Hverjum á að treysta?

Með færslum mínum hér fyrir neðan, DV málinu og ótrúverðugri blaðamennsku Fréttablaðsins af eigendum sínum hefur sannast algert tómarúm þar sem áður var traust og skilningur milli blaðamanna og almennings. Hyldýpi sem verður ekki fyllt af núverandi miðlum. Miðlum sem hafa reynt að setja ofan í okkur eins og ráðamenn karamellufréttir og smjörklípur á sama tíma og vönduð rannsóknarfréttamennska og fréttaskýringar byggðar á ÖLLUM upplýsingum er krafa lesenda.

Ísland er skipt í tvær fylkingar. Önnur inniheldur dáðalausa ráðamenn þjóðarinnar, örvæntingarfull möppudýr sem unnu vinnuna sína það illa að svona er komið fyrir okkur. Embættismannabákn sem hefur étið á sig gat með auknum fjárveitingum án sýnilegra afkasta. (Sem dæmi má nefna sendiráðasukkið td. - hefur það skilað einhverju?). Í þessu sama liði er stofnun sem á að höndla fjöregg þjóðarinnar: Seðlabankinn. Þar ganga menn um og gefa yfirlýsingar sem gjaldfella okkur niður fyrir Simbabve, með undirmenn sem berja á „kommúnistadrullusokkum“!

Þessum hópi tilheyra líka auðræningjarnir sem með skipulögðum hætti rændu lífeyrissjóðina, sparifé og lífeyri þjóðarinnar með bókhaldsbrellum sem engin þjóð önnur hefur skilið. Og þegar þeir voru búnir að þurrausa námurnar hér sneru þeir sér til útlanda. Með íslensku þjóðina að veði.

Þessi þjóð á forseta sem teikaði þotur ræningjanna og jarmaði um ágæti þeirra erlendis. Gaf þeim gæðastimpil sem jafnaðist á við gæðavottorð og lánsfjárhæfisstimpil. 

Forystumenn þessa hóps hafa séð til þess að Samkeppniseftirlitið er tannlaus kettlingur sem skiptir sér ekki að því þó einn maður eigi 60% hlutdeild í matvörumarkaðnum og þar ríki einnar krónu virk samkeppni. Þeir sömu eiga sök á því að fjármálaeftirlit var fjármagnað af bönkunum sem þeir áttu að hafa eftirlit með. Þeir sömu eiga  sök á því að dreifða eignaraðildin sem átti að verða við sölu bankanna varð bara enn eitt kennitölufiffið. Sama gerðist við sölu símans.

Ekkert af þessu hefði gerst ef fjölmiðlar hér hefðu ræktað eftirlits- og rannsóknarskyldu sína og  fylgt eftir þeim vísbendingum sem komu fram. Ég er ekki með þessu að halda fram að fjölmiðlar beri ábyrgðina á ástandinu, frekar sýna fram á hversu lítilsgildir þeir eru í höndum stjórn- og auðvaldsins.

Þessi hópur skilur ekki enn að hinn hópurinn er ekki  tilbúinn í meira af því sama. Hinn hópurinn sem samanstendur af okkur. Venjulegu fólki sem er að missa húsin sín og atvinnu. Ekki kommúnistum, framsóknarmönnum, smiðum og bankastarfsmönnum. Bara Íslendingum sem erum ekki enn búin að skilja hvað við gerðum til að verðskulda þetta. Þrátt fyrir flatskjáinn og erlenda bílalánið.

Hvet alla til að lesa þetta:  Hvað má ekki segja okkur?

gdp.jpg

 Og þetta:

Winners and losers


mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Yfirfarið og samþykkt án athugasemda.

Árni Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.