2.7.2007 | 21:05
Hærri hita- og rafmagnsreikningar framundan!
Farsinn kringum Hitaveitu Suðurnesja virkar á fréttamenn eins og um byltingu í þessum málum sé að ræða. Einkafyrirtæki að koma inn í viðskiptaform sem hingað til hefur verið í höndum sveitarfélaga og ríkis. Og þetta sé tilefni til að vera upprifinn yfir. Nema fréttaþurrðin sé svona skelfileg sem ég held að sé ekki í ljósi td. þess að mbl.is sá enga ástæðu til að fjalla um mótmælafundinn við Urriðafoss á laugardaginn.
En það gleymist stórt atriði. Mjög stórt fyrir okkur neytendur. Það skiptir engu máli hver verður ofaná í þessum slag. Við verðum alltaf undir.
Hversu margir sem milljarðarnir verða á verðmiðanum þá verður það ekki Geysir Green, Hafnarfjarðarbær eða Reykjanesbær sem borgar brúsann. Það verða við neytendur með hækkunum, nýjum gjaldaliðum og svo framvegis.
Síminn var að hækka gjaldskrá sína og skráning í símaskrána hjá (einkafyrirtækinu þeirra með einkaréttinn) um 100% .
Hefur einhver spáð í hvað þetta sakleysislega orð "seðilgjald" er að moka mörgum milljörðum á ári frá launafólki inn í þessar stofnanir?
Ég hef meira að segja fengið reikning frá Orkuveitunni sem á stóð: Seðilgjald kr. 249.- EKKERT ANNAÐ!
Þessar viðskiptaslaufur eru ekki góðar fréttir fyrir okkur launafólkið frekar en fákeppnin á matvöru- trygginga- eldsneytis- byggingavöru- og svo mætti lengi telja , markaði.
Einu sinni kenndum við dönskum um einokunina. Í dag greiðum við uppkaup sumra á dönskum fyrirtækjum með matvörukaupum okkar.
Það er ekki langt í að landið verði alfarið í höndum 3-4 valdakjarna. Ætlar vinnulúna þjóðin þá að taka við sér?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fáum dögum eftir að falleg bújörð í góðri sveit er auglýst til sölu er hún komin í eigu einhvers auðmanns.
Aðrar Norðulandaþjóðir eru búnar að bregðast við þessu með lögum og reglugerðum en við erum svona að byrja að ræða þetta okkar á milli.
"Frelsi einstaklingsins" er orðið býsna frjálslegt hjá okkur þegar í það stefnir að allar auðlindir okkar, fasteignir þjóðarinar og fyrirtæki verði eign nokkurra "dugnaðarmanna" innan afar fárra ára.
Það var orðið hungrað markaðs-og frjálshyggjuljónið þegar Mr. Doddsson hleypti því út úr búrinu.
Árni Gunnarsson, 3.7.2007 kl. 00:21
Satt hjá þér. 1100 hektara land sem ég var að velta fyrir mér fyrir nokkrum árum kostaði þá 8.5 milljónir. Verðmiðinn er nú 110 milljónir. Þetta er eins og með kvótann, óveiddur hugsanlega ekki til fiskur er samskonar veðsetning og steinsteypa.
En við getum huggað okkur við að einokunin er ekki lengur dönsk.........
Ævar Rafn Kjartansson, 6.7.2007 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.