Með lögum skal land byggja en ólögum eyða.

Ágæti þingmaður,

Með lögum skal land byggja, en ólögum eyða.  Á Íslandi ráða ólög í dag sem eru á góðri leið með að eyða samfélagi okkar. Þessi ólög eru ósanngjörn og óréttlát og þarf tafarlaust að endurskoða og breyta.

Við setningu laganna um verðtryggingu 1979 var sett verðtrygging á lánasamninga OG launasamninga. Við afnám verðtryggingar á laun urðu til tveir gjaldmiðlar í landinu. Verðtryggða króna lánveitandans og óverðtryggða króna launamannsins og skuldarans. Þetta tíðkast hvergi annars staðar og hlýtur að teljast mannréttindabrot af hálfu ríkisvaldsins.

Réttur skuldara er einnig fyrir borð borinn ef að því kemur að óverðtryggðu krónunar hans  duga ekki lengur til greiðslu verðtryggðu krónanna. Við meðferð bankanna á skuldurum í vanda er hagkvæmara fyrir bankann að selja ofan af viðkomandi en afskrifa og endursemja. Sá sem skuldar í dag 30 milljónir króna í 20 milljón króna eign má búast við að eignin seljist á 5 milljónir á uppboði, bankinn skráir eignina sem 20 milljón króna eign í eignasafn sitt ásamt 25 milljón króna eftirstöðvum sem skuldarinn situr eftir með alla sína ævi. Lög um gjaldþrotaskipti á Íslandi eru ólög sem þarf að færa til jafns við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Þangað til getur þessi ríkisstjórn ekki kennt sig við norræna velferðarstjórn.

Lyklafrumvarp Lilju Mósesdóttur hefur verið harðlega gagnrýnt af Seðlabanka Íslands og öðrum fjármálastofnunum auk þess að virðast vera í svæfingarmeðferð á Alþingi. Yrði þetta frumvarp að lögum myndi samningsaðstaða skuldara stórbatna. Bankar hafa ábyrgari og varkárari útlánastefnu.

Það vill enginn þurfa að skila lyklum hvorki af íbúð sinni né bíl. Það hlýtur að vera síðasti kostur hvers manns. Það er dapurlegt að horfa upp á eignarhlut sinn í eigin húsnæði verða að engu. Missa þannig það sem átti að vera ellilífeyrir viðkomandi. Ekki minna dapurlegt að ríkisstjórnin stundi smáskammtalækningar sem bankarnir sem ollu hruninu fái að stjórna  eftir eigin höfði.  Plástrar séu settir á svöðusár.  En að sjá aldrei aftur fram á eignamyndun við greiðslu húsnæðislána vegna verðtryggingarólaga og efnahagsóstjórnar er óásættanlegt. Flatur niðurskurður eða einhver sérmeðferð er ekki það sem við erum að biðja um. Með samþykkt frumvarps Lilju Mósesdóttur gefst hverjum og einum kostur á semja við fjármálastofnanir á viðunnandi hátt eða skila af sér eigninni og byrja nýja tilveru án kæfandi byrða um ókomna tíð, tilkominna vegna efnahagshruns og óstjórnar sem aðrir bera ábyrgð á.

Við sem undir þetta ritum erum ekki þjóðin. En við erum þverskurður hennar. Úr öllum flokkum, af öllum aldri og úr öllum landshlutum. Við förum fram á það við þingmenn landsins að þeir greini opinberlega frá afstöðu síns til frumvarpsins og starfi í þágu fólksins en ekki flokksins.  Tíma sé ekki eytt í umræður um súludans, afgreiðslu léttvíns í matvöruverslunum og störukeppni um Icesave. Aðeins þannig öðlast Alþingi aftur traust almennings.


mbl.is Nauðungaruppboðum ekki frestað frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Ég get skrifað undir þetta.

Kristján Gaukur Kristjánsson

Billi bilaði, 28.4.2010 kl. 11:45

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Heyr heyr!

Baldvin Jónsson, 28.4.2010 kl. 12:02

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvar skrifa ég undir?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2010 kl. 12:09

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Á Facebook geta þeir sem ég sendi bréf um þetta smellt á bláa svaratakkann og sett in nafn. Svo er hægt að skrá sig hér eða á aevaroghelga@gmail.com en ég set þig hér með á listann Ásthildur. Strax búinn að fá mjög góð viðbrögð.

Ævar Rafn Kjartansson, 28.4.2010 kl. 12:29

5 Smámynd: Margeir Örn Óskarsson

Sammála þessu að mörgu leiti. Mér finnst þó alveg óþarfi að afskrifa skuldir hjá þeim sem settu sig á kaf í skuldasúpu nánast viljandi. Þá er ég að meina fólk sem varla hafði efni á að borga af lúxus lifnaðinum fyrir hrun. Kaupandi hús og bíla á launum sem engan vegin gátu staðið undir þessu öllu.

Hins vegar vil ég að stjórnmálaflokkar hætti alfarið að auglýsa og láti þá heldur verkin tala. Stjórnmálamenn og flokkar fá nægan tíma í sjónvarpi og blöðum til að kynna sínar skoðanir og málefni. Engin þörf á auka auglýsingum...

11. milljónir er líka allt allt allt of mikið
http://www.ruv.is/frett/setja-thak-a-auglysingakostnad

Margeir Örn Óskarsson, 28.4.2010 kl. 12:37

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Margeir, með þessu frumvarp er ekki verið að leggja mat á hverjir sýndu óábyrga hegðun. Það bara gefur fólki kost á betri samningsstöðu og möguleikanum á tilveru áfram eftir gjaldþrot. Sammála þessu með auglýsingaféð.

En verður þú með í bréfinu?

Ævar Rafn Kjartansson, 28.4.2010 kl. 13:08

7 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

er sammála

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 28.4.2010 kl. 13:42

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kvitt!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.4.2010 kl. 15:03

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Tek þessu sem svo að þú sért með Rakel.

Ævar Rafn Kjartansson, 28.4.2010 kl. 15:05

10 identicon

Legg til að fólk kóperi þetta, lagi texta ef það vill og sendi persónulega á einn og einn þingmann, hringi kannski líka í þá til að fylgja á eftir.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 17:02

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ævar: Þú áttir einmitt að skilja „kvittið“ á þann hátt sem þú gerir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.4.2010 kl. 18:27

12 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Er með.

Margrét Sigurðardóttir, 28.4.2010 kl. 19:20

13 Smámynd: Gunnar Már Antonsson

Þarf að losa fjötra nútíma þrælahalds. Get skrifað undir þetta

Gunnar Már Antonsson, 28.4.2010 kl. 19:50

14 Smámynd: Einar Björnsson

Skrifa heilshugar undir þetta...  

Einar Björnsson, 28.4.2010 kl. 20:10

15 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Set nafn mitt undir...

Halldór Jóhannsson.

Halldór Jóhannsson, 28.4.2010 kl. 22:04

16 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Vil mynna á að Steingrímur J. Sigfússon sagði fyrir hrunkosningarnar að veðtryggingu yrði að afnema og það hefði alltaf staðið til að gera það eftir að verðtrygging var afnumin af launum. Nú hefur hann tækifærið til að fara að þoka þessu máli áfram.

Brynjar Hólm Bjarnason, 28.4.2010 kl. 22:54

17 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ekki spurning, auðvita er ég með og sömuleiðis maður minn og börn (uppkomin)hvernig ber ég mig að á ég að senda þér nöfn þeirra eða kennitölur e.a. með kv.Hulda

Hulda Haraldsdóttir, 29.4.2010 kl. 03:44

18 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Hæ aftur, ég er búin að senda uppl á gmailið þitt  kv

Hulda Haraldsdóttir, 29.4.2010 kl. 04:03

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kvitt

Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2010 kl. 18:40

20 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Ég er með.

Þórður Björn Sigurðsson, 29.4.2010 kl. 23:07

21 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég vil kvitta undir þetta.

Sigurður Hrellir, 30.4.2010 kl. 10:53

22 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég er búinn að senda á þingmenn en ég geri það aftur eftir nokkra dag. Þarf fullt nafn á þér Sigurður.

Ævar Rafn Kjartansson, 30.4.2010 kl. 12:19

23 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég er með!

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 30.4.2010 kl. 14:47

24 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

ég get óhikað skrifað undir þetta :)

Andrea J. Ólafsdóttir, 1.5.2010 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband