Þið settuð heila þjóð á hausinn en þið gerðuð ekkert rangt!

 Það var ekki brugðist við okkar áhyggjum með neinum hætti, sem er eiginlega með ólíkindum í ljósi þess að Kaupþing var langsamlega stærsti banki landsins. Áhyggjurnar voru líka á rökum reistar, eins og síðar kom í ljós.“

Þessi orð koma frá manni sem stýrði stærsta banka landsins. Manni sem kannast ekki við að bera ábyrgð á neinu. En fékk greidd gríðarleg laun vegna ábyrgðar sem á herðum hans hvíldu.

Það er mín persónulega skoðun að það eigi að handjárna alla HUGSANLEGA landráðamenn og ef þeir eftir dóm hafi verið ranglega ásakaðir hljóti góðar bætur. En þegar fjárglæframenn sem settu ófæddar kynslóðir í þrælafjötra geysast fram á fjölmiðlasviðið í skjóli eigna og valda til þess að senda þjóðinni puttann og tjá henni um leið að þeir hafi spilað eftir leikreglunum sem þeirra menn hafi sett, já þá er komið nóg. 

Þið getið ráðið ykkur leikstjóra til að skipuleggja hvernig þið komið fyrir í Kastljósi. Þið getið ráðið ykkur topplögfræðinga og PR menn. Þið getið auglýst heilu opnurnar í fjölmiðlum ykkar og vinanna.  Þið getið komið þar fram og sagt að þið gerðuð ekkert ÓLÖGLEGT!

En ekkert ykkar skítseiðanna á nokkurn tímann til með að geta horft framan í nokkurn annan Íslending án þess að finna fyrir veruleikafyrrtu og græðgislega eðli þínu. Nema þú sért algerlega siðlaus skíthæll. Sem mig grunar að þú sért.

 Vertu áfram stoltur af því að hafa ekki brotið lög. Vertu stoltur af sjóðunum þínum. Vertu stoltur af því að ófædd börn erfa skuldir „ekki“ glæpa þinna.

Þú þarft líka að vita það að nú þegar hefur fólk svift sig lífi vegna þess að það trúði því sem þú lést fólk segja þeim. Þú mátt vita það að undirmenn þínir þurftu áfallahjálp þegar þeir komust að því að þeir voru búnir að draga alla fjölskylduna sína í plottið þitt.

Plottið þar sem 4 milljarðar urðu 15 milljarðar. Og svo framvegis. Þar til Garðar Hólm opinberaðist. Fölsk söngrödd. 

Haltu áfram að koma fram og markaðssetja þig. Kenndu alþjóðafjármálahruninu um. Segðu áfram að eignir dugi fyrir skuldum. Segðu áfram að fyrirtækið hafi verið vel rekið. Haltu áfram að markaðssetja þig sem fórnarlamb alþjóðakreppu.

Á sama tíma og þú baktryggir þig með því að skrá eignir þínar á aðra. Og markaðssetur þig sem alþýðumann með því að ferðast á almennu farrými.

Veistu hvað? Við sjáum í gegnum þig. Þú ert ekki Íslendingur. Þú ert Églendingur.

Þeir taka þetta til sín sem eiga. 


mbl.is Ekki brugðist við varúðarorðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Nú a loksins að fara að rannsaka (vonandi án leikkstjóra), svo það verða allir að sýna að þeir voru að reyna að vara alla við. Þetta var allt hinum að kenna.

Villi Asgeirsson, 27.2.2009 kl. 21:19

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Já hrunadansinn er hafinn og enginn bar neina ábyrgð. En spyrjum að leikslokum. Ég get ekki ímyndað mér að þessir menn sleppi. En refsingin verður sennilega í formi þess að segja skamm!

Ævar Rafn Kjartansson, 27.2.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband