Færsluflokkur: Bloggar
22.6.2009 | 13:49
Er uppfært mat sérfræðinga einhver sannleikur?
Úr fréttinni: Þessi fjárhæð er háð mikilli óvissu þar sem samningum, sem nú standa yfir um virði og fyrirkomulag þessara eigna er ekki lokið. Þá er vakin athygli á að öllum tölum ber að taka með varúð vegna mikilla breytinga á gengi gjaldmiðla, sérstaklega á gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu erlendu gjaldmiðlunum.
Á venjulegri íslensku þýðir þetta að sérfræðingarnir haldi að kannski miðað við ákveðnar aðstæður geti hugsanlega fengist 1100 milljarðar fyrir eignirnar. Kannski. Og kannski ekki.
Semsagt allavega 200 milljarðar lenda á þjóðinni sem er þá 625.000.- á hvert mannsbarn. Kannski verður þetta fjórföld sú upphæð. Þar fyrir utan eru líkur á hundruðum dómsmála vegna eignanna fyrir breskum dómsstólum. Þannig að eignirnar eru tveir fuglar í skógi.
Einhver annar kemur til með að þurfa að borga minn 625.000 kall vegna þess að nú þegar get ég ekki borgað mínar eigin skuldir. Hvað ætli það gildi um marga?
Erlend matsfyrirtæki eru að endurmeta lánshæfi Íslands. Það er nú þegar komið niður í BBB- sem þýðir að ef það er fellt um einn flokk erum við komin á blað með svokölluðum jönkbréfum. Einskis virði.
Er þetta bara ég eða finnst einhverjum fleirum eins og það þurfi að fara að draga einhverja til ábyrgðar? Það er alveg greinilegt að það er ekki nóg fyrir stjórnmálamenn að stíga til hliðar í þessu máli. Þeir sem vaktina stóðu ásamt glæpamönnunum sem stóðu að málum eru að mínu mati landráðamenn. Það kemur betur í ljós með hverjum deginum. Huggulegheitunum hjá sérstökum saksóknara og sannleikanefndinni sem eyðir tíma sínum í að karpa um hvert þeirra sé vanhæft verður að fara að ljúka. Áður en Reykjavík brennur í óeirðum og uppþotum. Venjulegt fólk er búið að fá miklu meira en nóg.
Eignir duga ekki fyrir Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2009 | 12:51
Fáum við ekki eignir Landsbankans erlendis afhentar?
Bresk stjórnvöld verja hryðjuverkalögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2009 | 21:26
Djöfulsins Framsóknarbull.....
Maðurinn sem framsókn sótti úr 14. sæti framboðslista síns í borgarstjórnarkosningunum var aldrei kosinn stjórnarformaður Orkuveitunnar vegna þess að hann væri faglega hæfastur. Nema þá til þess eins að moka yfir spor Alfreð Þorsteinssonar sem hefur einkarétt á mælunum sem Orkuveitan flytur til landsins. Þessum sömu og Finnur Ingólfsson keypti af orkuveitunni fyrir svipaða upphæð og hann fær í leigugreiðslur á hverju ári. Sömu mælum og ég fékk bréf um að væri eign Orkuveitunnar og þeim væri heimilt að leita til lögreglu ef ég vildi ekki leyfa Finni að lesa af þeim.
Orkuveitan undir stjórn Alfreðs hækkaði verðskrána í hittifyrra ef ég man rétt vegna þess að miklir hitar orsökuðu minni notkun. Nokkuð sem minnisvarði Alfreðs, flugmóðuskipið sem hann lét byggja undir starfssemina mátti ekki við. Enda komið milljarða yfir kostnaðaráætlanir.
Framsóknarfnykinn þarf að komast yfir og það verður hvorki gert með reykelsum eða nýjum front samberandi glottandi nýtt formannsandlit þessarar hagsmunaklíku. Það verður gert með klór og því að upplýsa um hagsmunaspillingarferlið sem hefur ráðið ríkjum í landinu. Þá eiga margir eftir að sýna sitt rétta andlit.
Með Búrfellsvirkjun var þeirri karamellu fleygt í þjóðina að raforkuverð til heimilanna myndi lækka. Það reyndist bull. Núna td. með því að gera Hitaveitu Suðurnesja að HS veitum og HS orku er verið að stórauka kostnað neytenda. Þessum rottugang gráðugra verður að linna.
Verður að virða umsaminn trúnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.4.2009 | 21:46
Þögult verðsamráð er krefjandi verk!
Forstjóri Neitt er ekki öfundsverður af kjörum sínum. Honum hefur með dómi verið gert óheimilt að fara upp í Öskjuhlíð til að hitta forstjóra hinna olíufyrirtækjanna og sammælast um verð, kjör og skiptingu um lægstu tilboð til stórkaupenda. Þess utan gert ókleyft að senda minnismiða og tölvupóst með samkeppnishamlandi leiðbeiningum. Það sér það hver heilvita maður að forstjóri sem býr við svona strangar leikreglur þarf að hugsa útfyrir kassann til að viðhalda okri án þess að upp um það komist. TD. verðleggja bensínið út úr korti í trausti þess að hinir forstjórarnir sem hann má ekki tala við skilji málið. Og fari nú ekki að andskotans til að leggja eitthvað minna á bensínið til skrílsins.
Þess utan þarf hann að safna fyrir arð- og bónusgreiðslum hluthafanna og sektinni sem Samkeppniseftirlitið skellti á fyrirtækið. Ásamt töpuðum dómsmálum vegna verðsamráðs. Bæði komnum og ókomnum fram. Sú sekt verður greidd af neytendum enda á Neitt fullt í fangi með að halda í við eigin arðsemis- og græðgissjónarmið. Svona eins og öll önnur íslensk fyrirtæki sem hafa getað látið okkur neytendur njóta góðs af einnar krónu verðmun í þeirri bullandi fákeppni sem hér ríkir. 29.6 millur fyrir þetta eru smámunir. Hann gæti unnið hjá skilanefndum bankanna fyrir meira.
Forstjóri N1 með 29 milljónir í laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2009 | 22:20
Af hverju ætti ESB að vera lausn á vandamálum okkar?
Samfylkingin lætur eins og hún sé Framsóknarflokkurinn í þessum kosningum. Kemur með einn frasa, eitt mál sem töfralausn á vanda þjóðarinnar. Framsókn hafa galað Fíkniefnalaust Ísland árið 2000, milljarður í fíkniefnamálin, fólk í fyrirrúmi (sem þeir hafa notað nokkrum sinnum) osvfrv. Samfylkingin er að reyna að selja þjóðinni að innganga í ESB sé það eina sem við þurfum til að allt verði gott.
Það er heimskulegt eða í besta falli barnalegt að veifa ESB aðild að kjósendum sem einhverri lausn á vanda okkar. Í fyrsta lagi er ekkert sem bendir til þess að ESB ætli að taka á móti fleiri löndum á næstunni. Þvert á móti hafa þeir ákveðið að hægja á inngöngu áhugasamra. Í öðru lagi þurfa löndin sem sækja um aðild að sýna fram á efnahagsstöðugleika sem er ekki sjáanlegur hér á landi næstu 3-6 árin. Þetta eitt og sér gerir það að verkum að aðild að ESB er ekki inni í myndinni.
Stjórnmálaleiðtogarnir gerðu mismikið í buxurnar í kosningarsjónvarpi Ríkissjónvarpsins í kvöld. En eiga það sameiginlegt að ólyktin af moðreyk og frasatuggunum er enn í loftinu hér. Meira að segja Ástþór Magnússon skoraði meira en flokksuppalningarnir og atvinnupólitíkusarnir. Þe. fyrst um sinn.
Krafa Borgarahreyfingarinnar um að allt verði upplýst um skilyrði IMF og gegnsæi í bankahruninu er krafa þjóðarinnar.
Nú hef ég horft og hlustað á flest allar kosningasamkomur sem sjónvarpsstöðvarnar hafa boðið upp á. Þar situr tvennt í hásæti hjá mér: Gjörsamlega meiningarlaus frasaframleiðsla án innihalds hjá ÖLLUM fjórflokkaframbjóðendunum. EKKERT á bak við svörin annað en að það væri hægt að túlka þau bæði sem heitt og kalt. Frjálslyndir mega eiga það að vilja virkja allt og eyðileggja náttúruna og veiða alla fiskstofnana í topp. Ekkert hálfkák og skýr skilaboð. Sem ég er ósammála en veit hvar ég hef þá.
Vinstri grænir eru orðnir huggulega settlegir enda komnir í stjórn og svör þeirra eru jafn loðin og Sjálfstæðis- og Samfylkingarmanna. Framsókn býður svo nýja andlitsgrímu með nýju kosningaryfirboði. En sömu flokkseigendaspillingunni. A'la Alfreð Þorsteinson og Finnur Ingólfsson.
Að mínu mati liggur einhver möguleiki í því að vera á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Einhver fríverslunar- eða tengingarmöguleiki þar á milli. Ég hef ekkert fyrir mér í því enda hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta virkar. En ef að Ísland gat verið ósökkvandi flugmóðurskip (sem mér finnst skelfileg hugmynd) fyrir Bandaríkin, hlýtur sú tenging að fela í sér samskonar tengingu áfram til Evrópu.
Ég hef áður lýst því hér yfir að Borgarahreyfingin fái mitt atkvæði í þessum kosningum. Það er ekki vegna þess að hreyfingin bjóði upp á töfralausnir við vanda heimilanna eða fyrirtækjanna. Það er vegna þess að þá er ég ekki að kjósa frasajaplandi róbota sem flokkseigendur þeirra ýta á on og off á.
Ekkert samkomulag um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.4.2009 | 22:59
Guðlaugur staðfestir hroka......
Fyrirsögnin segir að Guðlaugur staðfesti styrkina. Framsetning hans og efnistök staðfesta hrokann sem einkennir hann og aðra Sjálfstæðismenn í varnarbaráttunni. Raunar ef fólk skoðar framsetningu stjórnmálamannanna og svo hinna sem eru í framboði af því að þeim finnst stjórnmálamennirnir ekki vera að standa sig, (Borgarahreyfingin, Lýðveldishreyfingin og Sturla fyrir Frjálslynda) er ljóst að það er himinn og haf milli veruleika flokksuppalninganna og fólksins í landinu. Þrátt fyrir stundum groddalega, vandræðalega og hikandi framsetningu ásamt því að segjast ekki þekkja málin nógu vel til að svara voru þessir óflokksuppöldu frambjóðendur manneskjulegir meðan út úr munnstútum atvinnupólitíkusanna spýttust hver meiningar- og þýðingarlausa frasaromsan á fætur annarri. Guðlaugur Þór og Össur fá falleinkun fyrir að tala án þess að segja neitt. Framsóknarmadaman ítrekaði og ítrekaði og ítrekaði og ítrekaði að það væri búið að skipta um andlit á Framsóknarspillingunni. Og 20% niðurfellingin er eins og milljarðurinn í fiíkniefnamálin 2000. Eða Fólk í fyrirrúmi sem Framsókn notar reglulega í kosninarbaráttunni. Án þess að segja hvort þetta fólk sé Finnur Ingólfsson, Alfreð Þorsteinsson Björn Ingi Hrafnsson og fleiri góðgæðingar eða fólkið í landinu.
Ég persónulega hef ákveðið að kjósa EKKI stjórnmálamenn í næstu kosningum. Og vil hvetja alla til að gera það sama. Það að kjósa Ástþór Magnússon (þó ég gengi aldrei það langt), Borgarahreyfinguna, trukkabílstjórann eða hreinlega skila auðu eru mikilvæg skilaboð til fjórflokkanna sem hafa misboðið kjósendum í þessarri kosningarbaráttu með moðreyk og frasapólitík sem fólkið í landinu grátbiður um að vera laust við. Það vill vita hvað er framundan. Hverjar framtíðarhorfurnar eru. Ekki að Össur sé spenntur fyrir Drekasvæðinu og álveri í Helguvík. Ekki að Framsókn hafi eignast nýja ásjónu. Ekki að Guðlaugur Þórhafi fengir 4 millur í framboðsrassvasann í umhverfi sem var eðlilegt þá fyrir þær upphæðir. Ekki að VG ætli að fara blandaða leið í að borga af landráði útrásaróþokkanna.
Við viljum ekki lengur frasapólitík. Við viljum bara manneskjulegt umhverfi sem hægt er að lifa og hrærast í. Og stjórnmálaflokkarnir sem haldið hafa um stjórntauma landsins sl. áratugi hafa fallið á því prófi.
Segir 40 aðila hafa styrkt sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2009 | 22:17
Geta stjórnmálamenn ekki gefið skýr svör?
Ég horfði á þennan fund eins og svo marga aðra á undan. Breytingin á formi þeirra er helst sú að flokkarnir eru farnir að smala klappstýrum sínum á þá. Hitt hefur ekkert breyst að sama hversu hart er að kveðið eru svörin svo loðin að helst væri tilfinningin sú að þeir sem fyrir svörunum standa séu að tyggja lopa um leið. ALLAR stjórnmálaFÍGÚRURNAR þar á meðal Björgvin G. sem ég hef haft mikið álit á töluðu í stjórnmálafrösunum sem við hin erum komin með upp í kok á. Atli Gíslason slapp kannski best af þeim sem tilheyra gömlu stjórnmálaflokkunum. Hins vegar kom mér á óvart frammistaða konunnar sem var fyrir Borgarahreyfinguna og enn meira mannsins sem kom fyrir hönd Jólasveinsins Ástþórs Magnússonar.
Svo velti ég mikið fyrir mér mærinni frá Sjálfstæðisflokknum. Var þetta Hanna Birna borgarstjóri Reykjavíkur? Nei bara samskonar kona steypt í sama mót með sömu frasana. Kona sem á auman málstað að verja og veit það. Framsóknarmaðurinn kom mér líka svolítið á óvart vegna þess að ég skynjaði skynsemi í kolli hans. Ekki bara í kolli mínum geymi ég gullið. Eins og Finnur Ingólfsson gerði frægt um árið. Kannski er Framsókn að færast frá spillingu í hyglingu.
Lopaloðsboðsskapur starfandi flokka þrátt fyrir grafalvarlega stöðu fjölda heimila og einstaklinga á enn að skapa þeim atkvæði. Það að gefa tvíræð og loðin svör eða benda á evrópumöppudýraveldið sem lausnir á vanda heimilanna á að fá þig til að greiða þeim atkvæði. Þrátt fyrir að þú hafir aldrei fengið já eða nei svör við einni einustu spurningu sem brennur á þér.
Ég er búinn að ákveða að hafna því að greiða þessum STOFNUNUM framar mitt atkvæði. Ég myndi greiða Þorgerði Katrínu, Jóhönnu, Atla Gíslasyni, Guðfríði Lilju og ýmsum fleiri atkvæði mitt ef persónukjör væri í boði. En þangað til ætla ég að kjósa venjulega Íslendinga sem eru einmitt að biðja um að það standi til boða. Ég kýs Borgarahreyfinguna.
Evrópustefnan verði á hreinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.4.2009 | 22:48
Hvað má bjóða þér langa hengingaról?
Vissulega hefur núverandi ríkisstjórn (loksins) komið frá sér lögum um aðgerðir til að takast á við vanda heimilanna. En eins og einn maður orðaði það er þetta plástur á svöðusár. Heimilunum blæðir áfram út en hægar. Svona svipað og John Perkins talaði um samskipti okkar við IMF. Ef við reynum að borga lengist dauðastríðið. Það sér það hver heilvita maður sem er ekki með hausinn í rassgatinu á sér að þegar leikreglunar eru þannig að þú semur um ákveðna fasta prósentulaunahækkun en lánin þín hækka eftir því hver er að spila með íslensku álkrónuna, hversu margir jeppar eru fluttir inn til landsins og hver hamingjuvísitalan í Örfirisey og álverð á heimsmarkaði er er vitlaust gefið.
Og ekki bara vitlaust gefið heldur ósanngjarnt gefið. Af hverju höfum við sætt okkur við það að það sé eins og rússnesk rúlletta að fjárfesta í húsnæði hér á landi. Öryggi okkar í viðskiptum er jafn stabílt og íslensk veðrátta. Nú er ég ekki einn þeirra sem halda að með tilkomu evru lagist það enda man ég að það var talað um að sumar þjóðir hafi upplifað um 20% kjaraskerðingu við upptöku hennar. En krónan er dauð. Steindauð. Og það voru íslenskir braskarar með siðferðiskennd undir frostmarki sem drápu hana.
Í skýrslu IMF sem lak út til Financial Times mæltu þeir með einhliða upptöku evru hjá sumum austur-evrópuþjóðunum. Stoltið af því að reka eigin mynt og hagkerfið er horfið hjá mér og í staðinn komin skömm þó ég haldi að ég hafi ekki verið neitt verulega sekur um hrunið.
Það er kominn tími á róttækar aðgerðir. Aðgerðir eins og leiðréttingu gengis og vísitölu. Aðgerðir þar sem er gefið jafnt. Ef lífeyrirssjóðirnir sem hafa tapað og tapað vegna lélegra fjárfestinga fara á hausinn við það á það að vera sakamál. Menn sem þiggja milljónir á mánuði fyrir að tapa fé eru í besta falli vanhæfir, versta glæpamenn.
Það er engin sanngirni í því að venjulegt fólk beri byrðarnar af því sem stjórnvöld, útrásarhrægammar, lífeyrisjóðir og stjórnmálaflokkarnir hafa klúðrað. Ekki frekar en að taka á sig byrðarnar af dauðri krónu, verðtryggingu, spillingu, fölsku gengi og sýkingu síldarstofnsins.
Það þarf að gefa upp á nýtt og tryggja að allir fái jafn mörg spil á hendi. Þjóð sem eins og virðist vera raunin núna er svínbeygð undir afleiðingar glæps sem hún framdi ekki lætur ekki bjóða sér að setja byrðar glæpsins ofan á sínar eigin og töltir af stað. Ég er alla vega ekki einn þeirra.
Og Jóhanna..... þessir tveir metrar sem þú bættir við hengingarólina mína. Það eina sem þeir gera fyrir mig er að ég get velt ranglætinu lengur fyrir mér.
Byggja þarf velferðarbrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
7.4.2009 | 12:19
Hrollvekjandi fyrirsögn!
Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2009 | 00:17
hvað eru fréttamenn mbl.is gamlir?
Eftir að lesa frétt eftir frétt af mbl.is þar sem staðreyndir, réttritun og þýðingar reynast kjaftæði velti ég fyrir mér hverjir skrifa þessar fréttir. Ég man eftir prófarkalesara þarna sem þoldi ekki gula kvikindið. Sem var sólin. En hann leiðrétti allt sem að honum var lagt. Þetta er helvíti aumt þegar gjaldþrota fyrirtæki með 3ja. milljarða niðurfellingu skulda getur ekki einu sinni komið frá sér skuldlausri íslensku í áróðri sínum.
Ungfrú alheimur hrifin af Guantánamo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)