Fólk eða flokksræflar?

Bjarni opinberar hér goggunarröð flokksræflanna á þingi: Fyrstur er trúnaðurinn við flokkinn. Í öðru sæti eru auðmennirnir sem fjármagna flokkanna. Og í þriðja lagi fjölmiðlar auðmannanna. Hvort að kjósendur séu svo í fjórða sæti skal ósagt látið en einhverra hluta vegna virðist yfir 90% þjóðarinnar hafa annað á tilfinningunni. Ég hefði aldrei trúað því að ég ætti eftir að tala vel um framsóknarmann en Bjarni kom inn á þing sem manneskja ekki flokksræfill. Og það eru manneskjur ekki flokksdindlar og auðmannaskækjur sem við þurfum á þing. Burt með þessar liðleskjur úr þingsölum!
mbl.is Stjórna í gegnum fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég get nú ekki hælt Bjarna fyrir það sem hann afrekaði og verður hans minnisvarði að rægja samflokksmann sinn án þess að þora að gera það undir enginn nafni þeir sem þannig vinna eru ekki merkilegir að mínu mati og ekki til þess fallnir að vinna heiðarlega.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 16.12.2008 kl. 17:44

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég var ekki að mæla því bót hvernig framsóknarmenn níða hvern annan eða kaupin gerast á þeirri Eyri.  En er ekki klaufaskapur hans við bakstungurnar vitni um það að hann er ekki orðinn gegnsýrður af Gollumískri aðferðafræði Framsóknarspillingaflokksin?

Ævar Rafn Kjartansson, 16.12.2008 kl. 20:24

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Betri er klúðruð bakstúnga en velheppnuð beint á ská ?

Steingrímur Helgason, 16.12.2008 kl. 23:02

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Nei en hann hafði þó manndóm til að segja af sér eftir að hann komst að því að hann kunni ekki að handleika hnífa. Það væri betra ef þeir sem kunna ekki að handleika fjöregg þjóðarinnar tækju hann sér til fyrirmyndar að því leiti.

Ævar Rafn Kjartansson, 17.12.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.