Smjörfjall Davíðs - fjörið er rétt að byrja

Nú veit ég ekki hvort Davíð hafi gert eins og Bjarni Ármannsson, fengið sér leikstjóra til að undirbúa Kastljósviðtalið. Vonandi hefur hann þá ekki borgað mikið fyrir leikstjórnina því hann hafði engan veginn stjórn á hroka sínum og yfirlæti. En ég ætla ekkert að velta fyrir mér viðtalinu hér enda bara búinn að hlusta tvisvar á það þannig að það bíður betri tíma.

Smjörklípan sem ég beið eftir, bomban sem ég hélt að hann myndi varpa kom aldrei! Í staðinn greip hann til klasasprengjutækninnar og varpaði fullt af litlum smjörklípum sem þjóðin jórtrar núna á hissa í framan og er veltandi fyrir sér meðan stóru spurningarnar falla í gleymsku. Sennilega geymir Davíð heilt smjörfjall í frysti í Seðlabankanum og ætlar að verjast þar þangað til að Alfreð Þorsteinsson kemur á hvíta hestinum honum til bjargar.

Hvort mylsnan sem Davíð bauð upp á dugar til að beina athyglina frá honum er ólíklegt en hann sýndi það að allt sé fyrr fórnanlegt fyrr en kemur að honum. Já, eins og einn forystumanna Sjálfstæðisflokksins sagði um daginn: „Þetta eru spennandi tímar!“

Svo er náttúrulega ekkert skrítið við 18% stýrivexti ef þeir gilda ekki um pólitíkusa og vildavini þeirra.

 


mbl.is Gæti talist mútuþægni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband