Hef því miður enga trú á þessari nefnd.

Þó að í nefndinni sé hið hæfasta fólk er ég ekki alveg að kaupa að starf hennar muni skila nokkrum sköpuðum hlut öðrum en kattaþvotti á afglöpum stjórnmálamanna og skammi á fjárglæframennina. Verða stjórnmálamennirnir sem stóðu á bak við einkavæðingu bankans og aðferðir þeirra til að einkavinavæða þá rannsökuð? Verður stórfurðuleg vegferð Finns Ingólfssonar frá ráðherra til ríkidæmis rannsakað? Verða pólitískar stöðuveitingar td. í seðlabankastjóra- og hæstaréttardómsstóla rannsakaðar?

Verður svipt hulunni af fákeppnistilburðum auðmanna? Eða hvort Stím málið hafi verið lögbrot? Eða hvort Sjóvá hafi fjármagnað byggingarnar sínar í Hong Kong með iðgjöldum?

Allavega er lestur á lögunum um nefndina óttarlega bitlaus lesning. Og ef að nefndarmenn þurfa að eyða heilu dögunum í að velta fyrir sér hæfi hvers og eins í hvert sinn sem einhver ýlfrar undan gagnrýni gerist ekki mikið annað á meðan.


mbl.is Sigríður ekki vanhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð hugleiðing.

Valsól (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 16:33

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Traust almennings á þessari nefnd féll að mun þegar þessi ásökun um vanhæfni birtist.

Enginn ásakar Jónas Fr. lengur um vanhæfni. Sú fötlun hans er of augljós til að nokkrum komi til hugar að hafa á henni orð. 

Árni Gunnarsson, 25.6.2009 kl. 16:58

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég er sammála þér Árni. Það þarf ekki að vera að ræða það augljósa.

Ævar Rafn Kjartansson, 25.6.2009 kl. 17:06

4 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

En hversvegna var þá verið að varpa rírð á þessa konu og gera lítið úr trúverðugleika hennar ? Eitthvað hljóta menn að vera hræddir við. Ef Hannes Smárason reynir að koma í veg fyrir heimilisrannsókn þá hlítur hann að hafa eitthvað að fela.

Brynjar Jóhannsson, 25.6.2009 kl. 18:05

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jóna Fr. var verndarengill útrásarinnar. Sérhannaður fyrir verkefnið. Hann brást ekki sínum mönnum.

Finnur Bárðarson, 25.6.2009 kl. 18:28

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég vona nú að það séu fleiri farnir að svitna en fyrrverandi Fjármálaeftirliturinn. Sigríður er greinilega jafn óæskileg og Eva Joly.

Ævar Rafn Kjartansson, 26.6.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband