Stöðugleikasáttmáli bankanna um eignaupptöku.

Það þurfti ekkert eyðslufyllirí fyrir fjölda fólks til að vera í svipaðri stöðu og þessi hjón. Leikreglurnar eru þannig að Lánveitandi getur rétt þér plagg með „áætlun“ um greiðslubyrði á verðtryggðu láni og þú skrifar undir sem Lántakandi. Hentu síðan ofan á lánið 20% verðbólgu og gífurlegri vaxtahækkun sem Lánveitandinn nýtur góðs af. Á móti hefur þú sem Lántakandi rýrnaðan kaupmátt vegna þess að launin þín eru ekki verðtryggð. Bættu síðan ofan á það launalækkun eða atvinnuleysi vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Það eru þúsundir manna í þessum sporum og það er það ekki vegna þess að það gerði eitthvað vitlaust. Nema að treysta ráðgjöfum sínum í bönkunum. Og stjórnvöldum. Svona spilareglur þekkjast ekki í siðmenntuðum löndum.

Reyndu svo að semja þig frá þessu. Bankarnir eru starfræktir á nákvæmlega sama hátt og fyrir hrun. Þar gildir að taka af þér eignirnar á því verði sem fæst á uppboði, oftast þeirra eigin tilboð og rukka þig svo áfram um mismuninn.  Þessi maður á ekki að íhuga að hætta að borga. Hann á að hætta að borga.

Verðtrygging þar sem hækkanir á bensínverði, áfengi og tóbaki ma. verði til þess að húsnæðislánin þín hækka er arfavitlaus arfur þess þegar óðaverðbólga geisaði hér og lán brunnu upp og húsnæðiseigendur eignuðust íbúðirnar á kostnað sparnaðar þeirra sem áttu peninga í bönkunum.

Drakúlakynslóð Íslendinga mergsaug sparifé foreldra sinna út úr bönkunum á þeim tíma, byggði sér hús í óðaverðbólgu og skelltu svo syndum sínum yfir á komandi kynslóðir með verðtryggingunni.

Þegar það er svindlað í spilum á maður ekki að spila með.

draugahus_869531.jpg


mbl.is Fjölskylda á hringekjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Eitt sem aldrei er minnst á... hjá hvaða banka tóku þau lán? Er sá banki enn starfandi? Mér skilst að þeir bankar sem starfandi voru á Íslandi árið 2007 séu í gjaldþroti. Af hverju er nýr banki að vasast í þeirra málum?

Ef þú tekur út á reikning í Búð HF og hún fer á hausinn en eigandinn setur upp Búð 2 HF á nýrri kennitölu, getur hann þá haldið áfram að rukka þá sem skulda gömlu kennitölunni?

Villi Asgeirsson, 25.6.2009 kl. 18:09

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það hlýtur á endanum einhver að láta reyna á þetta fyrir dómsstólum. Þetta er allavega ein af þeim hugmyndum sem ég hef með mín mál.

Ævar Rafn Kjartansson, 26.6.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband