„lokað var fyrir bloggið á þessar fréttir því þar var að finna orðbragð sem ekki þótti viðeigandi á blog.is“!

Þetta er svarið við spurningu Halldórs Björnssonar til mbl.is um tvær greinar tengdar Ólafi Klemenssyni hagfræðing Seðlabankans og aðkomu hans að mótmælunum á gamlársdag. Hér er færslan hans Halldórs í heild:

Ég sendi eftirfarandi bréf:

Góðan dag.

Hver er skýringin á að búið er að loka á blogg tengingar við tvær fréttir:


Með ósk um skjót svör,
Halldór Björnsson
á bæði fréttadeild og tæknideild mbl.is og stuttu síðar barst mér svar:
Sæll Halldór
Ástæðan fyrir því að lokað var fyrir bloggið á þessar fréttir er sú að þar var að finna orðbragð sem ekki þótti viðeigandi á blog.is
kveðja
Guðrún
Ég er búinn að senda þetta svar bréf:
Sæl Guðrún.
Takk fyrir skjótt svar.
Hvers vegna er ekki bara lokað á þá sem voru að brjóta reglur blog.is? Ég á mjög erfitt með að skilja tilganginn í að loka á allar færslurnar, var sjálfur búinn að lesa margar og þar var ekki að finna neitt orðbragð sem ætti að brjóta gegn reglum blog.is
Halldór Björnsson
Og þetta er nýjasta svarið:
Nú veit ég bara ekki - held - er ekki viss - að það sé ekki hægt að loka á hluta af blogginu - en þeir á netdeild@mbl.is geta svarað til um það
kv
Guðrún

Ég hef farið yfir þessar færslur hér: Taldi sér ógnað - mbl.is - athugasemdir horfnar… og komnar aftur inn og ekki séð neitt svo gróft að réttlæti þessa ritskoðun.

Í yfirklóri sínu vegna þessa segir Ólafur að hann hafi talið sér ógnað. Ég spyr hver er að ógna hverjum á þessum myndum?

picture_8.jpgpicture_7.jpgpicture_6.jpgpicture_5.jpgpicture_3.jpg


mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jamm það er verið að hlífa þessum óraseggjum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.1.2009 kl. 19:17

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þarna er enn einn sem þarf að hreinsa út!

Ævar Rafn Kjartansson, 3.1.2009 kl. 19:22

3 Smámynd: Gunnar

Rétt að benda á að einhverjar athugasemdanna við seinni fréttina er að finna á http://truth.is/?p=870

Gunnar, 3.1.2009 kl. 19:34

4 Smámynd: Neddi

Ætti þá ekki að loka á blogg við annari hverri frétt af mótmælunum útaf orðbragði sem viðhaft er gagnvart mótmælendum?

Neddi, 3.1.2009 kl. 19:56

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mikið er ég fegin að þetta var tekið upp og birt!! Þetta er með því allra heimskulegasta sem ég hef séð! Hvernig dettur mönnunum í hug að haga sér svona eins og gargandi hálfvitar?? Hver er eiginlega tilgangurinn með svona fantaframkomu?

Ég sá sem betur fer ekki til þessa tvíeykis því ég er ekki viss um að ég hefði getað stillt mig um að svara þeim Hins vegar sá ég og var með fólki sem talaði við þennan ljóshærða með gleraugun sem hagfræðingurinn í Seðlabankanum er að ógna á fyrstu þremur myndunum hér að ofan. Sú viðkynning gaf mér mynd af vel gerðum og hófstilltum ungum manni eins og rólyndisleg viðbrögð hans sem koma fram á myndbandinu bera best vitni um

Þessir tveir sem ganga um með sóðakjaft og ruddaframkomu eru sjálfum sér og málstaðnum sem þeir þykjast vera að verja til háborinnar skammar! Ætli þeir séu svo blindir að þeir átti sig ekki á því sjálfir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.1.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.