23.8.2007 | 12:42
Listin að græða morðfjár - bandaríska yfirstéttarleiðin.
Er einhver sem trúir því enn að stríðið í Írak hafi verið síðasta hálmstrá Bandaríkjamanna til að koma á lýðræði í landinu og losa það við slæman einræðisherra með gereyðingarvopn? Einræðisherra sem bretar ásamt bandaríkjamönnum áttu mestan heiður á að koma til valda. Einræðisherra sem leifði AL Qaida EKKI AÐ STARFA innan sinna landamæra. Landamæra sem eru núna helsta starfssvæði þeirra. Er einhver sem efast enn um raunverulegar ástæður fyrir þessu. Er þetta stríð gegn hryðjuverkum eða eitthvað enn viðameira? Eru USA og Bretland kannski að réttlæta stóra bróðurs hugsun sína? Sem Davíð og Halldór aumkunarverðir sveitasmalar samþykktu auðmjúkir fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Ég horði á athyglisverðan þátt á ríkissjónvarpinu um rokk og pólitík í gær. Aðalpælingin var Víetnamstríðið og áhrif rokktónlistar við að stöðva það. Samsvörunin á Víetnamstríðinu og Íraksstríðinu var sláandi. Bandaríski herinn lærði það af Víetnamstríðinu að það þarf að ritskoða hvað almenningur sér og hefur gert það síðan þannig að brennandi líkamshlutar eru ekki á dagskrá í dag. Frekar notast við eitthvað sem er eins og úr tölvuleik og sýnir hversu nákvæmar "smart" bomburnar þeirra eru þegar bíll á ferð sést springa í tætlur. Minna fer fyrir þegar þeir fyrir "misskilning" skjóta saklausa vegfarendur eða sína eigin liðsmenn í frumeindir. Samsvörunin milli Richard Nixons og George Bush, réttlætinga þessara stríða en bandarísk fyrirtæki áttu gríðarlega verðmæt námuréttindi í Víetnam og þess ágreinings sem er nú uppi um skiptingu olíuauðs Íraks. Verktakasamningar Halliburton þar sem VARAFORSETI bandaríkjanna var stjórnarformaður (president)en þetta fyrirtæki fékk (að mestu án útboðs) flesta samninga um uppbyggingu landsins, fæðu- og vatnsöflun hermanna (sem hefur oft reynst skemmt) og fleiri samninga sem allir hafa gefið fyrirtækinu vel í hönd. Það vel að eignir varaforseta bandaríkjanna eru taldar hafa farið úr 65 milljónum króna í fjögurþúsundfimmhundruðogfimmtíumilljónir á nokkrum árum. Ég veit ekki með þig en mér finnst nóg komið. Bandaríkjamenn stefna samt að innrás í Íran, Sýrland, Líbanon sennilega Jemen, Líbíu og Norður-Kóreu. Þá ætti olíuverð að haldast stöðugt og Dick Cheney að fitna. Bandarískir undirmálsunglingar deyja áfram í hrönnum en George Bush hefur komið því til leiðar sem þeir sem borguðu stjórnmálabaráttu hans ætluðust til. Sleppum herforingjastjórn Pakistans, mannréttindabrotum saudi-araba, grimmd Ísraela, margföldun heroínframleiðslu í Afganistan sem var nánast horfin undir stjórn Talibana. Horfum framhjá fjöldamorðunum í Alsír og Súdan. Horfum framhjá því að kontraskæruliðarnir í Nigaragua hafi verið fjármagnaðir af CIA með dóppeningum. Horfum framhjá aumingjaskap bandarískrar lýðræðisástar gagnvart Myanmar (Burma). Horfum framhjá því hvernig bandarísk stjórnvöld misnotuðu sína íslensku skeynisveina Davíð og Halldór þannig að þeir sáu sér þann kost vænstan að flýja í öryggi uppgjafarinnar hjá pólitískum stertimennum - feit embætti. En er einhver sem heldur því fram og trúir að það sé bandarísku- eða alþjóðasamfélaginu til góða sem þessir menn eru að gera?
Þetta hafði Cheney að segja 1994 um það að ráðast á Írak:
En það var áður en hann gat sjálfur grætt á stríði:
Halliburton og Cheney:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Facebook
Athugasemdir
Orðið "hagvöxtur" er orðið að einhverju skelfilegu óféti í hausnum á mér og farið að valda mér vanlíðan. Þetta er huglægt fyrirbæri miklu fremur en að það segi frá einhverju því sem hægt er að festa hendur á. Það getur verið bullandi hagvöxtur hjá þjóðum sem lifa við þjáningar í öllum þeirra skelfilegu myndum.
Mér er næst að halda að þetta fyrirbæri átrúnaðar markaðs- og frjáshyggju hafi afar litla skírskotun til lífshamingjunnar, en leitin að henni er drifkrafturinn í lífi flestra manna.
Peningastofnanir eru orðnar einhverskonar félagsleg fyrirbæri pólitískrar umhyggju tiltekinnar stjórnmálaflokka. Í umræðunni fyrir sölu ríkisbankanna var nánast rætt um að losa aumingja bankana úr þeirra pólitíska varðhaldi.
Og í dag er rætt um sparisjóðina með sömu tilburðum.
Þegar efla þarf hinn tölfræðilega útreiknaða hagvöxt er allt leyfilegt. Innrásir í sjálfstæð ríki og hverskyns hryðjuverk er réttlætt með væntingum um hagvöxt einhverra þjóða.
Aldrei eru systurnar menning og dómgreind niðurlægðar líkt og þegar taka þarf til hendinni í þágu þessa óhugnanlega fyrirbæris.
Árni Gunnarsson, 24.8.2007 kl. 13:24
Ég skammast mín fyrir að borga skatt til íslenska ríkisins, vitandi það að hann er notaður til að fjármagna stuðning okkar við þetta siðlausa brölt á þessum slóðum. Ég hugga mig ekki mikið við þá línu að við séum að vinna í "uppbyggingarstarfi" í þessum löndum.
Almenningur fer ekki í stríð, það eru stjórnvöld sem tromma og eiga við almenningsálitið í gegn um þá miðla sem tiltækir eru og svo hlaupum við í dauðann fyrir siðlausa og gráðuga menn eða hópa sem standa ögn fyrir aftan leiksviðið.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 16:23
Sjaldan er góð vísa of oft kveðin............
og þessi þá kannski sérstaklega núna!
Ævar Rafn Kjartansson, 27.8.2007 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.