Hið raunverulega Alþingi - borgarafundur 24. nóvember 2008

Ég lét mér nægja að horfa á borgarafundinn í sjónvarpinu núna. Fann samt til samviskubits yfir að sýna ekki samstöðu og mæta. En þarna var rödd þjóðarinnar mætt. Og ríkisstjórnin hlustaði ekki fremur venju.  Ég er ekki frá því að Ingibjörg Sólrún hafi framið pólitískt Harakiri með því að segja að þetta væri ekki þverskurður þjóðarinnar. Geir var enn hrokafyllri og segir núna í fréttum að þetta hefði verið ákveðin stemmning en ekki endilega það sem endurskoðar sýnir þjóðarinnar frekar en Þjóðviljinn sem þrátt fyrir nafnið hefði aldrei endurspeglað þjóðarviljann. Segir þetta okkur ekki nóg? Ég get sagt fyrir mig að fullt af klappinu og stuðningi við ýmislegt er ekki endilega að gera sig fyrir mig. Kosningar í febrúar finnst mér glapræði þó ekki sé nema fyrir tíðafar. Hvað þá heldur annað.

Þorgerður Katrín er komin á fullt í baráttunni fyrir að verða næsti leiðtogi Sjálfstæðismanna. Svo diplómatísk að uppskera klapp á sama tíma og samráðherra hennar dýralæknirinn sem sér um fjármálin var baulaður niður. Kristján Möller hrokafullur fyrirgreiðslupólitíkus þumbaðist  í spurningarlausu svari við að réttlæta tilveru sína. Össur brá sér í trúðagervi. Aðrir ráðherrar stóðu sig enn verr. Og pínlegt að horfa á sakamanninn Árna Johnsen bakvið ræðupúltið með fílusvip og krosslagðar hendur. Honum leiddist greinilega pakkið í salnum.

En þarna var komið saman hið raunverulega Alþingi landsins. Raddir fólksins. Þó þær hafi ekki komist inn fyrir hlustir hrokagikkjanna í ríkisstjórn endurómuðu þær kröfur okkar og væntingar. Raddir venjulega Íslendinga. Hvort sem það þarf 10-20 þúsund Íslendinga á Austurvöll, hvað sem mér finnst um aðstandendur mótmælanna, hvað sem verður í gangi milli lögruglu og almennings, þá kemur þessi ríkisstjórn til með að fara frá. Ég vil ekki græna, frjálslynda samspillingarmenn í þeirra stað og það gerist ekki. Við eigum fullt af fólki sem getur sótt um að gæta hagsmuna okkar.

Ekkert þeirra virðist vera í stjórnmálaflokki!


mbl.is Húsfyllir í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Manni ofbýður svo yfirlætið og hrokinn í þessu liði að það veldur ógleði... sennilega afleiðingar þeirrar óraunveruleikatilfinningar sem maður er haldinn þessa daganna. Hvernig er alltaf hægt að skýla sér á bak við að þetta og hitt endurspegli ekki endilega vilja allrar þjóðarinnar þegar almenningur talar en fylgja svo vilja 20-30 einstaklinga eins og blindir kálfar?

Ekkert þeirra var að vandræðast yfir því hver vilji þjóðarinar væri í því sambandi eða ímyndar þetta lið sér að þeir sem kusu þá hafi verið að gefa þeim og vinum þeirra fullkomnar aflaheimildir í fjárhag heimilanna? Svo skilyrðislausar að þeir máttu setja þjóðina á hausinn án þess að sæta nokkurri ábyrgð...

Óþarfi að misnota frelsi mitt til athugasemda, við þennan ágæta pistil, í að missa sig algerlega svo ég stoppa hér.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.11.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Gjáin sem einhver fyrirspyrjandinn talaði um var áþreifanleg. Við þurfum þessa raunveruleikafyrrtu stjórnmálamenn burt. Sem fyrst.

Ævar Rafn Kjartansson, 24.11.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég get tekið undir með þér. Samt var ég ósáttur við fundarstjórnina. Það að fundarstjóri skuli leyfa sér að gaspra svona um seðlabankastjóra undir lok fundarins var ekki til framdráttar málstað þeirra sem vilja sjá stjórn hans skipt út. Vona að við fáum betri fundarstjórn næst þá er hægt að fá meira út úr svona fundi.

Haraldur Hansson, 24.11.2008 kl. 23:46

4 identicon

kvitt, ágætis greining hjá þér.  Ég var meira fyrir Össur en þú, mér finnst ágætt að vita hvað menn hugsa og ég veit alltaf hvað Össur er að hugsa, ef það er smá efi, þá opnar hann alltaf að endingu munninn og það kemur í ljós. :)

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:46

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Haraldur: Ég bendi þér að ef þú villt hafa áhrif á form fundarinns að þá ertu velkominn á skipulagningsfund fyrir næsta borgarafund. Sendu bara tölvupóst á borgarafundur @ gmail.com. Þá færðu fundarboð, verkefni og áhrif.

Héðinn Björnsson, 26.11.2008 kl. 16:46

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Takk fyrir þetta Héðinn. Var búinn að hugleiða það og dríf í því núna.

Ævar Rafn Kjartansson, 26.11.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband