23.1.2009 | 12:59
Er mótmælunum sjálfhætt?
Auðvitað óska allir landsmenn Geir góðs bata og góðs gengis í veikindum sínum. Það má eiginlega segja að hann sé að stíga til hliðar á sínum forsendum en ekki mótmælenda. En þetta er einkennileg staða að forystumenn beggja stjórnarflokkanna skuli eiga við alvarleg veikindi að stríða á þessum erfiðu tímum. Miðað við að Ingibjörg Sólrún hafi ekki fulla starfskrafta væri einnig eðlilegt að hún víkji þó ekki væri nema tímabundið. En ég er kátur með kosningardagsetninguna. Gefur nýjum öflum tækifæri til að skipuleggja sig og bjóða fram. En svo er spurningin hvort mótmælunum sé lokið?
Geir: Kosið í maí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Greinar
Mikilvægar færslur
- Mamma, við skulum bara skila kjúklingnum!
- Andra Snæ Magnason sem forsætisráðherra!
- Lækjarsprænan Þjórsá og vald Landsvirkjunar Umhverfismatið skoðað
- Lækurinn Þjórsá - Um kunnáttu þrastarins í japanskri Kamakazi hernaðarflugtækni Upplifun okkar
- Ef að stjórnmálamennirnir okkar geta ekki haft vit fyrir þjóðinni þarf þjóðin að hafa vit fyrir þeim!
Athyglisvert
Síður sem mér finnst áhugaverðar
- Nýtt lýðveldi
- Borgarafundur
- Nýir tímar
- Takk Færeyingar!
- Þjórsá.com Um virkjanaframkvæmdir Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár
- Amnesty Íslandi
- Ísraels mannréttindasamtök á herteknu svæðum Palestínu
- Náttúruvaktin
- Náttúran.is
- Landvernd
- Umhverfisstofnun
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Vinir Íslands
- Savingiceland.org/
- Sól í Straumi
- Sól á Suðurnesjum
- Myndir frá Kárahnjúkum
- http://www.hugmyndaflug.is/forum/
- Horfin náttúra Kárahnjúkar
- Myndband frá vinum Íslands
Nýjustu færslur
- Draumurinn um Ísland
- Nýju föt keisarans og maðkétna mjölið
- Hvers vegna segi ég nei við Icesave samningnum?
- Sauðfé, fésauðir og vestfirsk villidýr.
- Norrænt helferðareinelti.
- Stríðið er byrjað!
- Ónýta landið - ónýta liðið.
- Hvenær finnst ÞÉR nóg komið?
- Steingrímur fjármálastjóri í sláturhúsi frjálshyggjunnar.
- Gleymdirðu að segja: Nei djók, Steingrímur
Færsluflokkar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- reykur
- tharfagreinir
- palmig
- ingibjorgelsa
- einherji
- haukurn
- jensgud
- hafstein
- svenni
- siggisig
- toshiki
- dofri
- valgerdurhalldorsdottir
- ingimar
- almal
- havagogn
- andreaolafs
- kolgrimur
- mosi
- bibb
- bjarnihardar
- olinathorv
- solir
- grazyna
- ragnaro
- hognihilm64
- ottarfelix
- lehamzdr
- paul
- svansson
- birgitta
- begga
- photo
- asarich
- gullvagninn
- helgigunnars
- safi
- baldurkr
- magnusthor
- malacai
- asthildurcesil
- bergthora
- biggijoakims
- brjann
- gattin
- brandarar
- fridaeyland
- gerdurpalma112
- lucas
- skulablogg
- maeglika
- klaki
- skessa
- heimssyn
- hildurhelgas
- himmalingur
- gorgeir
- hlynurh
- minos
- daliaa
- isleifur
- kreppan
- fun
- jenfo
- jogamagg
- jax
- jon-o-vilhjalmsson
- askja
- reisubokkristinar
- larahanna
- marinogn
- mal214
- manisvans
- omarragnarsson
- pallheha
- ragnar73
- raksig
- lovelikeblood
- sigrunzanz
- duddi9
- siggi-hrellir
- sigurjonsigurdsson
- stebbifr
- must
- saethorhelgi
- torfusamtokin
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- belladis
- vefritid
- vesteinngauti
- vga
- tibet
- steinibriem
- thj41
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er það nokkuð einkennilegt. Álagið á þeim er slíkt að það hlýtur að leggjast líka á líkamann.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.1.2009 kl. 13:04
Ég er ekki svo viss um að mótmælum sé sjálfhætt. En það er kannski von að fólk fari aðeins að slappa af með grjótkastið að lögreglunni. Þeir hlutir sem mótmælendur eru að krefjast, eru loksins að gerast, óháð ástæðunum á bak við þau tíðindi. Mótmælendur ættu að vera glaðir með sitt starf.. allavega þeir sem eru að mótmæla með vitið í kollinum.
Árni Viðar Björgvinsson, 23.1.2009 kl. 13:06
Þetta eru vissulega sorglegar fréttir varðandi Geir. Auðvitað kom aldrei annað til greina enn kosningar.
En í mai, og að sama stjórn sitji áfram (sem er í upplausn ) og óbreytt staða í Seðlabanka og fjármálaeftirliti, það er að mínu mati staða sem er óásættanleg.
hilmar jónsson, 23.1.2009 kl. 13:10
Slagorðið hefur verið "vanhæf ríkisstjórn". Ríkisstjórnin verður að víkja, og það þarf að skipa utanþingsstjórn.
Nonni, 23.1.2009 kl. 13:11
Mótmælin munu róast.. en eitthvað er ég efins um að þeim sé hætt. Ég er ánægður að farið sé að vilja fólksins og það var löngu tími komin til.
Brynjar Jóhannsson, 23.1.2009 kl. 13:17
Við mótmælum áfram, þó þetta séu skelfileg tíðindi og sorglegt að þau séu bæði svona veik.
En krafan stendur enn. Stjórnin jafn vanhæf og áður og tíminn líður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.1.2009 kl. 13:17
Þessi ríkisstjórn hefur haft meira en 100 daga til að segja okkur hvað hún er að gera og láta okkur finna það. Hún hefði jafnvel getað fengið starfsfrið. „Krónan okkar og sveigjanleikinn sem henni hefur fylgt er afar mikils virði finnst mér.“ (Geir 26. maí 2008) eða „sko, það eru bara allir að vinna sína vinnu.“ (sama viðtal). Og Ingibjörg sama dag: „verið að byggja upp viðbúnað í landinu.“
Þegar við fáum svona setningar frá forsætis- og utanríkisráðherra í lok maí og búum við svona ástand núna er alveg ljóst að þau voru ekki að vinna vinnuna sína. Og upplýsingaleysi stjórnvalda er búið að mála þau út í horn.
Ævar Rafn Kjartansson, 23.1.2009 kl. 13:48
Hvernig væri að skella sér inn á vef Alþingis og lesa ræðu forsætisráðherra frá í fyrradag þar sem hann taldi upp í um 40 liðum hvað búið er, og hvað verið er að gera í málum þjóðarinnar, í stað þess að tuða um að "ekkert sé gert og ekkert hafi verið gert"?
SIGGA GUÐMUNDS, 23.1.2009 kl. 14:18
Það eru allavega tvær ástæður fyrir því að mótmælin munu halda áfram. Engar breytingar hjá FME og Seðlabankanum.
Villi Asgeirsson, 23.1.2009 kl. 14:35
Mótmælunum var aldrei beint gegn persónu Geirs, og á því verður engin breyting þó hann einn ætli að draga sig í hlé í Mai næstkomandi. Var það ekki hann sjálfur sem sagði að "við ættum ekki að persónugera vandann"? Ríkisstjórnin er enn sú sama og hún skal víkja, sama á við um stjórnendur Seðlabanka og Fjármálaeftirlits.
Bataóskir til Geirs.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2009 kl. 14:43
Sigga, ég tók þig á orðinu og hlustaði AFTUR á ræðu Geirs. Sjá hér. Vissulega telur hann ýmislegt upp og margt af því þarft. En meðan stýrivextir eru svona og óðaverðbólga samhliða verðtryggingu heitir þetta að lengja í hengingarólinni. Sem sagt að dauðastríðið taki lengri tíma. Ég kalla það ekki úrræði að maður sleppi við að borga fyrir skilmálabreytingar og stimpilgjöld, megi leigja húsnæðið sem maður missir eða lengi í þessum lánum til 70 ára. Ég kalla þetta þrældóm lagðan á þjóðina.
Ævar Rafn Kjartansson, 23.1.2009 kl. 15:27
Ég er hættur að mótmæla en aðrir ekki. Ég hef valið að einbeita mínum kröftum að vinnufundum og verkefnum tengdum því að hafa áhrif í gegnum flokksstarf í VG og hagsmunasamtökum heimilanna. Hver verður að forgangsraða þeim tímum sem viðkomandi notar til samfélagsmála sérstaklega þegar það gerist við hliðina á 40 stunda vinnuviku.
Héðinn Björnsson, 24.1.2009 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.