sinni í húsinu. Látum vera að hafa takmarkaða atvinnu og 25% launalækkun. Látum vera skattahækkanir sem auka enn við greiðslubyrðina. Látum vera  þó maður skuldi allt í einu miklu meira í eigninni en hún er verðmetin á.

En ef ekki gerist eitthvað á næstu mánuðum í því að upplýsa og draga til ábyrgðar þá sem urðu heillri þjóð að falli spái ég blóðugum átökum með haustinu. 

Þessi ríkisstjórn er enn föst við það heygarðshorn að nóg sé að gert fyrir heimilin. Hún getur ekki haft minna rétt fyrir sér. Miðað við það sem ég hef heyrt frá öðru fólki eru td. viðmið ráðgjafastofu heimilanna þannig að ef þú ert með 19 ára ungling í menntaskóla sem fær enn meðlag telst hann ekki á þínu framfæri. Þetta er bara eitt dæmi um gjánna milli raunveruleika landsmanna og möppudýra hins opinbera.

Málið með Iceslavereikninginn er einfaldlega þetta: Ef við skrifum ekki undir segja sumir að evran fari jafnvel í 2000 kr. sem dæmi. Landið verði gjaldþrota. Kannski. En ég spyr á móti: Hef ég einhverju að tapa? 

Madoff var dæmdur í 150 ára fangelsi. Hér ljúga frussandi hrokafullir fyrrverandi bankastjórar út úr sér að nægar eignir séu til fyrir skuldum þrátt fyrir að heilu sveitarfélögin erlendis séu rústir eftir þá. Og stofna svo ráðgjafafyrirtæki.

Lofið sem borið var á þessa loftbólufjársvikara dæmir forseta okkar, seðlabankastjóra, FME og pólitíkusa þess tíma sem ömurlegustu „þjóna“ Íslands fyrr og síðar. Megi þau öll skríða undir stein og koma ekki aftur fram.


mbl.is Undirbúa lögsókn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já, vel á minnst: Ráðgjafarfyrirtæki!!!!!!!!!!!!!

Árni Gunnarsson, 7.7.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

já hverju höfum við að tapa?....Eg er að flýja land

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 7.7.2009 kl. 23:12

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er eiginlega dofin í augnablikinu yfir öllu því sem viðgengst og er látið líðast. En á eftir dofanum kemur reiðin, ekki satt?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.7.2009 kl. 17:44

4 Smámynd: Fríða Eyland

Satt segir þú

Fríða Eyland, 19.7.2009 kl. 19:47

5 identicon

Mæli með Baader - Meihof Complex eftir Stephen Aust ( þ.e. til að sjá skilja þessa "hugmyndafræði" vonleysis sem getur verið undirrót hryðjuverka:)

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 16:00

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Mislas fyrirsögnina fyrst. Sýndist standa "Eru landráð að vera með fálkaorðu ?".

Kannski bara eins gott að fylla ekki þann flokk, því að slíkir hjóta að vera ofarlega á listanum þegar hugmyndafræði vonleysisins tekur völdin -sem engan skyldi undra...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.7.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband