Fúnir innviðir Íslands og heilsuspillandi rakasveppir.

Rannsóknarskýrslan hefur leitt í ljós algert vanhæfi ýmissa embættis- og stjórnmálamanna. Með afgerandi hætti. Hvar annars staðar í heiminum er bankamálaráðherra puntudúkka sem fær ekki einu sinni að vita af málum? Hvar annars staðar í heiminum getur fyrrverandi stjórnmálamaður hlammað sér í Seðlabankastjórastól af því hann pantaði fyrst? Það væri hægt að tapa sér hér í skýrslunni en það sem ég vil vekja athygli á er það sem rannsóknarnefndin rannsakaði ekki!

ALLAR stofnanir og embættismenn sem skýrslan náði yfir fengu annað hvort falleinkunn eða lélega. Og þá komum við að því. Er nokkur ástæða til að halda að aðrar stofnanir ríkisins séu skilvirkari og kraftmeiri?  Er ástæða til að halda að þeir stjórnmálamenn sem tóku við af föllnu foringjunum séu betri. Með sín milljarða kúlulán?

 Nei, skýrslan sýnir að innviðir íslenska stjórnarkerfisins eru fúnir og með heilsuspillandi myglusveppum. Það er ekki nóg að mála yfir þá þeir koma alltaf aftur í gegn jafn heilsuspillandi.

Það þarf að rífa allt draslið út. Henda því. Helst brenna það. Og byggja nýtt eftir nýjum teikningum gerðum af fagmönnum ekki fúskurum. Með eldvarnarveggjum og alvöru brunaeftirliti. 

Til þess er Alþingi ekki treystandi. Né stjórnmálaflokkunum. Hvað þá embættiskerfinu. Hér þarf raunverulegt framhald búsáhaldabyltingarinnar. Hér þarf stjórnlagaþing. Hér þarf raunverulegt eftirlit almennings með stjórnmálaflokkunum og ofvöxnu embættismannakerfi þeirra. Hér þarf svona rannsóknarnefnd að störfum ÁFRAM!austurvoll_9902.jpg


mbl.is Útlánasafnið á bakvið Icesave var lélegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir með þér!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.4.2010 kl. 14:22

2 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Tek heilshugar undir með þér hérna, góð og skemmtilega skrifuð grein

Steinar Immanúel Sörensson, 15.4.2010 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband