Færsluflokkur: Bloggar
21.8.2009 | 10:59
Arkitekt bankahrunsins
Þessi aðalarkitekt bankahrunsins er sjálfsagt búinn að borga sér milljarða í arðgreiðslur af fyrirtæki sínu Langflugi sem var fjármagnað með sjóðum í eigu tryggingataka Samvinnutrygginga en hann og aðrir útvaldir Framsóknarflokkseigendur hafa nú ekki bara þurrkað upp tugmilljarða sjóði félagsins heldur skuldar félagið yfir 30 milljarða. Fyrir 2 árum síðan stóð til að endurgreiða tryggingartökum 30 milljarða. Þeir eru núna horfnir í hít Finns og félaga. En hann eins og aðrir þátttakendur senda þjóðinni enn puttann og hafa ekkert að afsaka. Ég hef ógeð á þessum siðblindu blóðsugum.
Skuldir langt umfram eignir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.8.2009 | 15:16
Eigum við að koma saman upp um þá?
Öll vitum við sem erum núna að fá reikninginn fyrir ótrúlegt sukk siðlausra manna að atferli þeirra gat ekk viðgengist nema með samleik jafnsiðlausra pólitíkusa og embættismanna. Embættismanna sem var plantað í áhrifaríkar stöður ekki útfrá kunnáttu og menntun heldur flokkshollystu og ættartengslum. Okkur er sagt að reikningurinn vegna aðgerða flokksgæðinganna sé okkar að greiða. Kurteisislega.
Okkur er vinsamlega bent á það að fáir fjármálaspekúlantar sem náðu að gera fjármálagjerninga sína á kostnað þjóðarinnar hafi skitið á sig. Og það sé okkar að skeina þá. Íslensk stjórnvöld virðast ætla að kyngja þessarri skilgreiningu burtséð frá ólyktinni en er ekki að skilja að almenningur er ekki til í að skrifa undir ólyktina. Þar kemur tvennt til. Annars vegar sanngirnissjónarmið og hins vegar þjóðarstolt gagnvart nauðarsamningum við þjóðir sem eru þekktar fyrir að þvinga aðrar þjóðir.
Vantraustið á embættis- og stjórnmálakerfi landsins er algert. Þannig hafa fáir trú á að rannsóknir sérstaks saksóknara og sannleikanefndar verði neitt annað en allra nauðsynlegasta yfirklór. Það sagði mér manneskja sem þekkir til starfssemi utanríkisþjónustu Íslands að flestir þeir sem ráðnir væru í störf ma. við mannúðarmál væru dætur og synir embættis- og stjórnmálamanna sem yrðu þannig áskrifendur að launum án þess að gera handtak. Eins hefur verið gagnrýnt að stuttbuxnasjálfstæðismenn hafi sjálfkrafa getað gengið inn í Landsbankann í notarlegt starfsöryggi. Kannski sem partur af greiðslu fyrir bankann?
Þetta sem ég skrifa hér að ofan eru ekkert annað en dylgjur. Eins og Er. En er ekki hægt að breyta því og komast að hinu sanna? Er ekki til fólk sem hefur aðstöðu, nokkurn afgangstíma og hæfileikana til að raða saman púslunum í púsluspilinu Spilling á Ísland?
Nú þegar hafa Lára Hanna Einarsdóttir, Hvítbók, Tíðarandinn og Eyjan ásamt fleirum birt mikið magn upplýsinga sem hægt er að vinna upp úr. En það þarf að tengja það saman og raða upp. Ég er ekki að mæla með neinum nornaveiðum einfaldlega leggja til að almenningur í landinu framkvæmi sína eigin rannsókn og birti það sem út úr henni kemur. Þeir sem hafa eitthvað að leggja til bendi ég á netfangið hrun2008@gmail.com.
Danir æfir yfir lekanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
1.7.2009 | 18:21
Þetta er dómur ekki samningur!
Núna þegar loksins kvissast út sannleikurinn um samskipti Breta, Hollendinga og Íslendinga er ljóst að hreðjartak þeirra fyrrnefndu á dýralækninum sem titlaði sig fjármálaráðherra var slíkt að hann syngur sópran það sem eftir lifir ævinnar. Kannski með vott af samviskubiti en ég efa það.
Við samningagerðinni tók uppgjafa stjórnmálamaður með nokkra embættismenn sér við hlið. Þrautþjálfað lögfræði - og sérfræðiteymi enskra kenndi þeim á undraverðum tíma auðmýkt og þakklæti fyrir að mega draga andann áfram ásamt íslenskri þjóð gegn greiðslu. Í leiðinni var þeim kennt allt þetta helsta: rúlla sér, sitja, standa, sækja og þegja.
Fjármálaráðherra er að vonum glaður að hafa endurheimt gæludýrin sín þó hann sé ósáttur við reikninginn vegna tamninganna. En hann segir að við verðum að borga. Hann talar ekkert um það að þetta er EKKI samningur heldur samráð evrópuríkja um hvernig skuli tekið á Íslandi!
Samráð sem okkur er svo kynnt sem samningur. ICESAVEDÓMURINN fellur semsagt á íslenska alþýðu en ekki á íslenskan aðal sem stóð fyrir Icesaveósómanum.
Bandaríski fjársvikarinn Bernard Madoff situr nú í fangelsi með 150 ára dóm á bakinu. Íslensku fjárglæframennirnir sitja nú í sólbaðsstól á auðmannaströndu með svalandi kokteil í annarri hendi og farsíma í hinni. Stjórnandi fjölmiðlunum sínum, ímyndarfulltrúum og lögfræðingum sem vinna við að gera hlut þeirra og ábyrgð sem minnsta.
Man einhver eftir hrokafullum bankastjóra Landsbankans frussa út úr sér með fyrirlitningartón: Eignir Landsbankans duga fyrir Icesave og mikið meira en það! Oft. Dag eftir dag. Hvar er hann núna? Hverjar eru eignir Landsbankans og HVER fær þær?
Icesave samningi mótmælt á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.6.2009 | 13:28
Brunaútsala auðlinda Íslands er hafin!
Þessi fyrirhuguðu kaup GGE eru nefnilega fjármögnuð með erlendu fjármagni. Þetta byrjar sakleysislega. Hitaveitu Suðurnesja er skipt í tvö hlutafélög HS veitur og HS orku. Þú færð reikninga frá báðum fyrirtækjunum. Einn fyrir framleiðslu á heitu vatni og annan fyrir flutning á vatninu til þín. Samanlagt eru þessir reikningar hærri en þeir voru hjá Hitaveitu Suðurnesja en bara lítillega í byrjun svo enginn röfli. Næsta skref er svo einkavinavæðingin. Sem fer þannig fram að Geysir Green Energy fær að kaupa stóran hlut með svona fiffi eins og smá útborgun og svo skuldabréf tryggt með veði í sjálfu sér og eignarhlutur GGE í hinu hlutafélaginu HS veitum metið á 4 milljarða tekið upp í greiðsluna. GGE er svo með erlendan fjárfesta sem er tilbúinn til að borga þeim margfalt til baka fyrir að koma þeim að mjólkurkúnni. Allir græða og allir eru happy. Nema neytendur sem koma til með að borga þessi kaup með hækkandi reikningum.
Þetta er sem sagt byrjað. Það sem menn vöruðu við að myndi gerast með aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að bankahruninu. Auðlindir landsins lenda í höndunum á erlendum auðhringum og þegar sú yfirtaka verður orðin fullkomnuð byrjar okkur að blæða fyrir alvöru. Hvet alla til að gefa sér tíma í myndböndin hér fyrir neðan.
Fréttaskýring: Einkavæðing HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.6.2009 | 21:33
Hvaða pukur er á Þistilfjarðarbóndanum?
Það eru aðrir nærtækari hlutir sem eru okkur hættulegri," sagði Steingrímur. Og ekki útskýrt nánar. Er þetta gagnsæið sem lofað var.? Hvað á maðurinn við? Landið logar í vantrausti og tortryggni gagnvart öllu og öllum og hálfkveðnar vísum og upphitaðir stjórnmálavellingar eru það eina sem er í boði. Veit Steingrímur og ríkisstjórnin ekki að þjóðin er núna eins og Geysir. Sein til og hæg. Óörugg með framtíðina. En ef þessari grænsápu verður ausið áfram upp í vit hennar gýs hún eins og Geysir. Með þunga. Misskilningur stjórnmálamanna um stöðu sína liggur nefnilega í því að af því að þeir voru kosnir en ekki hinir sé fólk ánægt með þá. Það er ekki þannig. Kjósendur eru bara ÓÁNÆGÐARI með hina. Og það getur breyst í hendingskasti.
Það er búið að vera vitlaust gefið frá því að verðtryggingin var tekin upp. Fyrir hennar tíð var vitlaust gefið í hina áttina. En þú bætir ekki ranglæti með öðru ranglæti.
Ef þessi ríkisstjórn ætlar okkur að borga fyrir glæpi örfárra, bjóða upp á okkur 20% verðbólgu (ma. vegna eigin hækkana á lífsnauðsynjum), minnkandi óverðtryggðar tekjur, atvinnuleysi, okurvexti og lækkað verð á eignunum okkar ásamt ósveigjanlegum og kommúnískum úrræðum gagnvart þeim sem eiga í greiðsluvanda liggur beinast fyrir að spyrja: Hvað fáum við í staðinn? Hvað á að fá venjulega Íslendinga til að gefast ekki upp, flýja af landi brott ef þeir geta eða hætta að reyna að borga skuldirnar?
Hingað til hefur þessi ríkisstjórn ekki boðið upp á neitt annað en aukna myllusteina um hálsinn. Sólstafir í skýjunum væru einir og sér uppörvun. Það er enginn að biðja um sólbaðsveður. Bara að hann hangi þurr.
En pukur og samskiptaleysi ríkisstjórnarinnar við þjóðina er óþolandi. Sérstaklega í ljósi digurbarklegra ummæla um gegnsæi. Allt upp á borðinu osvfrv.
Icesave-skuldbindingarnar ekki hættulegastar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 14:58
Vantar lagaleg rök?????
Skv. því sem kemur þarna fram hjá Sigurði þá voru það einhverjar yfirlýsingar íslenskra ráðamanna sem orsökuðu þá helkrumlu sem evrópuþjóðirnar með Englendinga og Hollendinga í fararbroddi hafa á íslenskri þjóð og framtíð. Þá kemur aftur að því. Hvað var það og hverjir voru það sem það sögðu? Ekki einu sinni þetta er komið upp á yfirborðið.Hann segir einnig að það vanti lagaleg rök fyrir því að dómsstólaleiðin sé ófær. Þarna talar einn fremsti lagaprófessor okkar.
Við erum eins og sigruð þjóð sem hefur tapað stríði. Og þarf að greiða stríðsskaðabætur. Forystumenn nasista voru hengdir. Hvað erum við að gera gagnvart forystu útrásarinnar? Það eru nokkrir fótgönguliðar þeirra atvinnulausir í dag. Annað hefur ekki gerst.
Sigruð þjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 13:13
Kettlingur semur við geðstirt ljón.
Í hádegisfréttum í dag líkti Jón Daníelsson hagfræðingur í London íslensku samninganefndinni og þeirri ensku við knattspyrnulið Gróttu á móti Manchester United. Allir viti hvernig sá leikur fer. Hann skoraði á Alþingi að fella samninginn og semja upp á nýtt. Þrátt fyrir það sagði hann að það hefði verið nauðsynlegt að skrifa undir hann á sínum tíma. Forsendur væru gjörbreyttar frá því sl. haust. Íslendingar ættu að taka á sig hærri höfuðstól en án allra vaxta.
Nú hef ég heyrt menn spá því að ef Alþingi samþykkir ekki samninginn megi búast við að Evran fari jafnvel upp í 2000 krónur. Ég er ekki hæfur til að meta hvort sé rétt eða að þessi nauðungarsamningur sé nauðsynlegur enda erum við í myrkri með hvað liggur á bakvið eignir Landsbankans auk þess að það var bankinn en ekki þjóðin sem efndi til þessara skuldbindinga. En samningurinn hreppir þjóðina í þrældóm og ég spái því að yfir 50.000 manns forði sér undan því oki. Ég get hvorki séð að Jóhanna né Steingrímur eða einhver annar sem komu að Iceslave samningnum hafi farið með glans frá honum.
Jóhanna glansaði á prófinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2009 | 16:13
Hef því miður enga trú á þessari nefnd.
Þó að í nefndinni sé hið hæfasta fólk er ég ekki alveg að kaupa að starf hennar muni skila nokkrum sköpuðum hlut öðrum en kattaþvotti á afglöpum stjórnmálamanna og skammi á fjárglæframennina. Verða stjórnmálamennirnir sem stóðu á bak við einkavæðingu bankans og aðferðir þeirra til að einkavinavæða þá rannsökuð? Verður stórfurðuleg vegferð Finns Ingólfssonar frá ráðherra til ríkidæmis rannsakað? Verða pólitískar stöðuveitingar td. í seðlabankastjóra- og hæstaréttardómsstóla rannsakaðar?
Verður svipt hulunni af fákeppnistilburðum auðmanna? Eða hvort Stím málið hafi verið lögbrot? Eða hvort Sjóvá hafi fjármagnað byggingarnar sínar í Hong Kong með iðgjöldum?
Allavega er lestur á lögunum um nefndina óttarlega bitlaus lesning. Og ef að nefndarmenn þurfa að eyða heilu dögunum í að velta fyrir sér hæfi hvers og eins í hvert sinn sem einhver ýlfrar undan gagnrýni gerist ekki mikið annað á meðan.
Sigríður ekki vanhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.6.2009 | 14:54
67 milljónir, nei 68 milljónir og dagurinn rétt að byrja........
Á meðan ég skoðaði Iceslave síðuna í 2 mínútur jukust vextirnir af Iceslavesamningnum um 127.120 krónur. Vextir dagsins í dag voru þá komnir í 67,7 milljónir. Vextir dagsins í dag!!!
747.950.718.860 kr. er staða skuldarinnar. Eignirnar á bakvið óþekktur pappír. Á meðan þetta var skrifað bættust 338.139 krónur við vextirna. Er ekki kominn tími til að skipa nýja samninganefnd? Er þetta raunveruleikinn sem íslenskir útrásarvíkingar eru að komast upp með að bjóða okkur?
Icesave-skuldaklukka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2009 | 11:26
Er hann arkitekt spillingarinnar?
Finni Ingólfssyni tókst sem áhrifamiklum stjórnmálamanni að stýra heilum banka í eign sjálfs síns og félaga. Ma. með blekkingum um að þýskur banki væri meðal kjölfestufjárfesta. Bankinn reyndist svo skúffufyrirtæki. Hann sölsaði svo undir sig og viðskiptafélaga VÍS á undirverði, Frumherja og reyndi að kaupa Aðalskoðun en með því hefði hann haft einokun á bílaskoðunum. Góðvinur hans og spillingarbróðir Alfreð Þorsteinsson seldi Finni alla mæla Orkuveitunnar á um 200 milljónir sem Finnur rukkar svo 200 milljónir á ári leigu fyrir. Ekki slæmur buisness. Sennilega hefur Finnur aldrei þurft að leggja út fyrir neinu af þessum viðskiptum sínum heldur fengið lán með veðum í hlutabréfum eins og hinir snillingarnir. En það sem alvarlegast við gjörðir hans og hinna sem ég leyfi mér að kalla þjófanna er umgengni þeirra um lífeyrissjóðina og ekki síst hvernig þeir misnotuðu eignir Samvinnutrygginga:
Eignir Samvinnutrygginga voru um tíma miklar. Um mitt ár 2007 var tekin ákvörðun um að slíta tryggingafélaginu og greiða rúmlega 50 þúsund fyrrverandi tryggingatökum fyrir eignarhlut sinn í félaginu, þ.e. þeim sem áttu rétt til þess. Utan um skuldbindingar félagsins var stofnað fjárfestingafélag, Gift, og var eigið fé þess um 30 milljarðar þegar ákvörðun um slit var tekin. Úr Mbl.is 22.5.2009
Hvað var það sem gerði Finni leyfilegt að nota þetta fé fyrir sig? Jú, þetta var fé án hirðis. Og Finnur fundvís á það.Ég fullyrði að Finnur sé einn aðalarkitektinn af viðskiptasiðferðisleysissoranum sem hér fékk að grassera eins og arfi í saur. Ef hann er eitthvað ósáttur við þessa útnefningu þá kærir hann mig bara.
Fjölmiðlar láta okkur fá í smáskömmtum mola og mola um brot þessarra manna gagnvart samfélaginu. Engin alvöru rannsóknarmennska hefur td. farið fram um umsvif og tengsl þessarrar fámennu klíku og vinnubrögðin sem þoldu ekki dagsbirtu. Lára Hanna Einarsdóttir, Eyjan Hvítbók og Tíðarandinn hafa staðið sig vel í fylla þetta skarð upplýsinga frá hefðbundnu fjölmiðlunum
Segir leitun að spilltari stjórnmálamanni
Grein eftir Sverri Hermannsson um Finn og félaga.
Langflug gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)