1.7.2009 | 18:21
Þetta er dómur ekki samningur!
Núna þegar loksins kvissast út sannleikurinn um samskipti Breta, Hollendinga og Íslendinga er ljóst að hreðjartak þeirra fyrrnefndu á dýralækninum sem titlaði sig fjármálaráðherra var slíkt að hann syngur sópran það sem eftir lifir ævinnar. Kannski með vott af samviskubiti en ég efa það.
Við samningagerðinni tók uppgjafa stjórnmálamaður með nokkra embættismenn sér við hlið. Þrautþjálfað lögfræði - og sérfræðiteymi enskra kenndi þeim á undraverðum tíma auðmýkt og þakklæti fyrir að mega draga andann áfram ásamt íslenskri þjóð gegn greiðslu. Í leiðinni var þeim kennt allt þetta helsta: rúlla sér, sitja, standa, sækja og þegja.
Fjármálaráðherra er að vonum glaður að hafa endurheimt gæludýrin sín þó hann sé ósáttur við reikninginn vegna tamninganna. En hann segir að við verðum að borga. Hann talar ekkert um það að þetta er EKKI samningur heldur samráð evrópuríkja um hvernig skuli tekið á Íslandi!
Samráð sem okkur er svo kynnt sem samningur. ICESAVEDÓMURINN fellur semsagt á íslenska alþýðu en ekki á íslenskan aðal sem stóð fyrir Icesaveósómanum.
Bandaríski fjársvikarinn Bernard Madoff situr nú í fangelsi með 150 ára dóm á bakinu. Íslensku fjárglæframennirnir sitja nú í sólbaðsstól á auðmannaströndu með svalandi kokteil í annarri hendi og farsíma í hinni. Stjórnandi fjölmiðlunum sínum, ímyndarfulltrúum og lögfræðingum sem vinna við að gera hlut þeirra og ábyrgð sem minnsta.
Man einhver eftir hrokafullum bankastjóra Landsbankans frussa út úr sér með fyrirlitningartón: Eignir Landsbankans duga fyrir Icesave og mikið meira en það! Oft. Dag eftir dag. Hvar er hann núna? Hverjar eru eignir Landsbankans og HVER fær þær?
Icesave samningi mótmælt á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég er 100% sammála þér. Að auki kemur ýmislegt í ljós þegar steinunum er velt við og hagsmuna tengsl þeirra er ákváðu örlög okkar, þegar ríkið ákvað að taka yfir skuldbindingar einkabankanna eru skoðuð. Bara á síðustu dögum er afstaða Þorgerðar Katrínar til yfirtöku bankana útskýrð auk þess að rausnarleg afstaða lögfræðings Kaupþings til kaupréttar samninga starfsmanna bankans liggur fyrir. Hvað með Árna, Geir og framsóknar vinina? Er ekki hægt að véfengja alla samninga þessa "heiðursfólks" fyrir okkar hönd? - Ég bara spyr
Jónatan Karlsson, 1.7.2009 kl. 21:27
Kjartan, ég hef aldrei á ævinni kosið Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn. Ég er sekur um margt en ekki það. En færslan hér að ofan stendur og hefur ekkert með flokka eða flokkshollustu að gera. Icesavesamningurinn er ekki samningur heldur skilyrði sem okkur eru sett sem fullvalda þjóð. Miðað við það sem hefur komið í ljós má í FULLRI ALVÖRU ímynda sér að bretar sendi hingað herlið ef við neitum að samþykkja þennan nauðungargjörning. Og ég er ekki einu sinni að grínast með það.
Ævar Rafn Kjartansson, 1.7.2009 kl. 21:28
Jónatan, það er byrjað að upplýsast en þetta er enn toppurinn á ísjakanum.Umsvifin og tengslin eiga eftir að koma mörgum á óvart. Krabbamein sl. ára. En hvernig þetta fer vitum við ekki enn.
Ævar Rafn Kjartansson, 1.7.2009 kl. 21:37
Af hverju þarf að saka fólk um flokks-pólitík þó það sé á móti Icesafe samningnum eins og 60% landsmanna?
http://kreppan.blog.is/blog/kreppan/entry/906726/
Og einu sinni enn: Ætla yfirvöld ekki að fara að taka á glæpamönnum og öðrum svikurum eins og gert er í þróuðum löndum?
Elle_, 1.7.2009 kl. 22:57
Þú ert í stuttu máli frábær!! Þvílíkur pistill! Bestu þakkir fyrir mig
Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.7.2009 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.