Þegar reiðin fær ekki útrás...

Það hefur kraumað í mér reiði sl. mánuði. Reiði sem fær ekki útrás með bloggi eða kurteisislegum mótmælum með fyrirfram ákveðinni dagskrá með ræðumönnum, upphafi og endi. Þó einhver lesi reiðilesturinn á blogginu og sé sammála sefar það ekki reiðina. Heldur ekki að hlusta á ræður fólks sem er sammála manni. Reiðin kraumar áfram og í gær skrifaði ég óbirta bloggfærslu þar sem ég ákvað að draga mig í hlé. Hætta að úttala mig um hlutina. Hætta að mæta á friðsamlegu og huggulegu samkundurnar á Austurvelli. Í dag mætti ég á Austurvöll með blendnar tilfinningar. Og Mackintosdós með skrúfum. Sem er ágætis hljóðfæri.

Í dag fékk ég útrás fyrir part af reiðinni yfir glæpum landráðamanna. Og getulausum luðrum sem telja sig stjórnvöld hér á landi.

Ég hef aldrei verið eins stoltur af EKKI ÞJÓÐINNI eins og í dag. Þó ég hafi bara verið til að verða fimm í dag er ég sannfærður um að þetta haldi áfram á morgun. Og hinn og hinn. Þangað til að þeir sem við treystum fyrir landsstjórn átti sig á því að það umboð hafi verið afturkallað í ljósi frammistöðu þeirra.

Í dag varð ég vitni að því að lögreglan notaði piparúða án þess að vera ógnað. Og sprautaði markvisst á ljósmyndara áður en þeir sprautuðu yfir „skrílinn.“

Í dag varð ég vitni að því að í skjóli þess að mótmælin væru „ólögleg“ beitti lögreglan piparúða og kylfum á saklaust fólk sem sýndi „borgaralega óhlýðni“ við  þungvopnaðar óeirðasveitir Björns Bjarnasonar.

 Í dag varð ég vitni af hugrekki fólks á öllum aldri. Fólks sem vill ekki leyfa stjórnvöldum sem stóðu sig ekki að halda áfram að standa sig ekki.

Í dag öðlaðist ég aftur trú á að það sé hægt að laga landið, siðferðisvitundina og verðmat þar sem manneskjan er ofar hámarksgróða ósvífinna hákarla.

Á morgun ætla ég að mæta aftur á Austurvöll. Ef ég verð einn þar eins og skrattinn úr sauðaleggnum legg ég mitt skott niður milli lappa og geng álútur heim. Og hætti þessu helvítis bloggi. En ég held að EKKI ÞJÓÐIN verði þarna líka. 


mbl.is Mannfjöldi á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

sæl það kemur að því það sýður uppúr eg líki þessu við knattspyrnu leik þegar leikmaður fær rauða spjaldið hann skilur það

Ólafur Th Skúlason, 20.1.2009 kl. 21:36

2 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Klukkan hvað ætlarðu að vera þarna? Ég mæti um hádegi, við verðum þá bara tveir að berja á trommur :)

Óskar Steinn Gestsson, 20.1.2009 kl. 21:38

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hef grun um að þú verðir ekki maður einzamall, Ævar minn, þjóðin er stigin upp af skottinu ...

Steingrímur Helgason, 20.1.2009 kl. 21:41

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Kl. eitt með einhvern af trommugörmunum mínum.

Ævar Rafn Kjartansson, 20.1.2009 kl. 21:53

5 Smámynd: Diesel

Sameinaðir stöndum vér....

Diesel, 20.1.2009 kl. 22:17

6 Smámynd: Ingibjörg SoS

Sundraðir föllum vér

Ingibjörg SoS, 20.1.2009 kl. 23:48

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég skil stolt þitt og baráttuanda. Furðulegt að þeir sem skipa lögreglumönnunum að beita því ofbeldi sem þú lýsir skuli ekki átta sig á því að þeir eru að magna upp reiðina, samstöðuna og kalla yfir sig byltinguna sem við vonuðum öll að þyrfti ekki að koma til.

Við komum saman hér á Akureyri líka og ætlum að gera það daglega eins lengi og með þarf. Það verður að flæma þessi nátttröll út af þinginu til að reisa hér við nýtt lýðræði! Baráttu- og stuðningskveðjur!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.1.2009 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband