Vorum og verðum „trylltur skríll!“

Þarna er kannski komin skýringin á ummælum hrokagikkjanna ISG og Geirs að þeir sem voru á borgarafundinum endurspegluðu ekki þjóðina! Við vorum og erum skríll og þau lénsherrar. En varalið og gas kemur ekki til með að stoppa skrílinn í því að skipta út spillingarliðinu. Það sem er helsta vandamálið er að það er ekki búin að myndast nein raunhæf samtök um að taka við stjórn. Ekki viljum við stjórnarandstöðuna í staðinn.
mbl.is Austurvöllur fyrr og nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: molta

Sammála.  Þurfum endurbætur á lýðræðinu, t.d. að hægt sé að kjósa fólk en ekki flokka.  Í nýlegri skoðanakönnun fréttablaðs voru 70% gegn stjórninn, en í nákvæmlega sömu könnun hefðu stjórnarflokkarnir haldið sínum 40 manna meirihluta!

það er augljóst að þetta kerfi dugar ekki til að "koma skilaboðum" til valdastéttarinnar, enda eru þau alveg óhrædd og áhugalaus um kosningar, það er bara tímaeyðsla í þeirra huga, því þau vita að þau sitja þarna enn eftir kosningar með "endurnýjað umboð".

molta, 26.11.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Við þurfum algerlega nýtt kerfi...leggjumst undir feld og skoðum hvernig við getum komið þessum spillingaröflum frá og hvernig við viljum byggja upp annað ög betra samfélag. Það eru margir að hugsa það sama og nú þarf að samstilla þetta fólk og mynda einhverswkonar breiðfylkingu sem getur byrjað að vinna að þessum dýrmætu breytingum.  Ég bara get ekki einu sinni séð myndir af núverandi ráðamönnum..mér verður hreinlega óglatt og kvíði framtíðinni undir þeirra stjórn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.11.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Breiðfylkingin eða flokkarnir sem verða myndaðir fyrir næstu kosningar verða fjárlausir á móti 371.5 milljónum sem Alþingi skaffar stjórnmálaflokkunum! Á hverju ári! Þar af Sjálfstæðisflokki 136 milljónum. Þetta fyrir utan „frjálsu“ framlögin sem Sjálfstæðisflokkurinn skipar fyrirtækjum að greiða sér (Sbr. Jón ólafsson um Stöð 2) og allt hitt er það sem við sem viljum raunverulegt Alþingi sem endurspeglar þjóðina, þurfum að keppa við. En við sigrum!

Ævar Rafn Kjartansson, 27.11.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.