Eru Gestapóaðferðir ok við suma?

 Það er búið að skrifa mikið hér um þvagleggsmálið eins og farið er að kalla það. Fólk skiptist í fylkingar og þeir sem réttlæta aðgerðir lögreglunnar á Selfossi gefa í skyn að konan hafi átt þessar meðfarir skyldar sökum ölvunar. Og ég ætla síst af öllu að réttlæta gerðir hennar. En akkúrat í þessu liggur mergur málsins. Lögreglan á Íslandi kemur fram við drukkið fólk sem réttindalaust í skjóli þeirra úrræða sem þeim er heimilt að beita í þeirri vissu að ENGINN MÓTMÆLI. Drukkinn einstaklingur hversu illa sem hann er á sig kominn HEFUR EKKI AFSALAÐ SÉR MANNRÉTTINDUM SÍNUM FYRR EN HANN ER ORÐIN ÓGN VIÐ AÐRA. Var þessi kona ÓGN við lögregluna? Var einhver hætta á að hún fengist ekki dæmd fyrir brot sitt? Það kemur mér rosalega á óvart að þessi sýslumaður og Selfosslögreglan skuli verða uppvís að svona gestapó-aðferðum. Málið er nefnilega að burtséð frá sekt þessarra konu og ég vona að hún hljóti sem strangasta dóm fyrir sitt athæfi þá erum við öll bara venjulegt fólk sem gerum mistök en þegar einhver manneskja gerir svona mistök og er fyrir vikið NAUÐGAÐ AF HEILBRIGÐIS- OG LÖGGÆSLUFÓLKI þá er eitthvað orðið verulega rotið í fyrrum danaveldi. Það að konan eigi þetta skilið er nákvæmlega eins og þegar menn segja að hún hefði þá ekki átt að vera í minipilsi eða daðra svona við nauðgarann.

Ég ætlaði ekki að blanda mér inn í þessa heitu umræðu en þegar fólk er farið að réttlæta gestapóaðferðir vegna þess að manneskjan var ekki samkvæmt Lögreglusamþykkt er nóg til að mér ofbjóði. Í mínum huga er þetta ekkert annað en nauðgun Lögreglunnar á Selfossi á dauðadrukknu fórnarlambi!

Ég vil engan afslátt á hennar dómi en heilbrigðisstarfsfólk og lögreglumenn sem gera svona eiga að fara líka á bak við lás og slá.

 

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338403/2 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Ég er sammála þér. Þetta er ljótt athæfi lögreglunar. Hér áður afsökuðu menn sig á því að "þeir voru svo fullir að þeir vissu ekki hvað þeir gerðu". Nú er það ekki lengur tekiðgilt sem afsökun en þá hefur lögreglan ekki heldur leifi né rétt til að nota þessa afsökun : Þeir voru svo fullir að þeir vissu ekki hvað við gerðum. Mer finnst það svona undirliggjandi skýring hjá lögreglunni á Selfossi.

Brynjar Hólm Bjarnason, 28.8.2007 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband