Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
29.4.2009 | 21:46
Þögult verðsamráð er krefjandi verk!
Forstjóri Neitt er ekki öfundsverður af kjörum sínum. Honum hefur með dómi verið gert óheimilt að fara upp í Öskjuhlíð til að hitta forstjóra hinna olíufyrirtækjanna og sammælast um verð, kjör og skiptingu um lægstu tilboð til stórkaupenda. Þess utan gert ókleyft að senda minnismiða og tölvupóst með samkeppnishamlandi leiðbeiningum. Það sér það hver heilvita maður að forstjóri sem býr við svona strangar leikreglur þarf að hugsa útfyrir kassann til að viðhalda okri án þess að upp um það komist. TD. verðleggja bensínið út úr korti í trausti þess að hinir forstjórarnir sem hann má ekki tala við skilji málið. Og fari nú ekki að andskotans til að leggja eitthvað minna á bensínið til skrílsins.
Þess utan þarf hann að safna fyrir arð- og bónusgreiðslum hluthafanna og sektinni sem Samkeppniseftirlitið skellti á fyrirtækið. Ásamt töpuðum dómsmálum vegna verðsamráðs. Bæði komnum og ókomnum fram. Sú sekt verður greidd af neytendum enda á Neitt fullt í fangi með að halda í við eigin arðsemis- og græðgissjónarmið. Svona eins og öll önnur íslensk fyrirtæki sem hafa getað látið okkur neytendur njóta góðs af einnar krónu verðmun í þeirri bullandi fákeppni sem hér ríkir. 29.6 millur fyrir þetta eru smámunir. Hann gæti unnið hjá skilanefndum bankanna fyrir meira.
Forstjóri N1 með 29 milljónir í laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2009 | 21:52
Fjármálafyrirtækin eru að klára drápin á þjóðinni og fyrirtækjunum
Þessi frétt kemur mér ekki á óvart enda veit ég fjölmörg dæmi svipuð þessu. Varðandi bankana var í september - október staðan þannig að ef þú varst kominn í vanskil vildu þeir ekkert gera fyrir þig. Fólk í skilum átti séns á frystingu og skuldbreytingum. Ekki við hin sem gátum ekki lengur borgað. Það sama á við um fyrirtækin í landinu. Ég veit um eitt velrekið fyrirtæki sem hefur alla burði til að lifa þetta af þrátt fyrir um 50% samdrátt í sölu. Fyrirtæki sem getur ekki lengur leyst út vörur vegna þess að bankarnir lána ekki. Þeir sitja á öllu sínu fé til að geta sýnt góða eiginfjárstöðu en um leið sinna ekki hlutverki sínu. Nema gegn margföldum veðum.
Þetta fyrirtæki á eftir 4-5 daga áður en því verður lokað. Ekki af því að það geti ekki lifað af heldur út af því að eðlileg lánastarfssemi og fyrirgreiðsla er ekki lengur til staðar í landinu. Hvað sem segja má um framsóknartillöguna um leiðréttingu lána þá hafa ríkisstjórnarflokkarnir hingað til bara boðið okkur upp á lengingu í hengingarólinni, auðmýkjandi greiðsluaðlögun og óhæft bankakerfi gagnvart fjölskyldum og fyrirtækjum landsins. Því verður að breyta strax nema Steingrímur frændi vilji halda um stjórnartauma meirihluta fyrirtækja landsins og reka leigumiðlun fyrir okkur allan almenning.
Stjórnin hefur gert á pappírunum ýmislegt til að hjálpa en í praxís er það núll. Ég hefði haldið að fyrr frysi í helvíti en ég hrósaði Framsóknarmönnum og kannski er 20% leiðrétting þeirra yfir línuna röng aðferð en þeir hugsuðu ÚTFYRIR KASSANN! Það held ég að VG komi aldrei til með að geta og miðjumoðssamsullið sem ætlar að láta Evrópu bjarga landinu ókeypis eigi líka bágt með að gera.
Það eru komnir 6 mánuðir af engu til að reisa við bankakerfið. 6 mánuðir án skýrrar stefnu nema leynistefna IMF sé það sem ríkisstjórnin styðst við. Ef svo er eru það landráð gagnvart þjóðinni að leyna hana skilmálum IMF.
Við fólkið í landinu viljum vita hvort það sé einhver von. Von til að halda húsinu án þess að greiða af því til 130 ára aldurs. Von til þess að bankakerfið fari að virka. Von til þess að réttlæti milli lánenda og lántakenda verði við lýði. Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur benti á það í grein í Fréttablaðinu að það væru tveir gjaldmiðlar í gangi á Íslandi. Verðtryggða krónan og sú óverðtryggða. Sú sem við fáum útborgað í. Sú sem við semjum um launahækkanir í. Oftast upp á 2-4% á ári. Núna með 17% verðbólgu. Hann bendir á að á 30 ára tímabili hefur þessi króna fallið um 3250%!!!!!!! Ég ætla að gera þessari grein hans betur skil seinna en meðan fjármálastofnanir eru að slátra fyrirtækjum og heimilum eins og það sé sláturtíð hjá þeim þá er eitthvað að ríkisstjórn sem lætur eins og allt sé að þokast í rétta átt. Svoleiðis stjórnvöld eru jafn ónýt og aðrar Haardandi rikisstjórnir.
40 vinnutækjum fátækari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2009 | 12:19
Hrollvekjandi fyrirsögn!
Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2009 | 17:23
Við höfum engan áhuga á að semja neitt við þig og erum að fara með þig í nauðungarsölu!
Hef verið að lesa yfir reynslusögur fólks af vef Hagsmunasamtaka heimilanna af viðskiptum við bankana sl. mánuði. Ætla að láta fylgja hér glefsur úr þessum greinum með tengingum inn á frásagnirnar í heild. Bankar eru enn bara starfræktir til að græða það kemur aldrei til með að breytast en það er alveg ljóst að skv. þessu að þeir eru ekkert á leiðinni með að breyta starsháttum sínum ef tekin eru mið af þessum dæmum.
Sigrún Ægisdóttir: En lánið sem ég tók fyrir fyrirtækið uppá 9.000.000 stendur enn í því sama þó að ég sé búin að borga í rúm 4 ár yfir 160.000 á mánuði, hvernig er það hægt ég hef verið í viðræðum við bankann og er komin í vanskil með lánið og þá kemur intrum til sögunna, mér finnst þetta skelfilegt hvað ég er að borga í vexti og kostnað. Síðan eiga eftir að koma vextir af skatti og fleira. Maður þarf að setja sjálfan sig á hausin . En það er ekki það sem ég vil ,ég vil halda haus en fyrir hvern? Meira.
Sigurður Hólmar Karlsson: Lítil en sönn saga af innheimtuaðferðum Kaupþings eftir að ríkisstjórnin beindi þeim tilmælum til ríkisbankanna að milda innheimtuaðgerðir og koma til móts við heimilinn í landinu. Meira.
Sólveig Jóhanssdóttir: Á því hvílir verðtryggt lán sem var 15 millj. en er nú 20. Í desember ákváðu þau að athuga með frystingu á vöxtum þar sem þau voru í skilum en sáu fram á tekjuskerðingu. Það var EKKI auðsótt, dregið var úr ávinningi, bara frestur á illu, munaði ekki NEMA 18 þús. á mánuði o.sv.frv. (Það tekur því ekki að tala um neitt undir milljarði greinilega). Ekkert varð því úr þessu en svo kreppti enn frekar að og ekki náðist að greiða feb. og mars. Þá er hringt frá bankanum og sagt að nú sé þetta á leið í innheimtu, ekkert hægt að semja um neitt en ef þau komist í skil þá sé hægt að fá vaxtafrystingu! Meira.
Kristján Blöndal: hringdi Ellý Sæunn Reimarsdóttir þjónustufulltrúi hjá Kaupþingi í Hafnarfirði úr símanúmerinu 5802712,til þess að segja mér að umsókn mín um frystingu á lánum hafi verið synjað á þeim forsendum að staða mín væri jákvæð,en bankinn var búinn að reikna það út og að eftir stæðu um það bil 4.000 kr. í afgang (á mánuði). Meira.
Steinar Immanúel Sörensson: Búið var að greiða um 1/3 af láninu, en við hættum að greiða af þvi við fall bankanna þar sem við teljum nyja kaupþing banka ekki hafa lagalega heimild til þess að innheimta þetta án okkar samþykkis og hef ég bréf frá fjármálaeftirlitinu sem ég tel að megi túlka á þann veg, gjaldfelldur höfuðstóll er orðinn 1.479.618. Meira.
Gagnrýna samninga við fjármálafyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.3.2009 | 10:37
Hverslags bull er þetta?
100 - 200 manns leita eftir greiðsluaðlögun. Það eru nánast 20.000 manns atvinnulausir í landinu í dag. Halda stjórnvöld virkilega að 3 ráðgjafar og aðstoð við 100-200 manns sé málið? Þetta er skelfileg veruleikafyrring. Það er ekki nóg með að það sé vitlaust gefið með því að verðtryggja skuldir en ekki tekjur fólks heldur gerist enn ekkert í vaxtaokrinu. Ef þetta er lausnin gef ég lítið fyrir hana og þessa ríkisstjórn. Það verða þúsundir húsnæðislausir á komandi hausti með þessu framhaldi og sennilega þúsundir flúnir land.
Þess utan sýnist mér svona eftir að fara á hundavaði yfir þessi nýju lög, þau vera auðmýkjandi fyrir skuldara sem í raun er kominn í fjárhagsvörslu tilsjónarmanns sem getur hagað sinni vinnu eftir sínum geðþótta.
Fjöldinn sem þarf greiðsluaðlögun vanmetinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2009 | 10:58
Hvaða lit af fisk má bjóða þér?
Panga flökin fást í 5 mismunandi litum eins og frú Pham Thi Dieu Hien, sýnir hér á myndinni. Hann er litaður með kemískum efnum allt upp í alhvítan. Á bak við hana sést vatnið sem fiskurinn er ræktaður í. Sama vatnið og tekur við öllum úrgangi frá íbúunum svo sem saur og matarafgöngum. Það tekur víst aðeins nokkrar vikur að rækta fiskinn í sláturstærð. Hér á Íslandi eru þessi flök seld á nánast sama verði og ýsa. Ég keypti einu sinni svona fisk fyrir kettina mína sem eru sólgnir í allan fisk. Nema þennan. Þeir hnusuðu að honum, klóruðu yfir hann og horfðu á mig með fyrirlitningarsvip. Ef kettirnir mínir vilja hann ekki er hann ekki hæfur til manneldis. Svo vil ég ekki hugsa þá hugsun til enda að veitingahús séu að bjóða þetta í staðinn fyrir þorsk eða ýsu.
Þróunaraðstoð ógnar norskum sjávarútvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2009 | 13:16
Vonandi fá þeir útibúin.
Ef eignir Spron kæmust í hendurnar á frændum okkar og þeir byrjuðu starfssemi hér mætti búast við að hér gæti komist á eðlilega samkeppni á einu sviði. Best væri svo að fá tryggingarfélagið þeirra líka sem hefur lýst áhuga á að opna útibú hér. Svo eitt stk. matvöruverslunarkeðju takk. Já osvfrv.
Þetta er traustur banki og segir ma. í ársskýrslu þeirra þetta um árið 2008: Føroya Banki improves core earnings in 2008 and delivers the promised results. The Bank has a strong solvency ratio and ample liquidity, making it well equipped for the future. The Bank maintains its focus on profitability, optimisation and sound credit management Download the 2008 Annual Report in PDF here
Þetta gætu orðið fyrstu skrefin í að losa almenning úr okurkrumlu fákeppnis og þöguls samráðs fámenningarklíkunnar sem rændi okkur, börn okkar og barnabörn réttlátri framtíð.
Eignir SPRON freista Føroya banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2008 | 12:04
Hér eru 3000 störf fyrir bankamenn! - Nýtt samfélag - fjölskyldan fyrst!
Umfang umræðunnar um andleg og félagsleg áhrif kreppunnar er nánast ekkert við hliðina á fréttum af pólitík, hagstærðum eins og stýrivöxtum, fjöldauppsögnum og eggjakasti. Einn og einn sálfræðingur er fenginn til að tjá sig í fylgiklausum um þessi mál. En þessi mál skipta atvinnulaust fólk, þá sem eru að missa heimili sín og geta ekki leyft börnunum sínum lengur að stunda tómstundir miklu máli. Það er eitt að sleppa áskriftum af fjölmiðlum. Allt annað þegar þú getur ekki keypt námsgögn fyrir barnið þitt.
Við bræðurnir vorum að ræða þessi mál í gærkveldi og hann kom með pælingu sem mér finnst ekki bara áhugaverð. Mér finnst hún snilld!
Það eru um 3-4000 bankamenn á atvinnuleysisbótum. (Gef mér að einhverjir hafi fundið nýja vinnu). Af þeim er væntanlega stór hluti sem hefur starfað sem þjónusturáðgjafar og gjaldkerar með yfirsýn yfir helstu erfiðleika sem fólk hefur lent í við rekstur heimilanna og fyrirtækja. Stofna mætti nýtt fyrirtæki utan um starfssemina eða setja inn í Ráðgjafaþjónustu heimilanna.
Hugmyndin í hnotskurn er þessi: Hver bankastarfsmaður tekur að sér 10-20 heimili, fer í gegnum fjármál þess, greiðslubyrði oþh. og gerir úttekt á hverju þyrfti að breyta til að heimilið gæti byrjað á nýjum 0 punkti með raunhæfar greiðslubyrðar þar sem nýtt samfélag - fjölskyldan fyrst væri viðmiðið.
Nú kann einhverjum að finnast þetta einhver útópíudella en ef við stöldrum aðeins við og skoðum nokkrar staðreyndir um kostnaðinn af núverandi umhverfi okkar:
Ef fólk hættir í þúsundatali að borga af húsunum af því að það getur það ekki eins og stefnir í fer íbúðalánasjóður á hausinn. Kostnaður ríkisins af atvinnuleysi verður gríðarlegur. Kostnaður heilbrigðiskerfisins verður gríðarlegur. Ríkið og bankarnir sitja uppi með þúsundir óseljanlegra eigna sem þarf að halda við og borga gjöld af. En það skiptir ekki minna máli andleg líða, brotin sjálfsmynd, aukin sjálfsvíg, aukin stéttaskipting, auki áfengis- og fíkniefnavandamál, mismunun til mennta- og heilbrigðisþjónustu.
Afkoma fjölskyldunnar skiptir meira máli en eignamyndunin í húsnæði í svona árferði. Vextir af húsnæðislánum umfram verðtryggingu (ef hún á að halda sér) ættu að vera í lágmarki kannski 2-3% þannig að eigið fé íbúðarlánasjóðs nái að halda sér. Er ekki lánasjóður íslenskra námsmanna rekinn með tapi? Færa þyrfti með þess öll húsnæðislán heimilanna á upphafspunkt til 25-40 ára. Leigja íbúðir sem íbúðalánasjóður hefur leyst til sín með svipaðri aðferðafræði og hjá Búseta.
Hugarfarsbreytinginn snýst þá um nýtt samfélag - fjölskyldan fyrst. Eignamyndun yrði útfrá afgangsstærðum hverju sinni. Þú getur borgað inn á höfuðstólinn mánaðarlega ef þú vilt eða getur án þess að vera refsað fyrir það með uppgreiðsluákvæðum.
Jóhanna Sigurðardóttir lagði fram einhverjar hugmyndir um að fólk í erfiðleikum gæti leigt húsnæðið sitt af íbúðalánasjóði. Fólk sem er búið að leggja allt sitt í húsið sitt í 15 ár, snyrt garðinn, haldið við húsinu, skapað sitt heimili á sínum forsendum hefur engan áhuga á að leigja sitt líf af ríkinu! Þvílík firra!
Ef tekið yrði svona á málunum, vaxtaokrinu hætt, stimpil- og seðilgjaldasvínaríinu, komið böndum á innheimtuhákarla með vafasamar innheimtuþóknanir og manngildi sett framar græðginni byggjum við nýtt samfélag. Og komum um leið í veg fyrir að þúsundir velmenntaðra Íslendinga flýi þann sauðskinnsskóafarveg sem okkar vanhæfu stjórnmálamenn eru að gera okkur.
Bankastarfsmennirnir 3000 hefðu kannski ekki allir vinnu sem ráðgjafar heimilanna í framhaldinu en 1-2000 ráðgjafar sem fylgja eftir starfinu með því að hitta hverja fjölskyldu 1-2 í mánuði og þiggja 7-10.000 á mánuði í laun hjá hverri eru þá með ágæt laun. Ekki ofurlaun en ekki atvinnulausir.
Til frekari útfærslu á þessu þyrfti mannlega hagfræðinga. Ekki stjórnmálamenn takk!
Leita starfsmanna á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |