Ríkisstjórn minnihlutans?

Það er spurning hvort maður sæki ekki um sem pólitískur flóttamaður í Færeyjum. Ef Framsóknarófétið í dauðahryglu sinni verður áfram við kjötkatlana í boði Sjálfstæðisflokksins verður haldið áfram að misþyrma landinu með stóriðju og virkjunum. Gamla fólkið fær enn að búa með ókunnum inn á stofnunum. Sett verður nýtt met í sendiherrum, ráðherrum og útbýttum bittlingum til þeirra sem sáu um kosningabaráttu líksins. Verðbólgan og þenslan halda áfram undir stjórn álhausanna.

Þetta kusu 48,3% þjóðarinnar yfir okkur.  11,7% kusu Framsóknarófétið og eins og með 6,3% mann þeirra sem er valdamesti maður Reykjavíkur getur það gerst að 50% ráðherra og nefndarmanna komi frá þessari ólýðræðisvaldaklíku. Þá skiptir engu hvort þeir hafi raunverulegt umboð á bakvið sig. Það eru bara völdin og bittlingarnir sem skipta máli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Við erum mörg sem erum  heiðarlegir Framsóknarmenn og okkur sárnar svona orðalag. Við trúum á samvinnuhugsjón og manngildi ofar auðgildi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.5.2007 kl. 17:12

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er nefnilega gallinn hjá ykkur. Það er fullt af heiðarlegu fólki í þessum flokki en þið ráðið engu. Það er valdaklíkan sem á Framsókn sem stjórnar ykkur. Og þið getið ekki þrætt fyrir það að AUÐGILDIÐ hefur ráðið ferðinni hjá ykkur ekki samvinnuhugsjónin.

Bjarni Harðar er kannski maðurinn sem ykkur vantaði til að gera Framsókn aftur að marktækum stjórnmálaflokki. 

Ævar Rafn Kjartansson, 13.5.2007 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband