Kjötkatlagleðin er alger........

.. þessi ríkisstjórn er þegar búin að sanna fyrir okkur að tengsl hennar við almannahagsmuni eru undir frostmarki. Það að það sé nægur tími til að japla á hverjir fái ráðherrastólana og hvernig VG bjargi andlitinu vegna ESB ástríðu Samfylkingar sýnir glögglega að þessi ríkisstjórn er ekki ríkisstjórn fólksins í landinu. Hún er ríkisstjórn flokkanna sem unnu kosningarnar. Ríkisstjórn flokka sem titra af gleði yfir því að komast að kjötkötlunum. Ríkisstjórn flokka sem telja, að því gefnu, miðað við aðstæður, útfrá þeim forsendum sem eru til staðar, og svo framvegis sjálfgefið að fólk láti sig hafa það að missa húsnæði sitt falli það ekki undir kommúnískar reglugerðarskilgreiningar um meðal Jóninn sem hefur fetað veg meðalskattgreiðandans alla sína ævi. Lausnirnar sem Jóhanna boðar eru ekki lausnir. Þetta er lenging í hengingaról og skuldbinding til eilífðarþrældóms. Það er ekki lausn. Það heitir þrælahald. Í boði ríkisstjórnarinnar. Það var aumkunarvert að hlusta á viðskiptaráðherra tala á móti greiðsluverkfalli fólks í dag. Hann talaði um að þetta kostaði bara dráttarvexti og lögfræðikostnað fyrir viðkomandi. Þarna liggur nefnilega mergur málsins. Þetta fólk sem svona talar ÆTLAR EKKI að borga þennan TILBÚNA kostnað. Það ætlar ekki lengur að spila eftir leikreglum þar sem öðrum aðilanum eru gefin öll trompin og hinum hundarnir.

house_auction_385x261.jpg


mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það stóð aldrei til af hálfu Samfylkingar og VG að standa vörð um almenning, launaþrælana í landinu. Það var bara lýðskrum fyrir kosningarnar. Það á að bjarga fjármagnseigendum, ríkisbönkunum og ríkinu og láta almenning axla byrðarnar. Svo er þetta skítalið að tala um þjóðarsátt eina ferðina enn! Þjóðarsátt hefur aldrei verið þjóðarsátt heldur að láta launaþrælana sætta sig við að axla byrðarnar ...og það er engin helvítis sátt! Hvers vegna er ekki gefin út tilskipun í hvelli um að selja alla bíla í ríkiseign og eigu ríkisfyrirtækja og stofnana og leyfa aðeins kaup á bílum undir tveimur milljónum? Af því að það á að halda áfram að hlaða undir rassgatið á flottræfilshyskinu og bitlingaþegunum. Það á ekkert að gera fyrir almenna skuldara annað en að láta þá bíða sér til enn meira tjóns. Hvers vegna eru ekki sett bráðabirgðalög þess efnis að lánveitendur og lántakendur skipti á milli sín 50/50 áföllnum verðbótum skulda með viðmiðun frá t.d. 1. janúar 2007? Af hverju eiga heimilin í landinu og unga fólkið að bera kostnaðinn af gengishruninu sem þau eiga enga sök á? Þessi nýja ríkisstjórn er engu betri en ríkisstjórn með þátttöku sjálfstæðismanna og framsóknarmanna ...því miður. Það er alveg að koma að því að fara að mæta niður á Austurvöll eina ferðina enn og ekki með búsáhöld í þetta skiptið! Búum okkur undir að velta þessari VANHÆFU ríkisstjórn!

corvus corax, 3.5.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Góður pistill hjá þér Ævar. Var einmitt að blogga sjálfur um þetta sama í dag.

Gylfi Björgvinsson, 3.5.2009 kl. 21:31

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Já það er spurning hvort þetta sé ekki ÖNNUR vanhæf ríkisstjórn..... Ég persónulea get ekki séð að henni sé umhugað um neitt annað en að vera við ríkisjötuna.

Ævar Rafn Kjartansson, 3.5.2009 kl. 21:43

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég tek undir með þér Ævar og öðrum hér. Samfylking og VG fengu tækifæri til að sýna að þau hefðu eitthvað lært af Búsáhaldabyltinunni en féllu á prófinu. Stjórnarmyndunarviðræður bak við luktar dyr eins og almenningi komi það ekkert við. Heilög Jóhanna með merkissvip svarar engu og Steingrímur glottir. Embætti, bitlingar, málamiðlanir og svikin loforð. SVEI!!

Sigurður Hrellir, 3.5.2009 kl. 22:23

5 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þessa stjórn sem verið er að mynda brotnar innanfrá eins og stjórn samfylkingar og Sjálfstæðismanna nú verður það V.G sem ekki lætur teyma sig í draumóra Samfylkingarinnar og niðurskurðurinn og skattahækkanir verða þeim ofviða og þeirra eigið fólk brotnar og gefst upp það er got ef hún endist 1,5 ár.

Það er eins og þjóðinni komi ekkert við það sem þau eru að bralla en reynslan af Samfylkingunni í stjórn er sú að þar getur enginn  trúnað haldið og það er gasprað út og suður um mál ef þau eru ekki þeim þóknanleg.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 3.5.2009 kl. 22:40

6 Smámynd: Páll Blöndal

Engri stjórn eða stjórnvöldum er hollt að lifa án aðhalds.
Við verðum bara að veita sterkt málefnalegt aðhald.

Búsáhaldabyltingin vildi DO út STRAX,
DO er farinn út

Búsáhaldabyltingin vildi FME út STRAX,
FME er farið út og nýtt komið í staðinn

Búsáhaldabyltingin vildi þáverandi ríkisstjórn frá STRAX
hún fór frá, næstum STRAX

Búsáhaldabyltingin vildi kosningar STRAX,
hún fékk kosningar næstum STRAX

Búsáhaldabyltingin hlytur þá að hafa viljað nýja ríkisstjórn STRAX,
hún er að fá  nýja ríkisstjórn næstum STRAX



Páll Blöndal, 4.5.2009 kl. 00:47

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er farin að hafa áhyggjur af framtíð okkar allra.  Og það gerist ekki neitt.  Þau segjast hafa nægan tíma!!! er það raunin?  'Eg segi nei. Það er allt fjármálakerfið frosið, hillur búðanna að tæmast því ekki er hægt að flytja inn vörur.  Við þurfum að fara að fá svör og það strax. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2009 kl. 10:34

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Corvus, þetta er sennilega það sem gerist. Við mætum aftur á Austurvöll.

Sigurður, þetta er einmitt mín upplifun.

Jón og Ásthildur, ég er sammála ykkur báðum.

Páll. Búsáhaldabyltingin vildi eitthvað raunverulegt í staðinn. Í dag fáum við bara moðreyk og hálfkveðnar vísur. Þar hefur ekkert breyst síðan Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur héngu í stjórnartaumunum.

Ævar Rafn Kjartansson, 4.5.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband