Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Get ég ekki gert þetta líka?

Þe. selt félagi í minni eigu eignahlutann í húsinu mínu og næsta félagi skuldirnar og bingó! Laus af króknum. Nei það er víst ekki þannig sem það gengur fyrir sig hjá okkur almúganum. En aðallinn kann þetta. Hjá sumum kallast þetta siðleysi en öðrum viðskiptasnilld.
mbl.is Íslensk afþreying gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef því miður enga trú á þessari nefnd.

Þó að í nefndinni sé hið hæfasta fólk er ég ekki alveg að kaupa að starf hennar muni skila nokkrum sköpuðum hlut öðrum en kattaþvotti á afglöpum stjórnmálamanna og skammi á fjárglæframennina. Verða stjórnmálamennirnir sem stóðu á bak við einkavæðingu bankans og aðferðir þeirra til að einkavinavæða þá rannsökuð? Verður stórfurðuleg vegferð Finns Ingólfssonar frá ráðherra til ríkidæmis rannsakað? Verða pólitískar stöðuveitingar td. í seðlabankastjóra- og hæstaréttardómsstóla rannsakaðar?

Verður svipt hulunni af fákeppnistilburðum auðmanna? Eða hvort Stím málið hafi verið lögbrot? Eða hvort Sjóvá hafi fjármagnað byggingarnar sínar í Hong Kong með iðgjöldum?

Allavega er lestur á lögunum um nefndina óttarlega bitlaus lesning. Og ef að nefndarmenn þurfa að eyða heilu dögunum í að velta fyrir sér hæfi hvers og eins í hvert sinn sem einhver ýlfrar undan gagnrýni gerist ekki mikið annað á meðan.


mbl.is Sigríður ekki vanhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

67 milljónir, nei 68 milljónir og dagurinn rétt að byrja........

Á meðan ég skoðaði Iceslave síðuna í 2 mínútur jukust vextirnir af Iceslavesamningnum um 127.120 krónur. Vextir dagsins í dag voru þá komnir í 67,7 milljónir. Vextir dagsins í dag!!!

747.950.718.860 kr.  er staða skuldarinnar. Eignirnar á bakvið óþekktur pappír. Á meðan þetta var skrifað bættust 338.139 krónur við vextirna. Er ekki kominn tími til að  skipa nýja samninganefnd? Er þetta raunveruleikinn sem íslenskir útrásarvíkingar eru að komast upp með að bjóða okkur?


mbl.is Icesave-skuldaklukka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hann arkitekt spillingarinnar?

Finni Ingólfssyni tókst sem áhrifamiklum stjórnmálamanni að stýra heilum banka í eign sjálfs síns og félaga. Ma. með blekkingum um að þýskur banki væri meðal kjölfestufjárfesta.  Bankinn reyndist svo skúffufyrirtæki. Hann sölsaði svo undir sig og viðskiptafélaga VÍS á undirverði, Frumherja og reyndi að kaupa Aðalskoðun en með því hefði hann haft einokun á bílaskoðunum. Góðvinur hans og spillingarbróðir Alfreð Þorsteinsson seldi Finni alla mæla Orkuveitunnar á um 200 milljónir sem Finnur rukkar svo 200 milljónir á ári leigu fyrir. Ekki slæmur buisness. Sennilega hefur Finnur aldrei þurft að leggja út fyrir neinu af þessum viðskiptum sínum heldur fengið lán með veðum í hlutabréfum eins og hinir snillingarnir. En það sem alvarlegast við gjörðir hans og hinna sem ég leyfi mér að kalla þjófanna er umgengni þeirra um lífeyrissjóðina og ekki síst hvernig þeir misnotuðu eignir Samvinnutrygginga:

„Eignir Samvinnutrygginga voru um tíma miklar. Um mitt ár 2007 var tekin ákvörðun um að slíta tryggingafélaginu og greiða rúmlega 50 þúsund fyrrverandi tryggingatökum fyrir eignarhlut sinn í félaginu, þ.e. þeim sem áttu rétt til þess. Utan um skuldbindingar félagsins var stofnað fjárfestingafélag, Gift, og var eigið fé þess um 30 milljarðar þegar ákvörðun um slit var tekin“. Úr Mbl.is  22.5.2009

Hvað var það sem gerði Finni leyfilegt að nota þetta fé fyrir sig? Jú, þetta var fé án hirðis. Og Finnur fundvís á það.Ég fullyrði að Finnur sé einn aðalarkitektinn af viðskiptasiðferðisleysissoranum sem hér fékk að grassera eins og arfi í saur. Ef hann er eitthvað ósáttur við þessa útnefningu þá kærir hann mig bara.

Fjölmiðlar láta okkur fá í smáskömmtum mola og mola um brot þessarra manna gagnvart samfélaginu. Engin alvöru rannsóknarmennska hefur td. farið fram um umsvif og tengsl þessarrar fámennu klíku og vinnubrögðin sem þoldu ekki dagsbirtu. Lára Hanna Einarsdóttir, Eyjan Hvítbók og Tíðarandinn hafa staðið sig vel í fylla þetta skarð upplýsinga frá hefðbundnu fjölmiðlunum

 Segir leitun að spilltari stjórnmálamanni

Fyrirtæki Finns

Fleiri fyrirtæki hans

Aðkoman í REI

Grein eftir Sverri Hermannsson um Finn og félaga.


mbl.is Langflug gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er uppfært mat sérfræðinga einhver sannleikur?

Úr fréttinni: „Þessi fjárhæð er háð mikilli óvissu þar sem samningum, sem nú standa yfir um virði og fyrirkomulag þessara eigna er ekki lokið. Þá er vakin athygli á að öllum tölum ber að taka með varúð vegna mikilla breytinga á gengi gjaldmiðla, sérstaklega á gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu erlendu gjaldmiðlunum.“

Á venjulegri íslensku þýðir þetta að sérfræðingarnir haldikannski miðað við ákveðnar aðstæður geti hugsanlega fengist 1100 milljarðar fyrir eignirnar. Kannski. Og kannski ekki.

Semsagt allavega 200 milljarðar lenda á þjóðinni sem er þá 625.000.- á hvert mannsbarn. Kannski verður þetta fjórföld sú upphæð. Þar fyrir utan eru líkur á hundruðum dómsmála vegna eignanna fyrir breskum dómsstólum. Þannig að „eignirnar“ eru tveir fuglar í skógi.

Einhver annar kemur til með að þurfa að borga minn 625.000 kall vegna þess að nú þegar get ég ekki borgað mínar eigin skuldir. Hvað ætli það gildi um marga?

Erlend matsfyrirtæki eru að endurmeta lánshæfi Íslands. Það er nú þegar komið niður í BBB- sem þýðir að ef það er fellt um einn flokk erum við komin á blað með svokölluðum jönkbréfum. Einskis virði. 

Er þetta bara ég eða finnst einhverjum fleirum eins og það þurfi að fara að draga einhverja til ábyrgðar? Það er alveg greinilegt að það er ekki nóg fyrir stjórnmálamenn að stíga til hliðar í þessu máli. Þeir sem vaktina stóðu ásamt glæpamönnunum sem stóðu að málum eru að mínu mati landráðamenn.  Það kemur betur í ljós með hverjum deginum. Huggulegheitunum hjá sérstökum saksóknara og sannleikanefndinni sem eyðir tíma sínum í að karpa um hvert þeirra sé vanhæft verður að fara að ljúka. Áður en Reykjavík brennur í óeirðum og uppþotum. Venjulegt fólk er búið að fá miklu meira en nóg.


mbl.is Eignir duga ekki fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáum við ekki eignir Landsbankans erlendis afhentar?

Þórdís Ingadóttir dósent við HR sagði frá því í fréttum fyrir stuttu að það væri alls ekki sjálfgefið að íslensk stjórnvöld fengju eignir Landsbankans í Bretlandi til ráðstöfunar. Líklegast væri að fjöldi málaferla kröfuhafa bankans væru framundan þannig að líkurnar á að selja eignir upp í Iceslave glæpinn eru hverfandi. Þetta ef rétt reynist er enn ein ástæðan fyrir því að Alþingi má ekki samþykkja þennan samning.
mbl.is Bresk stjórnvöld verja hryðjuverkalögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í þá gömlu góðu daga.......

 Skoðum aðeins hvað er verið að segja:

„markmið þessarar nýju stofnunar [sé] að stuðla að uppbyggingu öflugs innlends fjármálamarkaðar og stuðla að virkri og eðlilegri samkeppni á þeim markaði, tryggja gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og tryggja virka upplýsingamiðlun til almennings."

„sérstakri valnefnd verður farið að tilnefna einstaklinga til setu í stjórnum og bankaráðum fjármálafyrirtækja en Bankasýsla ríkisins kýs stjórnir fyrirtækjanna á hlutahafafundum. “

Hvað þýðir þetta annað en að flokksbittlingapólitíkin er komin til að vera? Kannski ættum við líka að taka upp skömmtunarkerfin gömlu sbr. myndinni hér fyrir neðan?

atvr.jpg


mbl.is Stofna Bankasýslu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græddi meira en 20 milljónir.

Björn Ingi Hrafnsson fékk kúlulán frá KB-banka fyrir rúmar 60 milljónir króna árið 2005 til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann var þá aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Björn Ingi seldi hlutabréfin í bankanum og græddi meira en 20 milljónir. Lesa meira.

Góður bísness: Finnur Ingólfsson með haustak á þér

Áhugaverð frétt í DV á dögunum upplýsti hvernig Alfreð Þorsteinsson seldi vini sínum og vopnabróður Finni Ingólfssyni í Frumherja allt mælakerfi Orkuveitunnar þegar Don Alfredo var stjórnarformaður OR. Nú leigir OR þessa sömu mæla af Frumherja og borgar 200 milljónir á ári. Sú upphæð er nálægt kaupverðinu svo varla þarf hagfræðing til að sjá að þetta var horngrýti góður bisness.

Þessu til viðbótar var samþykkt um nýliðin áramót að Frumherji má rukka bíleigendur um 15 þúsund kall ef þeir koma mánuði of seint með drusluna í skoðun. Áður var látið nægja að tvöfalda skoðunargjaldið eða þar um bil. Þetta ætti að tryggja Finni Ingólfssyni og félögum hans í Frumherja reglulegt tekjuflæði alla mánuði ársins og má vel dást að útsjónarsemi mýrdælska sveitapiltsins. Einhver skósveinn í myrkviðum ráðuneytis hefur þurft að leggja krafta sína fram við að koma þessari breytingu á og launa þannig flokknum stöðuveitinguna forðum.

Á meðan þjóðin sveltur, svitnar og grætur undan kreppunni situr Finnur Ingólfsson nokkuð tryggur uppi í Frumherja og peningar streyma til hans eftir lögboðnum leiðslum úr vösum allra sem eiga bíl og allra sem nota hita og rafmagn. Svona vinnur hinn raunverulegi Framsóknarflokkur að því að tryggja hag sinna bestu manna. Þú kemst aldrei undan Finni. Hann er með haustak á þér.

Þetta er úr tveimur greinum á Hvítbók.vg. Við erum að tala um tvo stjórnmálamenn sem buðu sig fram til að þjóna hagsmunum þjóðarinnar eða hvað? En þeir hafa væntanlega ekki gert neitt ólöglegt.


Þetta eru bara tvö dæmi um leikreglurnar hér á landi. Gröfumaðurinn er hetja fyrir að láta ekki traðka á sér og bíta tilbaka þannig að bankinn tapi því þó hann eigi nýja kröfu á á gröfumann eftir verknað held ég að það fáist lítið af henni til baka. Og varla hefur bankinn tryggt sig gagnvart skemdarverkum þeirra sem þeir eru að hirða húsin af. Þeir ættu kannski að fara að huga að því?

 


mbl.is Biður nágranna afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skila sjóðnum með 32 milljarða króna tapi það ár.

„Þorgeir Eyjólfsson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Lífeyrisjóðs Verlsunarmanna.
„Þetta er hluti af mínum starfskjörum,“ sagði Þorgeir í viðtali við DV í mars um að hafa þegið þrjátíu milljónir á ári í laun fyrir störf sín. Honum var auk þess útvegað tíu milljón króna Cadillac Escalade til afnota í boði sjóðsins. Í starfi sínu sem forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í fyrra tókst Þorgeiri að skila sjóðnum með 32 mílljarða króna tapi það ár.“
  Úr DV 15. maí 2009.

Þetta er meðal þess sem má lesa á Hvítbók.  Þarna er verið að safna saman upplýsingum um bankasukkið og spillinguna og ég hvet alla sem hafa upplýsingar til að senda þær þangað.


mbl.is Einleikur forseta á bjöllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfulsins Framsóknarbull.....

Maðurinn sem framsókn sótti úr 14. sæti framboðslista síns í borgarstjórnarkosningunum var aldrei kosinn stjórnarformaður Orkuveitunnar vegna þess að hann væri faglega hæfastur. Nema þá til þess eins að moka yfir spor Alfreð Þorsteinssonar sem hefur einkarétt á mælunum sem Orkuveitan flytur til landsins. Þessum sömu og Finnur Ingólfsson keypti af orkuveitunni fyrir svipaða upphæð og hann fær í leigugreiðslur á hverju ári. Sömu mælum og ég fékk bréf um að væri eign Orkuveitunnar og þeim væri heimilt að leita til lögreglu ef ég vildi ekki leyfa Finni að lesa af þeim.

Orkuveitan undir stjórn Alfreðs hækkaði verðskrána í hittifyrra ef ég man rétt vegna þess að miklir hitar orsökuðu minni notkun. Nokkuð sem minnisvarði Alfreðs, flugmóðuskipið sem hann lét byggja undir starfssemina mátti ekki við. Enda komið milljarða yfir kostnaðaráætlanir.

Framsóknarfnykinn þarf að komast yfir og það verður hvorki gert með reykelsum eða nýjum front samberandi glottandi nýtt formannsandlit þessarar hagsmunaklíku. Það verður gert með klór og því að upplýsa um hagsmunaspillingarferlið sem hefur ráðið ríkjum í landinu. Þá eiga margir eftir að sýna sitt rétta andlit. 

Með Búrfellsvirkjun var þeirri karamellu fleygt í þjóðina að raforkuverð til heimilanna myndi lækka. Það reyndist bull. Núna td. með því að gera Hitaveitu Suðurnesja að HS veitum og HS orku er verið að stórauka kostnað neytenda. Þessum rottugang gráðugra verður að linna. 


mbl.is Verður að virða umsaminn trúnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband